Vikan


Vikan - 05.11.1959, Qupperneq 33

Vikan - 05.11.1959, Qupperneq 33
Á VÍÐ OG DREIF Framh. af bls. 7. i' Þrátt fyrir það að hann hafði, eins og fyrr er frá sagt, þótzt verða fyrir óréttlæti af hendi sovétstjórn- arinnar, var hann alltaf allróttækur í stjórnmálaskoðunum, enda var hann vel lesinn í Marx og Tolstoj. Þegar sem skólapiltur í Rússlandi skipulagði hann leynilega bylting- arnefnd meðal skólafélaga sinna og notaði vegabréf sitt til þess að fara til Sviss og smygla heim bannfærð- um eintökum of bolsévíka-dagblaði, sem Lenin gaf út í Genf. Þegar hann kom til Bandaríkjanna árið 1922, reyndi hann að fá starf við kennslu i lieimspeki og þjóð- félagsfræði, en það tókst ekki. Þá reyndi hann að selja kol, en ekki tókst það. Hann reyndi að selja kaffi, en það heppnaðist eigi heldur. Að lokum kenndi hann hópi sósíalista franskar hókmenntir í einkatímum og skipulagði jafnframt hljómleika fyrir bróður sinn, sem Iék á fiðlu. 1 þann tíð hvarflaði ekki að honum að kenna bridge, enda var hann þá iélegur bridge-spilari, þótt hann væri fjandanu mþrárri. Hann spurði svo margra spurninga og rannsakaði svo mörg spil að lokinni umferð, að menn urðu hundleiðir á honum og neituðu að spila við hann. Hann las bækur uin bridge, en þær komu að litlu haldi, svo að hann hóf að semja bók um þetta efni sjálfur. Með árunum skrifaði hann fimm hækur um bridge. — En sá var galli á gjöf Njarðar, að þær voru einskis virði. Honum var þetta ljóst og reif því handritin, áður en þau fóru til prentunar. En bækurnar, sem hann skrifaði síðar, liafa verið þýddar á fjölda tungumóla og seld af þeim um milljón eintök. Ein bóka hans hef- ur meira að segja verið skráð með blindraletri, svo að blint fólk geti bætt spilamennsku sina i bridge. Gulbertson kom fyrst til Banda- ríkjanna árið 1910. Móðir lians, sem var rússnesk, sendi hann þangað, þvi að hún viidi, að hann stundaði nám við Yaleháskólann. En hann féll á inntökuprófi, — féll af því, að hann var ekki nógu vel að sér í ensku. Þetta var í sannleika furðulegt. Hann var bandariskur rikisborgari. Hann kunni sögu Bandarikjanna spjaldanna á milli. Hann talaði rússnesku, þýzku, frönsku, spænsku og itaölsku. En hann féll á enskunni. Hann sneri því baki að Yale og reikaði norður til Kanada og fékk vinnu sem timavörður hjá verka- mönnum, sem voru að leggja járn- braut. Þá kom sósialistinn upp 1 honum. Af feiknamælsku sagði hann þeim, að þeir væru beittir svikum og kaup þcirra væri allt of lágt og svo arðrændu búðir járnbrautar- félagsins þá. Hann kom af stað óánægju og skipulagði verkfall og var auðvitað rekinn úr þjónustu járnbrautarfélagsins fyrir vikið! Þá labbaði hann tvö hundruð mil- ur til næstu borgar og komst ein- hvern veginn út að Kyrrahafsströnd í félagsskap fiækinga, stal sér fari með vöruflutningalestum og baðst beininga bakdyra megin, þegar hann var fótgangandi. Það er því engan veginn lolui fyrir það skotið, að einhverinr kvenna þeirra, sem nú spila Culbertsons- kerfið í bridge, hafi vikið hrauð- sneið og kaffisopa að Ely Culbert- son — bakdyra megin. ÞÚ OG BARNIÐ ÞITT Framh. af