Vikan


Vikan - 07.01.1960, Síða 14

Vikan - 07.01.1960, Síða 14
r#rrj tiiiinii iiiiiiitr iiiiii* II m m 2. vcrðlaun í smásagnakcppni THkunnar iiiii 'tiiiii s niiiii m Halló, halló. — Já, Það er Anna. Er það Beta? — Já, sæl, elskan. Já, þakka Þér innilega fyrir. — Ha? — Já, það var náttúrlega anzi erfitt, en svo svæfði .læknirinn mig síðast, og það var svo dásamlegt. — Já, hann er svo yndislegur, með gulllitað, hrokkið hár, svo mikið og fallegt, alveg eins og pabbi hans hafði, þegar hann var strákur. — Já, hann er bara alveg eins og Gunnar, ^mækkuð mynd af Gunnari. — Ha? — Já, alveg draumur. Já, hann ætlaði ekki að geta slitið sig frá vöggunni, ég varð barasta að reka hann á skrifstofuna. — Þungur? Já, þetta er nú enginn smáræðis-karlmaður. Gizkaðu bara á. — Sextán? Ónei, hann var nú hvorki meira né minna en nítján merkur. — Erfitt? Læt ég það allt vera. Lækn- irinn sagðist vera steinhissa á því, hvað það gengi vel, þar sem ég væri orðin svona fullorðin og hefði ekki átt barn fyrr. Ég Var nú eiginlega hálfmóðguð við hann að segja Þetta. Ég er nú ekki svo gömul, — finnst þér það? Bara 35. — Ha? Jú, það eru 10 ár siðan í haust. Við giftum okkur árið, sem þú varst í Kaupmannahöfn. — Já, maður var nú náttúr- lega að verða úrkula vonar um, að þetta tækist, en svo, þegar loksins varð úr því, þá varð árangurinn svona dásamlegur. — Þú hlærð, trúir þú mér ekki. Ja, mikið var! — Finnst þetta öllum? Ja, Gunnar bróðir þinn er ekki síður hrifinn af honum heldur en ég. — Geturðu trúað því? Já, hann er nú bara að springa i loft upp af monti. Heyrðu, elskan. Hvenær ætlar þú annars að koma í bæinn og lita á litla kút? — Á sunnudaginn. Já, góða, gerðu það. — Hvort ég segi nokkrar fréttir? Mér þykir nú, að ég hafi verið að segja fréttir. — Jú, ætli ég reyni ekki að fyrirgefa þér í þetta sinn. Ég er bara svo lukkuleg, Beta. Ég get barasta ekki hugsað né talað um annað. Á ég að segja þér nokkuð, þú mátt bara engum segja það. Það má nefnilega enginn vita það fyrr en á jólurn. Þá á að skíra hann. — Heita? Já, það er nú einmitt það, sem ég ætlaði að fara að segja þér. Hann á að heita Bragi. — Ha, nei, það er ekkert úr ættinni, okkur finnst það bara svo fallegt nafn. — Hvað? Tvö viðtalsbil? Jæja, elskan, þú kemur þá á sunnudaginn. Þá verð ég farin að klæða mig, — ég fæ að fara fram úr á morgun. Bless, elskan, og ég bið að heilsa kunn- ingjunum. Bless, og sjáumst á sunnudaginn. ---O----- Halló, miðstöð! Já, gefið mér Hól í Staðarsveit. — Já, það er um Birkihlið. Elísabetu Helgadóttur á Hóli. — Já, þetta er númer 97. Halló! Er það Beta? — Já, þetta er Anna. Sæl, elskan. — Þakka þér sömuleiðis. Já, það var indælt. Það er nú ekki svo oft, sem þú kemur. — Nei, það veit heilög hamingjan. Og þetta er í fyrsta skipti, sem þú kemur á afmælinu hans. — Frískur? Já, víst er hann frískur. Ja, hann var svo- lítið slæmur í maganum daginn eftir, hefur kannski borðað helzt til mikið af gotti. En hvað um það, maður er nú ekki nema einu sinni á ævinni sex ára. — Hvað ertu að segja? Sem betur fer. Hvað áttu við? — Já, elskan, auðvitað fær hann ekki svona mikið gott á hverjum degi. — Gjafir? Hvaða vitleysa, hann er alltaf með boltann frá þér, hann hefur svo gaman af honum. — Ódýr? — Æi, elskan, vertu nú ekki með Þessa vitleysu. Hverju heldurðu, að það skipti, hvort gjöfin er krónunni dýrari eða billegri, ef barnið hefur gaman af henni? — Jú, það getur nú vel verið, en þú veizt, að við þekkjum orðið svo marga hérna, og það er ekki hægt annað en leyfa