Vikan


Vikan - 17.12.1959, Side 9

Vikan - 17.12.1959, Side 9
komst hann aS þeirri furðulegu niðurstöðu, að hann skorti ailan manndóm til þess að verða flæking- ur. Það var ekki um nema eina leið að ræða til þess að lcoma í veg fyrir, að liann gæfist upp, og það var að gefa peningana, sem hann átti. Hann fór því að útbýta kvartdölum á báð- ar hendur. Kn þá kom hið sanna eðli Georgs Spokers í ljós. Bankast jórinn i hon- um þoldi alls ekki að láta eitthvað af hendi fyrir ekki neitt. Hann ákvað þá að skipta á peningum sín- um og upplýsingum og lækkaði greiðsluna niður í tískilding (1/10 úr dal). í hvert sinn, sem hann gaf fiækingi tískiíding, þá spurði hann viðtakanda, hvar hann hefði sofið síðastliðna nótt eða undanfarið. Og upplýsingarnar voru nákvæm- lega færðar inn í minnisbókina. Þegar fyrsta bókin var orðin full, fékk hann sér aðra stærri. I minnisbók Spokers var listi yfir tómar hyggingar, neðanjarðargöng og ganga, hílstæði fyrir notaða híla og tjaldhúðir vitna Jahve, sem er sértrúarflokkur. í meira en ár svaf Georg aldrei á sama stað nema eina nótt. Þá staði, sem hann notaði ekki, skoðaði hann gaumgæfilega. í upp- lýsingum um þá var getið um venj- ur varða eða lögreglumanna, hvern- ig komast mátti inn og út og hvenær nætur bézt væri að notfæra sér staðinn. Innn góðan veðurdag sneri flæk- ingur einn sér til Spokers og kvart- aði undan þvi, að hann hefði verið hrakinn úr sínum venjulega nátt- stað og vantaði nýjan. Hann var reiðubúinn til að greiða 25 sent fyr- ir að fá að líta á staðina, sem Georg vissi um, að voru ónotaðir. Georg sagði honum frá stað einum, þar sem hann mætti treysta þvi að geta fengið svefnfrið í hálfan mánuð. Þetta átti eftir að gerbylta öllu lífi Georgs Spokers. Ekki hafði hon- um fyrr komið það i hug, að selja mætti upplýsingar fyrir kvartdal, sem hann hafði fengið fyrir tískild- ing. Georg lét það nú berast, að liann væri að liitta á hverjum degi á bskknum á Madisonstorgi, og hrátt var hann farinn að selja upp- Iýsingar um svefnstaði sjö eða átta flækingum á dag. Um það, leyti hafði hann upplýsingar um tvö til jjrjú þúsund felustaði. En Spoker fékk einnig upplýsing- ar um sitt af hverju, sem ekkert var tengt liúsaskjóli. Flækingar minntust stundum á það, að hægt væri að fá sér frítt í svanginn hjá einhv^rju trúhoðsfélagi eða að ein- hver góðgerðastofnun væri einskis nýt. Spoker frétti um atvinnu við uppþvott, keiluspilshallir, sem vant- aði aðstoðármenn til ýmissa starfa, og ýmislegt fleira. Allt færði hann þetta í mjnnishókina, enda varð hann nú brátt eins konar einsmanns upplýsingastofun. Það harst manna á meðal, ao Spoker væri maðurinn, sem leita ætli til, ef einhvern vant- aði dálitla fjárhæð. Að visu legði hann ekki til peningana, en hann gæti gafið holl ráð um það, hvar þá væri að finna. í NÆSTA BLAÐI biríum við framhaldið af ævintýr- inu um Georg Spoker, flækinginn, sem varð milljóneri. að var fullt tungl þessa nótt, og ég hafði synt um það bil einn kílómetra meðfram ströndinni í silfurglitrandi sjónum. Eftir það leitaði ég til lands. Þegar ég syndi svo mikið, er það blátt áfram vegna þess, að ég er hlaðinn birgðum af umframorku, sem gerir mig æstan og órólegan og ég verð að losna við á einhvern hátt. Líka þykir mér vænt um hafið, og stundum kemur það fyrir, að mér finnst ég tengd- ur dularverum þeim, sem þar búa. Ég hafði lent á einkabaðströnd í eigu nýtízku-gisti- húss, er þarna var. Spölkorn fyrir ofan reis hótelið, hvítt, ævintýralegt og gagnsætt í tunglsskininu og upp- ljómað, þótt orðið væri áliðið nætur. Ég settist í skjóli við klappirnar og hlustaði á fjarlæga tóna hljómsveit- arinnar, sem lék fyrir dansi. Tónfall hennar rann sam- an við örveikt öldugjálfrið niðri í fjörunni. Allt í einu heyrði ég mannamál í nánd við mig, og karlmaður og kvenmaður komu í ljós fyrir neðan klapp- irnar. Ég heyrði, að þau voru að rífast, og tók að hlusta mcð ákefð eftir orðaskiptum þeirra. Skyldi hann ganga með sigur af hólmi, eða mundi hún hafa yfirhönd? Sjálfur þoli ég ekki að vera leiksoppur kvenna, og mér þótti vænt um, þegar