Vikan - 17.12.1959, Page 7
fteié&szt fcúMt* faeét?
skóla og rannsóknarstofnanir hafa unnið að því að rann-
saka innstu tilfinningar kvenna og viðhorf þeirra gagnvart
karlkyninu og orðið margs vísari, sem flestum kemur á
óvart.
Hugo G. Beigel, sálfræðingur við Long Island-iiáskóla,
rannsakaði „hugarfar" kvenna, sem talizt gátu fulltrúar
alls þess, sem einkum sérkennir hið veika kyn. Þetta voru
hundrað konur, valdar úr öllum stéttum þjóðfélagsins og
á aldrinum 17—40 ára.
Hver þeirra um sig var spurð um það, hvað hún teldi
æskilegustu kosti karlmanna. Fer hér á eftir það, sem þær
urðu helzt ásáttar um, er svör þeirra voru athuguð:
1 ' I flT
Karlmaðurinn þarf að vera (jóðum gáfum gæddur.
Mörffum konum kom saman um, að auðæfi væru ekki
aðalatriði, en engin þeirra taldi hins vegar, að vitsmunir
karlmannsins skiptu litlu eða engu máli. Flestar voru þær
sannfærðar um, að skortur á gáfum væri ókostur, sem
drægi mjög úr aðlöðunarmætti karla.
Flestnr voru þessnr konur og á einu máli um, að enda
þótt viðkomandi knrlmenn gætu látið auð og aðstöðu vega
nokkuð á móti gáfnaskorti sinum, þá drægi það skammt.
þvi að ef þær giftust slikum manni, yrðu þær annaðhvort
að reyna að telja sjálfum sér trú um, að þær vissu ekki
þennnn ágalla lians, eða þær yrðu að reyna að blekkja þá,
sem þær umsengjust, með þvi að breiða yfir gáfnaskort
hans. „Það vantar ekki, að maðurinn minn sé vel gefinn,
en hann er hara svo hlédrægur, að enginn, sem ekki þekk-
ir hnnn náið, ttetur gert sér grein fyrir gáfum hans,“ •—
og svo framvegis . . .
Karlmaðurinn þarf að vera sjálfstæður i hugsun, fyndinn,
röhfastur oa siðmenntaður. Það var aðeins ein kona i hópi
þeirra hundrað, sem kaus, að eiginmaðurinn væri einfaldur
og ómenntnður. Allar hinar voru á einu máli um, að eig-
inmaðurinn þyrfti að geta haldið uppi skemmtilegum og
skynsamlegnm viðræðum og yrði að vera fróður um margt
annað en véltækni, byssur og íþróttir.
Kartmnðurinn þarf að vera vel menntaðnr. Þótt hann
hefði ekki stundað nám við æðri skóla, þurfti hann helzt
að hafa þá almennu menntun, sem jafngilti gagnfræða-
sVó'anámi. Og hann þurfti helzt, að dómi langsamlega
flestra jjessara kvenna, að vera vel heima i bókmenntum,
listum og almcnnum fræðum.
