Vikan - 07.01.1960, Side 21
vitni að tilgangslausari verknaöi. Ég hef aldrei
talað viö hann. Ég hef aðeins séð honum bregða
fyrir, og mér virtist hann vera alvarlegur, ungur
maður, sem lætur ekkert koma í veg fyrir fyrir-
ætlanir sínar.
Skilur hann, að þetta ástarævintýri hans með
Yvette stofnar allri þeirri framtíð, sem hann hefir
lagt drög að með hinum mestu erfiðleikum, i
voða? Ef hún hefur sagt honum allt, ef hann
þekkir hana eins og ég þekki hana — er hann
þá svo einfaldur, að halda, að hann muni ger-
breyta henni í einu vetfangi, með því að gera
hana að ungri læknisfrú?
Hann er í miðjum öldudal og hefur ekki gert
sér grein fyrir því, sem er að ske . Á morgun,
eða eftir nokkra daga, mun hann sjá skýrar, og
þá mun hann þakka sinum sæla fyrir að ég skuli
vera til.
Verst er þó, að ég er ekki viss um þetta. Hvers
— Er honum runnln reiðin?
— Já.
— Hefur hann beðið afsökunar?
— Já.
— Eru fyrirætlanir hans enn þær sömu?
— Ja, ...
Mazetti hlýtur að hafa þrifið af hennl slma-
tólið, því að skyndilega er skellt á.
Gamall kjáni.
FIMMTI KAFLI.
Laugardagur, 26. nóvember.
I tvær vikur hef ég ekki haft andartak aflögu
til að opna skýrsluna mína, og allan tímann hef
ég verið sannfærður um, að sú stund sé ekki langt
undan, að ég bókstaflega falli saman af ofreynslu,
og geti ekki tekið svo mikið sem eitt skref í við-
bót, eða sagt aukatekið orð. Þetta er i fyrsta
skipti, sem ég hef séð fyrir mér þann möguleika,
— Hefur hann kornið? — Nei. Fyrirgefðu mér, hvað þetta var andstyggilegt kvöld. — Farða
aftur í rúmið! — Ætlar þú að segja konunni þinni þetta? — Ég veit það ekki. — Ekki segja
henni, að ég hafi ælt!
vegna ætti hann að vera svo frábrugðinn mér?
Er hann of ungur til að skilja, til að finna það,
sem ég hef fundið?
Ég vil helzt trúa því. Ég hef leitað svo margra
skýringa á aðlöðun minni að Yvette Ég hef
fallið frá þeim, einni eftir annarri, tekið þær
fyrir aftur og blandað þeim saman, án þess að
komast að nokkurri fullnægjandi niðurstöðu, og
á þessari stundu finnst mér ég vera gamall kjáni.
Þegar ég kom niður í skrifstofuna rétt i þessu,
með tómt höfuð og sting í augnalokunum af
svefnleysi, leit ég á bækurnar, sem þekja vegg-
ina, og yppti öxlum.
Leit Andrieu á sjálfan sig með vorkunnsemi
um árið?
Ég er önnum kafinn við að gægjast út um
gluggann í leit að ungum ofurhuga, sem virðist
hafa hótað að krefja mig skýringa. Ég segi virð-
ist hafa, vegna Þess, að ég er ekki einu sinni
viss um, að þetta sé satt, og Yvette getur alveg
eins trúað mér fyrir því á morgun, að hún hafi
ýkt frásögnina mikið, ef hún þá ekki hreinlega
bjó til mikinn hluta Þess, sem hún sagði mér.
Ég get ekki áfellzt hana fyrir það, vegna þess,
að það verði mér -um megn að tala, en satt að
segja er ég þegar farinn að tala minna af þreytu.
Ég er ekki sá eini, sem virðist hafa séð fyrir
þetta væntanlega taugaáfall mitt. Ég les sama ótt-
ann úr svip þeirra, sem ég umgengst, og þeir eru
farnir að fylgjast nákvæmlega með mér, eins
og fárveikum sjúklingi. Hvað vita þeir við réttinn
um einkalíf mitt? Ég hef ekki hugmynd um það,
en ég finn einhvern aukinn þéttleika í sumum
handaböndum, og svo bæta þeir við: „ofreyndu
þig nú ekki “
Bjartsýnismaðurinn Pémal læknir leit á mig um
daginn, þegar hann var að mæla blóðþrýsting
minn í einkaherberginu mínu, vegna þess að skjól-
stæðmgur beið í skrifstofunni, og tveir í viðbót
á biðstofunni, og sagði:
— Ég býst við, að það sé þýðingarlaust, að biðja
þig um að taka þér hvíld?