barninu að bjóða leiksystkinum sínum. -— Já, en hvað getum við gert að því? Ef fólk vill gefa dýrar gjafir, þá er ekki hægt að banna því það! — Við? Hvað meinarðu? Ertu að skipta þér af því, hvað við gefum einkabarninu okkar? Nei, heyrðu nú, Beta! — Nú, hvað sagði hann? Já, það er rétt hjá honum. Flugvélin kostaði 280 krónur. Henni var útstillt i glugganum hjá Thomsen. Ilann hefur verið búinn að spyrja um verðið þar. Já, hann er svo skýr, blessaður. — Um hvað spurði hann þig? — Hvað boltinn hefði kostað! Ha, ha, ha. — Sagðirðu, að hann hefði kostað 11,50? En elskan mín, þú tekur þó ekki tii þess, hvað óvitinn segir. — Ekki svo mikill óviti, sex ára. Hvað heldurðu, að hann geri sér grein fyrir verðgildi peninganna? — Vissi um, hvað allar gjafirnar kostuðu. Nei, þetta eru nú ýkjur. Líttu nú á, Beta mín. Þetta er eina barnið okkar, og viö höfum vel efni á aö láta hann hafa Það gott. Og þú getur ekki ætlazt til, að við ölum hann upp eins og sveitarómaga. Ég skil ekki, hvers vegna þú ert svona beizk. Þú ert nú svo sem ekki neinn öreiga-vesalingur. — Sagði hann meira? — Hvort þú hefðir ekki timt að gefa sér annað en boltann? Nú, nú, drengurinn hefur nú munn- inn fyrir neðan nefið, en þetta er nú bara óvitaskapur. — Ja, ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá var ég hálfhissa. — Nei, nei, þú mátt ekki misskilja mig. Ég veit, að þú ert engin nánös. En þú máttir vita, að allir kunningjar okkar kæmu með dýrar gjafir, og börn eru alltaf börn. Beta, Beta, heyrirðu ekki? Halló! Hvað er þetta? Halló, miðstöð. Sambandið slitnaði. Var lagt á. Almáttugur minn! Hvað gengur annars að manneskjunni? ----O----- Halló, miðstöð. Gefið mér 105. Beta, halló, Anna hér. — Já, sæl og blessuð. Hvað segirðu þá? Maður sér þig bara aldrei. — Ojú, þú átt nú ekki svo annríkt, þú þarft ekki að segja mér neitt um það. Svei mér þá, maður sér þig sjaldnar, siðan þú fluttir í bæinn, heldur en meðan þú varst á Hóli. En þú um það! Ef þú ert of góð til þess að þekkja okkur, þá þú um það. — Láti ég ekki svona. Veiztu, að það eru nærri fimm vikur, síðan þú hefur litið inn? — Ferð litið út? Já, en fyrr má nú vera. Þetta er tíu mínútna gangur. — Á sunnudaginn? Láttu þá verða af því. En heyrðu, Beta. Komdu að kvöldinu, að minnsta kosti ekki fyrir fimm. Við ætlum að skreppa á bílnum út i Breiðuvík. Það á að verða þar knattspyrnukeppni milli strák- anna í Breiðuvík og hérna. — Nei, Bragi keppir ekki, — finnst Þér það ekki tíkarlegt? Þeir vildu ekki hafa hann í kappliðinu. og þó er hann svo agalega flinkur. En við ætlum nú að sýna þessum stráktyrðlum það, að hann Bragi getur skroppið út í Breiðuvík, þegar hann vill, og þarf ekkert að vera upp á þá kominn. — Já, hann kom skælandi heim i fyrra- dag og sagði, að Palli Jóns bakara vildi ekki hafa sig með í kappliðinu. — Já, hann er víst formaður félagsins. Já, það er svo merkilegt með sig þetta fólk og strákurinn svona andstyggilegur. Hann hefur alltaf haft horn í síðu Braga. Já, svo fór Gunnar nú barasta heim til stráksins til þess að spyrja, hvað þetta ætti eiginlega að þýða. Hvað heldurðu, að stráksi hafi sagt? Jú, hann sagði, að þeir yrðu að taka Þá beztu í kapp- liðið! Hefurðu nokkurn tíma heyrt annað eins? Og Bragi, sem er svo agalega flinkur, ábyggilega langbeztur af þeim. — Hvað, Þú segir ekkert? Ætli ég þekki ekki drenginn minn betur en flestir aðrir! — Ha? Hef ég ekki mikið vit á fótbolta? — Nú, þú tekur þá bara undir þetta! Þér

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.