bls. 9. leika, og aðgerðir á einhverju öðru skeiði geta aldrei komið fyllilega i veg fyrir þá né bætt úr mistökum í sambandi við þá. GRÓÐAFÍKN OG ÁRÓÐUR í samfélaginu bærast öfl, sem inóta barn og ungling leynt og ljóst á annan veg en fyrir for- eldrunum vakir. Fyrst ber að nefna þau, sem líta á æskuna sem gullnámu, er lofi miklum gróða. Uppeldismarkmið þeirra er náskylt markmiði dýratemj- arans: Að þjálfa hæfileika, sem gefa af sér peninga. Sá, sem gera vill æskuna að síhungruð- um markaði, hann reynir fyrst og fremst að vekja hjá henni þarfir, venja hana á kostnaðar- samar nautnir og ástriður. Alla aðra þætti í eðli ungmennisins lætur hann jioka fyrir þessu sjónarmiði. Æskan er ekki aðeins mark- aður fyrir vörur, heldur einnig fyrir skoðanir. Áhangendur færa foringjum völd, og næst á eftir pengingum eru völd mest eftirsótt af veraldlegum gæð- um. Þvi eru andstæðar skoð- anir i æðisgengnu kapphlaupi um hylli æskunnar, og til þess að skeyta áróðursmenn liennar því engu, hvort unglingurinn hefur þroska til að skilja boðskap þeirra og mynda sér rökstudda sannfæringu um hann eða hvort þeir fremja andlegt ofbeldi á lionum. í nútfmaþjóðfélagi er æskan umsetin af góðum og illum öfl- um, sem vilja móta hana, hvert eftir sinum hag. Stórfelldar bylt- ingar i samfélagsháttum hafa svipt foreldra þeirri sterku upp- eldisaðstöðu, sem afar þeirra og ömnnir höfðu. Nú brjótast fram- andi áhrif stöðugt inn i uppeldis- starf foreldra. f góðu uppeldis- starfi nú á dögum þurfa foreldr- ar að liafa yfirsýn yfir þessi á- hrif, luinna að meta þau og sjá við þeim. ALDARSPEGILL Framh. af bls. 9. rlkasta hafa þörfina. Þaö er noTckuÖ dæmigert fyrir Magnús Kjaran, aö einmitt hann skyldi gangast fyrir stofnun þessara félaga hér á landi. Bindindisfremd er gustuk fjarri anda Magnúsar Kjaran. Hann er eng- inn meinlætamaöur í lifnaöi, kann vél aö meta gildi hóflegra nautna og iökar þá engan sleiturlegan dárskap. Þegar gufurnar leita til efri byggöanna kem- ur fátæki innanbúöarstrákurinn í Skothúsinu til sögunnar og glimir viö heimsborgarann og sjentilmanninn. Samt leggur hann i engin stórvirki oq lætur annarra lönd óskert, því hann veit af íangri lífsreynslu aö vit er ávallt veröi betra. Þvi skal hann fá þann ágæzta forna vitnisburö. sem þeir einir hljóta, sem góöir eru til liöveizlu oq enginn ber óveröugum á brún meö nokkrum sanni: Hann er drengur góöur. Höfum ávallt tll fjölbreytt úrval af GITURUM Viðurkennt vörumerki Útveffum einnig og seljum allar tegundir hljóöfsra Hljóðfsrav. Sigríóar Helgadóttor VMturver — Reykjevfk — Siini: ÍIXIS. Til þess að vernda húð yðar ættuð pér að verja nolrkrum mínútum á hverju kveldi til að snyrta andlit yóar og hendur meó Nivea-kremi. Það hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar verða mjúkar og fallegar. Nivea-krem heftr inni að haldo euzerit, sem er skylt eðlilegri húðftu. f’ess vegna gengur það djúpt inn í húðina, og hefr óhrif langt inn fyrir yfrborð hörundsins. fess vegna er Nivea-krem svo gott fyrir húðina. VIK A N AC

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.