hann snerist skyndilega á hæli og yfirgaf hana En hún yppti bara öxlum og settist n'ður í sandinn spöíkorn frá mér. Hún hafði ekki séð mig. — Fögur ríótt, ér ekki svo? sagði ég. Hún leit Við undrandi og reyndi að koma auga á mig inni í skugganum. — Fagrar nætur eru svo algengar, að manni fara að leiðast þær, svaraði hún eftir stundarþögn. — Það er eitthvað annað með hafið. Maður getur aldrei orðið þreyttur á að njóta þess, ekki ég að minnsta kosti. — Er það alvara yðar? spurði ég ákafur og færði mig nær henni. Þetta var rétt hjá henni. Dynjandi óveður, öskrandi rok, það gerir manni gott og hreinsar loftið. Mér hef- ur ætið þótt vænt um storm, er þeytir haf.inu upp í löður. Ilún kinkaði kolli, og ég aðgætti hana í laumi. Hún var ung og fögur, og ég ímyndaði mér, að hún væri enn failegri, þegar hún klyfi sjóinn með hljóðlaus- um tökúm . . . eins og höfrungur. — Voruð þér í vatninu? spurði hún. ----- Já. — Var það gaman? —- Já, ég er búinn að synda heilan kílómetra. Ég er alltaf þrunginn svo ótæmandi orku, að hún gerir mig æstan og órólegan, svo að ég get ekki sofið. Hún leit snöggt til mín, og snöggvast var ég hræddur um, að hún mundi standa upp og fara. Það gera stúlk- ur ævinlega, ef ég ætla að tala við þær. En hún yppti bara öxlum og horfði út yfir hafið með draum í svip. - Hafið þér verið á dansleiknum ? — Nei, ég bý alls ekki á gistihúsinu. Ég fór hér i land af hreinustu vangá. Ég held líka rétt bráðum heim. En SMÁSAGA „Vertu sæll, ástin mín,“ stóð þar, og enginn i'ithandarfræðingur getur skýrt það, sem skrifað er í sand. Var það morð eða sjálfsmorð? Það vitnast aldrei . . . mér er nautn í þvi að synda að nóttu til. Þá á maður allt úthafið sjálfur. — Það er nokkuð mikil heimtufrekja, sagði hún hlæjandi og rétti að mér vindlingapakka. — Viljið þér ekki eina? Ég skreið gætilega nær henni til þess að hræða hana ekki og tók mér vindling. Andartak nam ég svalann af fingrum hennar, þegar hún rétti mér kveikjarann sinn. — Stundum er maður sannarlega þurfandi fyrir sígarettu, finnst yður ekki? — Þannig var það með mig núna, anzaði ég og kinkaði kolli. — Það datt mér í hug. Hún sparkaði af sér skónum, léttum og glæsilegum, svo dró hún fæturna að sér, þangað til hnén snertu hökuna, og boraði tánum niður . í sandinn. — Eigin- lega hefði ég gott af því að stinga mér núna, tautaði hún hugsandi. —- Eftir allan þennan hávaða og reykj arsvaslu. Það er heitt uppi i gildaskélanum. — Gerið það þá, sagði ég og barðist við að láta ekki gæta æsingar í rödd minni. Mig lantraði ógn til að sjá hana í sjónum, en kærði mig ekki u:n, að hún kæmist að því. — Ég hef engin baðföt með mér. Og ef ég fer upp eftir að sækja þau, hitti ég bara Viktor, og þá förum við að rífast aftur. Viktor, kærastinn minn, — hann varð fúll, af því að ég dansaði við annan. En ég meinti ekkert með því. Það var bara af því, að hann sat sjálf- ur og var að daðra við þessa ljóshærðu stúlku . . . Hver veit nema hann komi hingað niður eftir til að vitja um mig, bætti hún við hálfhlakkandi eftir litla þögn. — Nú kemur mér nokkuð í hug, sagði ég og þokaði mér nær henni. — Nú stekk ég út í og syndi langt frá, svo að þér getið róleg farið í sjóinn. Við verðum saman í baðinu, en með löngu millibili, svo að enginn geti látið sér koma til hugar að hneykslast á því. Ef Viktor kemur, hverf ég lengra út á við með hægð, til þess að hann taki ekki eftir mér. Ég syndi alveg hljóðlaust. Hún boraði tánum forvitnislega niður i sandinn og hryllti sig. — Ætti ég? . . . Jæja, allt í lagi . . . Hún hló dálítið skjálfrödduð. — Ég er víst hálfpartinn kennd. Ég slökkti á vindlingnum í sandinum. Vatnið var kalt og áfengt, þegar ég steypti mér út í. Ég synti alllangt frá landi hægum, löngum og hljóðlausum tök- um. Svo sneri ég mér við og tróð marvaðann. Hún hafði lagt af sér fötin og óð nú rólega út í sjó- inn, en geislar tunglsins glömpuðu á hana. Hún var líkust mjallhvitri myndastyttu, sem lifnað hefur við og læðist niður af stalli sínum. Þegar hún kom auga Fremh. á bls. 28.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.