Karlmaðurinn þarf að vera röaasamur oa má ekki láta aðra
ráða íifir sér. „Hann verður alltaf að hafa töglin og hagld-
irnar i viðskiptum við konuna.“ „Hann má ekki láta nokk-
urn kvenmann hafa sig í vasanum.“ „Það eru fyrirlitlegir
karlmenn. sem hver kona getur vafið um fingur sér.“
„Hann verður fyrst og fremst að vera lnisbóndi á sínu
heimili, en má ekki si og æ fara eftir ]>vi, sem eiginkonan
vill. Hann verður að gera konu sinni það ljóst, að það sé
hann, sem ræður, — og jafnvel taka henni duglega tak til
að koma henni i skilning um það, ef þörf krefur.“
Yfirleitt töldu þessar konur það mikinn ókost á karl-
manni, ef hann væri klaufaiegur í framkomu, kynni illa að
haga orðum sinum, væri hrjúfur og lítt tilfinninganæmur
eða þrár í skapi, — einnig það, að hann hefði lélegan
smekk, væri ófróður um menningarmál, bókmenntir og
listir eða væri lítt þroskaður siðferðilega. „Flestir karl-
menn eru hreinræktaðar skepnur! Komist þeir i kynni við
fallega stúlku, er það yfirleitt aðeins eitt, sem þeir sækj-
ast eftir.“
Þá hefur það komið á daginn við viðtæka skoðanakönn-
un, sem efnt var til fyrir skömmu, að konur telja það einna
mestan ókost á karlmönnum, ef þeir eru geðvondir. Lang-
flestar eiginkonur höfðu einmitt það út á eiginmann sinn
að setja: „Iiann rýkur upp eins og naðra út af smámun-
um.“ „Þegar eitthvað gengur gegn vilja hans, verður hann
önugur í skapi, svo að ekkert má út af bera.“ „Þegar
eitthvað fer aflaga þar, sem hann vipnur, lætur hann það
þitna á okkur heima.“
Annar í röðinni varð sá ókostur að neyta áfengis í óhófi
eða leggja stund á fjárhættuspil. „Við ættum húsið, ef
hann heíði ekki eytt peningunum í spilum við félaga sína.“
„Ég vildi óska, að ég hefði valið mér eiginmann, sem ekki
tekur þátt i veðinálum á kappreiðabrautunum.“ „Honum
eyðist alit of mikiil tími í drykkju með félögum sínum.“
„Ég verð livað eítir að annað að biða með kvöldmatinn,
vegna þess að hann kernur við i ein-
hverju veitingahúsinu á leiðinni heim
úr vinnu til að fá sér glas . . .“
Þá var það og rnjög algeng um-
kvörtun, að eiginmenn sýndu konum
sinum of litla athygli. „Hann veitir mér
ekki meiri athygli en þótt ég væri
eitt af húsgögnunum.“ „Ég held, að
hann taki yfirleitt ekki eftir helmingn-
um af því, sem ég segi við hann. Hann
svarar mér ekki nema tauti og tuldri
og er með allan liugann við dagblöð-
in.“
Enn kvörtuðu margar eiginkonur
yfir þvi, live eiginmenn þeirra væru
sérgóðir og tækju litt tillit til annarra.
„Hann spyr mig aldrei álits, — fer
eingöngu eftir því, sem honum hentar
bezt.“ Þá var það og eyðslusemi eigin-
mannsins: „Honum finnst ekki nema
sjálfsagt, að hann cyði peningum
til kauna á rándýrum golfkylfum og
veiðistöngum, •—- en þurfi ég að kaupa
mér nýian hatt, þá er það óþarfi og
eyðslusemi.“
Þessi skoðanakönnun leiddi þó einn-
ig í ljós, að það voru ekki allar eigin-
konur, sem vildu hafa eiginmann sinn
annan en hann var. Ein eiginkona af
hverjum fimm kvaðst ekki hafa neitt
við sinn eiginmann að athuga!
Þessi skoðanakönnun sýndi og óve-
fengjanlega, að tryggð er sá kostur,
sem konur telja nauðsynlegast, að
karlmaðurinn sé búinn. Sálfræðingar
við Cornell-háskóla komust og nð
þeirri niðurstöðu. Meira en þrír fjórðu
hlutar af hópi þeirra kvenna, sem
spurðar voru, töldu ótryggð ófyrir-
gefanlegan glæp og að hver kona, sem
stæði inann sinn að slíku, ætti tafar-
laust að skilja við hann.
Já, þær konur voru meira að segja
i miklum meirihluta, sem töldu ótryggð
mun alvarlegra brot en þó að eigin-
maðurinn beitti konu sina líkamlegu
ofbeldi. Minni hlutinn, — 25 af hundr-
aði, — vildi taka vægilega á breyzk-
leika eiginmannsins á þessu sviði, og
væri rétt að gefa honum tækifæri til
að bæta ráð sitt. Þó létu margar þeirra
þess getið, að slikt færi eftir ýmsum
aðstæðum.
Og þá er komið að þvi, hvaða
manngerð það sé, sem konur verði
helzt ástfangnar af. Rannsókn, sem
farið hefur fram í Stanford-háskóla
sýnir, að algengast er, að konur, sem
hafa innhverfa skapgerð, lieillast af
karlmönnum, sem eru alger andstæða
Framh. á bls. 29.