Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 17
NÍJAR hárgrciðslur „Mig langar til að greiða hárið aftur fyrir eyrun“, sagði enski hárgreiðslu- meistarinn, og hér sjáið þið hvort honum hefur ekki tekizt vel. Þetta er mjög falleg greiðsla, og auðvelt að laga hár eftir henni. Á myndinni til vinstri er hár- ið klippt styttra allt í kring og látið brúsa í kring um höfuðið, en restin greidd aftur fyrir eyrun, eða rétta aðferðin er að bursta hárið niður að háls- inum, því það liggur þétt að honum. Á myndinni t. h. er hárið aftur á móti allt jafn sítt, og er sú greiðsla tilvalin fyrir síðhærðu kon- urnar sem ekki tíma að klippa sig. Þær fá þarna alveg nýja greiðslu án þess að skerða hárið. er börnunum nauðsyn Minnst einnar klst. ástriki dag hvern .. Ákjósanlegast væri, að móðirin gæti alltaf verið með barni sinu, gætt þess frá þvl fyrst á morgnana og þar til það sofnar að kvöldi og fylgzt þannig með öllu, sem það tekur sér fyrir hendur. í nútimaþjóðfélagi er svo langt á milli hugsjóna og stað- reynda. Þannig er um þetta atnði gagnvart börnunum, að þar stangast svo á hið ákjósanlega og hið nauðsynlega, að erfitt er að samræma það. Margar mæður eru neyddar til þess að vinna utan heimilisins til þess að halda fjárhagsástand- inu i horfinu. Jtielra vær, að liúsmóðirin gæti tekið vinnu heim og þvrfti ekki að vera burtu mestallan daginn. Ef unnt væri að koma þessu þannig fyrir, þyrfti barnið ekki að fara á barnaheimili eða til annarra ókunnugra, og sam- bandið milli móður og barns mundi ekki slitna, eins og það gerir óhjákvæmilega, eí móðirin vinnur utan heimilis. Annars er óþarft fyrir móðurina að hafa miklar áhyggjur af þessu og umfram allt ekki telja sér trú um, að barnið fari alveg á mis við það, sem er þvi mest virði, þ. e. a. s. móðurumhyggjuna. Kvöldstundirn- ar, eftir að komið er heim frá vinnu, nægja jafnvel kærleiksþörf barnsins, ef þær eru notaðar á réttan hátt og helgaðar barninu einu. Ef taka má mark á þvi, sem bandariskir læknar segja, þá er barninu nóg að fá kærleiksumiuönnun eina kist. dag hvern. Það liafa verið gerðar ótal tilraunir á banda-i _____ rískum barnaheimilum til sönnunar þessu ástrikisatriði, og allar ber þær að sama brunni. Á barnaheimili, þar sem allt fyrirkomulag var miðað við þessar tilraunir, var börnunum skipt i tvo flokka. Annar hópurinn fékk bezta mat, sem völ var á, öll hugsanleg leikföng, og svo voru þau klædd eins og prinsar og prinsessur. Hið eina, sem þeim var ekki látið í té, var ástríki og umönnun fullorðinnar mann- eskju. Við þessi skilyrði þrifust ^börnin svo illa, að liætta varð við tilraunirnar eftir tvo mánuði. Hinn hópurinn var meðhöndlaður þann- ig, að auk barnfóstranna fengu börnin nokkurs konar gervi- mömmu, en það var kona, seni tók hvert barn vissan tima á dag, gældi, lék og talaði við það. Börn- in i þessum hópi þrifust ólikt betur cn hin. Bezt þrifust þó börn úr fátækrahverfi nokkru, en þau voru einnig tekin til athugunar. Mæður þessara barna unnu yfirleitt úti og komu heim þreyttar að kvöldi. Mataræðið var upp og ofan, leikföng af skornum skammti, en þau höfðu það, sem mest var um vert fyrir þau: kærleiksrikar mæð- ur, sem sinntu þeim af öllu lijarta, hversu þreyttar sem þær voru. Þessi börn úr fátækrahverfinu stóðu hinum tilraunabörnunum miklu framar að andlegum þroska, og dugnaðl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.