Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 8
Hann lenti í ýmsum brösum og ævintýrum, sem urðu honum dýr, en hann reyndi að klóra sig fram úr öllu, eins og bezt gckk hverju sinni. En foreldrar hans urðu fyrir ýmsum örðug- leikum hans vegna. Ungur hafði hann kvænzt skólasystur sinni, Nancy, og cignazt með henni þrjú börn, tvær telpur og einn dreng. „Grcifafrúin berfsetta" Ekki náði þó þessi góðsemi hans við kven- fólkið að eyðileggja hjónaband lians, ■— ekki heldur náin vinátta lians við Lönu Turner, Judy Garland, Marilyn Maxwell og Gloríu Vanderbilt. Heimsfræg kvikmyndastjarna lagði á sig þúsud milna flugferð til þess eins að geta verið ein með Frank Sinatra i nokkrar klukkustundir. Annarri kvikmyndastjörnu gaf hann gjafir fyrir um 100 þúsund dollara fyrir stutta samveru. En fjölskyldulíf hans var snurðulaust í aila staði engu að siður, — þangað til „greifafrúna berfættu“ bar þar að garði. Ava Gardner frá Norður-Karóíinu vakti ást hans svo að um munaði, og batt þar með endi á hjónaband hans. Þau áttu margt sam- eiginlegt, -—■ meðal annars unnu þau hæði æstu lifi og taumleysi i öllum háttum. Ava lét eitt sinn svo um mælt, að hún mundi ekki, ef hún væri karlmaður, leggia lag við konur eins og sig. En Frank unni henni hugástum, og svo varð það úr, að hann kvænt- ist henni 7. nóvember 1951. Með skilnaðinum og þessu nýja hjónabandi hófst stormasamasta timabil ævi Franks Sinatra. Hann stóð nú á hátindi frægðar sinn- ar; hann þurfti ekki nema rétt að sýna sig i kvikmynd, til þess að öruggt þætti, að hún gæfi stórgróða i aðra liönd, og léki hann aðal- hlutverkið, hlant hann milljónir dollara fyrir vikið. En hamingjan verður ckki keypt fyrir peningana. Þegar fyrir brúðkaupið hafði hann gert tilraun til sjálfsmorðs með þvi að taka inn allt of stóran skammt af svefnlyfjum. Og þegar hjónabandið hafði staðið í tvö ár, gerð- ist það, að Frank var fluttur i sjúkrahús i Ne\v York, allur klóraður í framan eftir negl- ur övu sinnar. Hann gat ekki verið samvistum við hana, og hann gat ekki lifað án hennar. Loks fór þó lijónabandið út um þúfur, og Frank kastaði hcnni út úr húsi sinu i Palm Springs árið 1952. Ava bjó siðan sitt á hvað i Mexikó og á Spáni og lýsti hvarvetna yfir þvi, að hún ynni Frank hugástum. Annað veifið voru þau líka að hugsa um að taka saman aftur, en ekkert varð samt úr því, og loks skildu þau að lögum. Hallar undan fæti — og aftur á uppleið. Éftir alla þá sviptibylji tilfinninganna, sem gcisað liöfðu liið innra með Frank i sambúð- inni við Övu, var hann ekki lengur ungur og glæsilegur ásýndum sem fyrr. Hann var orð- inn magur, söngrödd hans hafði glatað blæ- brigðum og innileik. Dró nú mjög úr sölunni á hljómplötum hans. Vinsældir hans voru þorrnar, og klerkar og kirkjudeildir hömuð- ust gcgn honum, en rikið krafði hann um gif- urlegar fjárhæðir, scm það kvað liann hafa vanrækt að gjalda i skatt. Frank cr ekki að leyna neinu i sambandi við þetta mótlætistimabil. — Ég hafði heppn- ina ekki lengur með mér, segir hann. — Allt hélt hröðum skrefum niður á við, og rödd minni hrakaði að sama skapi. Þctta kom meðal annars af þvi, að ég lét mig ekki framar neinu skipta, hvað ég söng eða hvernig ég söng það. Ég hugðist lifa á fyrri frægð minni, skrifa nafn mitt fyrir rithandarsafnara og sópa að mér peningum. En enginn er þess umkominn að sitja með hendur í skauti, enda þótt hann hafi áður haft heppnina með sér; það sólar sig enginn til Icngdar i fyrri frægð sinni. Það fékk ég líka að reyna, svo að um munaði. Oft heyrist talað um mcnn, sem hafi mikla hæfileika og séu liklegir lil mikilla afrcka, og Framliald á bls. 31. S M Á S A G A kosti ekki erfiðara fyrir það, að ég hef dálitla krafta í kögglum. Nú dró hann skammbyssuna upp úr vasanum. Ég fleygði vindlingsstubbnum og tróð hann vandlega undir fæti. — Hvað er það, sem þú vilt fá mig til að gera? Kenna þér á læsingu pen- ingaskápsins — eða hvað? Hann sló skammbyssuhlaupinu létt við buxnaskálmina. — Þú ferð