Vikan


Vikan - 07.01.1960, Qupperneq 20

Vikan - 07.01.1960, Qupperneq 20
GOBILLOT YVETTE VIVIANE MAZETTI Hún lauk ekki við setninguna en hljóp inn i baðherbergið, og ég heyri hana kúgast. — Ég skammast mín, Lucien . . . tautaði hún milli hviðanna. — Eí þú vissir bara, hvað ég fyrirlít sjálfa mig. Að þú skulir geta þolað . . . Ég háttaði hana og kom henni i rúmið. Ég af- klæddi mig líka, og lagðist við hlið hennar. Tvisvar eða þrisvar tautaði hún eitthvað óskilj- anlegt upp úr svefninum. Það er mögulegt, að Mazetti sé að drekka sig fullan i einhverjum barnum, sem opinn er alla nóttina, eða kannske er hann á gangi einhvers staðar í borginni, til að róa taugarnar. Það er líka mögulegt, að hann taki upp á því, að njósna fyrir utan húsið í Ponthieu-stræti. Ef sagan, sem Yvette hefir sagt mér af þessu kvöldi, er ekki of ýkt, Þá mun hann ekki sleppa henni orðalaust, og ekki mun líða á löngu, þar til hann fer að reyna við hana aftur. Hefir hún annars sagt honum allt um fortíð sína, og hefir hún verið jafn heiðarleg við hann og hún var við mig? Það aftraði honum þó ekki frá að biðja hennar. Ég hlýt að hafa blundað, því að ég hrökk við þegar síminn hringdi, og flýtti mér inn I setu- stofuna, til að svara. Fyrsta, sem mér kom í hug, var að konan mín væri að hringja, eins og áður hafði borið við, þegar mikið lá við. Ég vissi ekki hvað klukkan var. Það var koldimmt i svefnherberginu, en ég sá fyrstu dagskímuna þrengja sér milli gluggatjaldanna í setustofunni. — Halló. Það kom ekkert svar, og ég endurtók: — Halló. Nú skildi ég. Hann var að hringja, og hefur Hún fylgdi mér fram á ganginn og kysstl mig, enn klæðaiaus, og hallaði sér yfir handriðið til að áminna mig: — Farðu varlega. Ég var ekki hræddur, þótt ég hrósi sjálfum mér ekki af líkamlegri hreysti og hafi óbeit á ofbeldi. Samt sem áður vildi ég gjarna losna við að hitta unga manninn viti sínu fjær af illsku. Sérstaklega þar se.n ég hef í rauninni ekkert á móti honum og á ekkert sökótt við hann — og þar sem ég skil sálarástand hans fullkomlega. Göturnar voru mannlausar, þegar ég gekk góð- an spöl til að ná í leigubil. — Til Quai d'Anjou. Enn var ég áhyggjufullur vegna Yvette. Ef ég þekki hana rétt, er hún ekki farin í rúmið, en heldur vörð við gluggann án þess að hafa hugs- un á því að fara í föt. Stundum er hún heilu dagar.a nakin heima hjá sér, jafnvel á sumrin, Þegar allir gluggar eru opnir. — Þú gerir það, af ásettu ráði, sagði ég einu sinni. — Hvað? — Að láta fólkið hinum megin við götuna sjá þig nakta. Hún horfði á mig eins og hún gerir, þegar ég á kollgátuna, og reynir að leyna brosinu. — Það er gaman, finnst Þér ekki? Myndi það verða skemmtilegt fyrir hana, ef Mazetti kæmi til hennar núna? Þó gæti ég bezt trúað því, að hún myndi hringja til hans að fyrra- bragði, ef hún vissi hvar hægt væri að ná í hann. Ég er hræddur um, að hún hringi á lögregluna, ef hún sér hann á götunni fyrir utan, bara til þess að fá tilbreytingu og gera málið dramatiskt. ekki búizt við mér þarna En hann skellti ekki á, þegar hann heyrði rödd mína f símanum, og ég heyri hann anda hinum megin á linunni. Þetta er sannarlega áhrifamikið, sérstaklega þar sem Yvette hefir vaknað, og er komin inn í setustof- una á eftir mér, allsnakin og náföl i hálfrökkr- inu, og starir á mig útglenntum augum. — Hver er það, spyr hún lágum rómi. Ég skelli á og svara: — Vitlaust númer. — Var þetta hann? — Ég hef ekki hugmynd um það. — Ég er viss um, að það hefur verið hann. Og úr því að hann veit að þú ert hér, kemur hann áreiðanlega. Kveiktu ljósið, Lucien. Það fer hrollur um hana, þegar hún sér dags- birtuna gegn um rifur á gluggatjöldunum. — Hvaðan skyldi hann hafa hringt. Kannske er hann hér i grenndinni. Ég viöurkenni, að mér er alls ekki rótt. Mlg langar ekkert til að heyra hann berja að dyrum í íbúðinni, vegna þess, að ef hann hefur verið að drekka, er hann vls til að gera uppistand. Ég þarf ekki að standa honum reikningsskil & neinu. Hann á ekki heimtingu á neinni útskýr- ingu frá mér. Það væri kjánalegt, ef við færum að ræða málið þrjú — andstyggilegt. — Þú ættir að fara. En ég vil ekki láta líta út eins og ég sé að flýja. — Vilt þú heldur vera ein? — Já. Ég finn alltaf einhverja leið. — Ætlar þú að hleypa honum inn? — Ég veit það ekki. Ég sé til. Klæddu þig. Og svo fær hún aðra hugmynd. — Hvernig væri að hringja á lögregluna? Ég klæddi mig, auðmýktur og vondur út i sjálf- an mig. Á meðan stóð hún við gluggann, ennþá allsnakin, og þrýsti andlitinu að rúðunni til að sjá betur út. — Ertu viss um, að þú vlljir heldur vera eln? — Já Flýttu þér. — Ég hringi til þln, þegar ég kem helm. — Ágætt. Ég verð hér 1 nllan dag. — Ég lit vlð hjð þér selnna. — AIU i lagi. FJýttu þér. Ég hringdi í hana, þegar ég kom inn i skrif- stofuna mina. — Þetta er Lucien. — Þú hefir komizt klakklaust heim? — Hefur hann komið? — Nei. — Varst þú ennþá við gluggann? — Já. — Farðu aftur í rúmið. — Heldur þú að hann komi? — Ég er viss um, að hann kemur ekki. Ég hringi til þín aftur. — Ég vona, að þú farir líka að sofa. — Já. — Fyrirgefðu mér hvað þetta var andstyggl- legt kvöld. Ég skammast mín fyrir að verða svona kennd, en ég gerði mér ekki ljóst, að ég drakk of mikið. — Farðu í rúmið. — Ætlar þú að segja konunni þinnl þetta? —• Ég veit það ekki. — Ekki segja henni að ég hafi ælt. Hún veit, að Viviane er kunnugt um samband okkar, og henni gremst það, þvl fyrir hennar augum vildi hún helzt ekki þurfa að auðmýkja sig. AJIt t einu spyr húxi mig um Viviane:

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.