Vikan


Vikan - 07.01.1960, Page 2

Vikan - 07.01.1960, Page 2
VIK A N Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Ásbjörn Magnússson F ramkvæmdast j óri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Prentun: Ililmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. FORSfÐAN. Nú er hlátur nývakinn nú er grátur tregur, nú er ég kátur nafni minn nú er ég mátulegur. ViS heilsum nýju ári og áratug meö þessum hressilegu öp- um. Vonandi, aö sem flestir veröi svona geögóöir á árinu, sem er aö byrja. Hvað verður af bókunum? Kæra Vika. Eitt er það, sem mig langar að biðja þig að koma á framfæri til athugunar. Undanfarin ár hefur megnið af öllum ut- komubókum ársins komið á markaðinn síðustu vikur fyrir jól. Nú er því þannig farið af skiljanlegum ástæðum, að þeir, sem eitthvað kaupa af bókum til að eiga, hinir svokölluðu bókamenn •— ég á ekki við bókasafnara — eiga örðugast með að kaupa þær um jólin og næstu mánuði eftir nýár eða á meðan verið er að jafna sig eftir jólaeyðsluna og skatt- greiðsluna og annað þessháttar. Það er fyrst jiegar fram á kemur, að þeir geta leyft sér þann luxus að kaupa eitthvað af bókum. En þá kemur bara þetta einkennilega í Ijós, að bækur, sem gefnar voru út fyrir einu eða tveimur árum og seldust alls ekki upp, jafnvel bækur, sem gefnar voru út fyrir siðustu jól og þannig er ústatt um, eru ekki á boðstólum í bókaverzlunum. Svarið er, að útgefandanum hafi verið sendur afgangurinn, það sé ekki nokkur leið að koma öllum þessum bókum fyrir í verzlunum, og svo framvegis. En kannski sé hægt að útvega bókina; kannski ekki, því útgefandinn sé kannski búinn að selja upplagið. Þetta er slæmt, þvi að margt þessara bóka eru eigulegar og góðar bækur, og svo fást þær ekki fyrr en löngu seinna, þegar einhver „forn- bóksali" telur tíma til kominn. Og hvernig stendur eiginlega á þeim kjánalega sið, að ekki má yfirleitt gefa i jólagjöf bók, nema hún hafi komið út einmitt um þau sömu jól, enda þótt margt ágætra bóka frá fyrri jólum hafi ekki selzt upp, en horfið af markaðinum, vegna liess að enginn vill kaupa bók frá fyrri jólum? Er ekki hægt að breyta þessu? Eða er bóksalan háð sömu lögmálum og kvenfatatízkan? Virðingarfyllst. Bókabéus. Þetta ef ólag mesta, satt er það. Þó hefur það orðið til hagræðis, að bóksalar hafa oft efnt til svokallaðra bókamarkaða að tindan- förnu, þar sem fengizt hafa eldri útgáfu- bækur. Ilitt væri þó mun þægilegra, að geta gengið inn i bókaverzlun, og fengið þar liverja þá bók, sem út hefur komið síðustu árin og ekki setzt upp. En vandi bókaverzl- ananna er líka auðskilinn á meðan bóka- útgáfa á ári hverju er jafn gífurleg og nú. Það er líka satt að það er hinn mesti kjána- skapur að miða val jólagjafabóka eingöngu við útgáfubœkur vikurnar fyrir jól, — að listaverkabókum og íslendingasagnaútgáfum ef til vill undanteknum. En svona er það — bóksalan virðist, því miður, háð svipuðu lögmáli og kvenfatatizkan, eins og bréfritari segir. Ef þú hefðir mink þér til aðstoðar ... Vika mín sæl. Mörg er mannraunin, það má nú segja. Ég bý hér i einu úthverfinu og hef búið þar um skeið í litlu einbýlishúsi, gömlu að vísu, en þó fer vel um mig ú allan liátt, — ef ekki væri fyrir liorngrýtis hanann. Svo er nefnilega mál með vexti, að kerling ein, leið og ljót, hefur komið sér upp hænsnaskúr ú blettinum, alveg utan við girðinguna á bak við hús mitt. Og hún á þann raddmesta hana í víðri veröld, RAFGEISLAHITUN H.F. EINHOLTI 2 - SIMAR 14284 - 18600 - 18601

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.