hæversklega að þvi að væna mig um, að ég sé fábjáni. Nei, ég hef ekki beð'ð þig neinnar aðstoðar, strákling- ur. Um hvaða leyti kemur verzlunar- stjórinn hingað? — Svona um hálfátta. — Og hvenær er verzlunin opnuð? — Átta. Þá koma afgreiðslumenn- irnir. Hann tók sér sæti og leit á klukk- una. — Segðu mér nánar frá öllum starfsháttum hérna, stráklingur. Við höfum nægan tíma. Ég kveikti mér i nýjum vindlingi. — Búðinni er lokað klukkan níu að kvöldi, og þá fer ég að vinna hérna í vörugeymslunni. Fyrst tek ég vörurn- ar af bílnum og ber þær inn, og Þeg- ar billinn er farinn. fer ég að taka upp úr kössunum, stimpla verð:ð 5 vörurnar og raða þeim upp I hillurn- ar í búðinni. — Það hlýtur að kosta þig mikil heilabrot, mælti sláninn hæðnislega. — Þetta hNtur að gera þig bókstaf- lega ringlaðan i höfðinu! — Þetta er Það, sem mér er greitt kaupið fyrir. RÆNINGINN stf SS • H o> > cs '75 $ » Xil *-< *-c3 OJ .ph *© . a ■s g ► § » S • eH ^ s I p .5 •r-5 qj V & 3 4® i Í5 ft H g - fiJ G CQ s bo .p :0 C 40 I ^ 40 « -3 >• «4H bD ° I Xfl "S 40 cc .C cS S. <= O P -O ~a ÞAÐ var farið að líða á nóttina; klukkan var vist um fimm, þegar ég opnaði bakdyrnar til þess að hleypa inn hreinu lofti. Svo settist ég á kassa með niðursuðudósum og kveikti mér í vindlingi. Þá gerðist það, að langur og slána- legur náungi kom fram úr skuggum næturinnar úti fyrir og steig inn fyrir þröskuldinn Auðvitað hefði ég átt að reyna að gera honum skiljanlegt,, að hann ætti ekkert erindi inn fyrir þröskuldinn, en ég tók eftir því, að hann var með eitthvað i vasanum, sem ég kærði mig ekkert um, að hann færi að draga upo úr honum. svo ég taldi hyggi- legast að fara að öllu með gát. Hann lokaði dvrunum. læsti meira að segja. — sneri sér sfðan að mér og brosti gleitt. — Ég er búinn að biða siðan um eittleytið. sagði hann. Ég tók út úr mér vlndlin-j;!nn. — Hvert er erind'ð herra minn? Hann stakk hendinni ekki i vasann, en bað mundi ekki hafa tekið har>n nema brot úr andrá. ef i það hefði farið. — Hvað skvldi vera mikið i peningaskápnum þarna inni? spurði hann. — Það hef ég ekki hugm-ýid um. — Kannski svona allt að Því tiu þúsundir? — Ég bara veit það ekki. Peninga- mál verzlunarinnar koma mér ekki við. Hann virti mig gaumgæfilega fvrir sér. — Hvaða starf hefur bú eiginlega með höndum? — Ég vinn hérna í vörugeymslunni. Það er að segja yfir nóttina. Hann gretti sig. — Ekki virðist þnð dútl sómasamlegt starf fyrir slík- an bel.iaka, sem þú ert. — Það verður mér að minnsta Hann fikaði eitthvað við skamm- byssugikkinn. — Hefurðu lokið starfi þinu í nótt? spurði hann. — Nei. Ég tók mér bara andar- takshvíld til að kveikja mér i vindlingi, svaraði ég. — Ég á eftir að raða á eina hillu. Og svo á ég lika eftir að skipta um vörur í gluggan- um. HANN brá sér úr yfirhöfninni og tók af sér hattinn, — tók siðan hvítan slopp níður af snaga og fór i hann. Skammbyssunn! stakk hann aftur í vasa sinn. — Láttu mig, fyrir alla muni, ekki tefja þig við að vinna fyr- ir mat Þínum, sagði hann. Við gengum fram í verzlunina. — Mér heyrðist Þú segja, að Þú værir i þann veginn að ljúka nætur- starfinu. En hér er allt á rúi og strúi . . . — Þetta eru bara tómu pappa- kassarnir. svaraði ég. — Ég tek Þá svo, alla i einu, og ber þá fram í vörugeymsiuna, þegar ég er búi.in að raða á hillurnar. Svo gekk ég að fimmtu hillunni. — Það er þessi. sem ég á eftir að raða á. sagði ég. Síðan raðaði ég tölunum í gúmmístimplinum minum og tók að stimpla verðið á niðursuðudunkana. — Hvernig ferðu að þvi að muna verðíð á hverri tegund fyrir sig? spurði hann, þegar við höfðum unnið í svo sem stundarfjórðung. — Ég é aldrei i neinum erfiðleikum með það, svaraði ég. — Ég er ákaf- lega minnugur á tölur, einkum þeg- ar um verð eða peninga er að ræða. — Ég er nú vanastur að slumpa á þess hát.tar . . . Ég þóttist svo sem vita. hvað slán- inn ætti við, en lét Þó ekki neitt á neinu bera. Framhald á bls. 31. s VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.