— Það er ómögulegt i svipinn. Það er þitt að
sjá um, að ég haldi áfram að ganga.
Hann gaf mér einhvers konar vítamin í sprautu,
og síðan kemur hjúkrunarkona á hverjum morgni
með viðbótarsprautur. En Pémal hefir enga sér-
staka trú á þessu.
10. HLUTI
— Hvað segir þú henni annars? Allt, sem okk-
ur fer á milli?
Stundum, þegar hún spyr þessarar spurnlngar,
hefir hún bætt við og hlegið fjörlega:
— Meira segja það, sem ég er að gera við
þig núna?
Eg leit út um gluggann i skrifstofunni minnl,
eins og ég hef þegar skrifað. og sá engan fyrir
utan. Mazetti hefir sennilega farið heim til sin,
og er steinsofnaður núna.
Ég gekk hljóðlega upp stigann. Samt hálfopn-
aði konan mín augun, þegar ég var að gleypa
töflurnar mínar.
— Er eitthvað alvarlegt á ferðum?
— Nei. Farðu að sofa.
Hún getur ekki hafa verið vel vöknuð, því
að hún var steinsofnuð andartaki síðar. Ég revndi
líka að fara að sofa, en tókst ekki. Taugar minar
voru spenntar, og eru það reyndar enn. Ég þarf
ekki annað en lita á skriftina mina, til að sann-
færast um það. Kannski myndi rithandarsér-
fræðingur dæma það skrift geðveiks manns eða
drykkjusjúks.
1 nokkurn tima hef ég verið að búazt við ein-
hverju óþægilegu, en ég ímyndaðl mér aldrei neitt
svo óþægilegt eða niðurlægjandi og þaö, sem ég
hef lifað i nótt.
Ég lokaði augunum i hlýju rúminu og spurði
sjálfan mig, hvort Mazetti væri ekki vis til að
drepa mig. A lögmannsferli minum hef ég orðið
að þetta er eðli hennar, og öll eigum við þetta
til meira eða minna. Munurinn er bara sá, að
hún hefur til að bera alla gallana, allan veikleik-
ann Og ekki nóg með Það, heldur fellur henni
það vel. Fyrir hana er þetta skemmtilegur leikur,
sem gefur lifinu gildi.
Ég er ekki fær um að fara út í skilgreiningu
á sjálfum mér núna. Hvaða gagn væri líka að
því, að komast aS ástæðunni til þess, að svoma
er komið fyrir mér vegna hennar.
Ég er ekki einu sinni viss um, að það sé vegna
hennar. Ég hef aldrei verið neitt sérlega svart-
sýnn, og reyni að vera þaö ekki enn. Ég reyni
að dæma sjálfan mlg, á sama hátt og annað fólk,
með köldum, raunsæjum augum. Framar öllu
reyni ég að skilja. Þegar ég hóf þessa skýrslu,
fannst mér eins og ég væri að byrja að spila
við sjálfan mig.
En ég hef ekki hlegið til þessa. Og aldrei hef
ég verið fjarri Því að hlæja en einmitt núna.
—O—
Ég var að hringja til Yvette í annað skiptið,
og hún var nokkra stund að svara símanum. Ég
finn á rödd hennar, að eitthvað er breytt.
— Ert þú ein?
— Nei.
— EV hann hjá þér?
— Já.
Til þess að hún þurfi ekki að tala of mikið
fyrir framan hann, *pyr ég nákvæníra spurninga.
— Það kemur sá timi, að ekki er hægt að
strengja meira á gorminum.
Þannig eru einmitt tilfinningar mínar — eins
og gormur, sem er svo strengdur, að hann er
kominn að því að bresta. Ég get ekkert ráðið við
þetta, og það veldur mér stundum hugarangri.
Ég get varla sagt að ég sofi nokkurn tíma. Ég
hef ekki tima til þess. Ég þori tæplega að setj-
ast niður I hægindastól eftir mat, því að ég er
eins og sagt er um veika hesta, að þeir þori ekki
að leggjast niður af ótta við að geta ekki staðið
á fætur aftur.
Ég geri mitt ýtrasta til að standa í stykkinu
á öllum vígstöðvum, og ég læt ekki undir höfuð
leggjast að fara með Viviane í kokteilboð á frum-
sýningar, til kvöldverðar hjá Corinu, og allt ann-
að, sem ég veit að væri óþægilegt fyrir hana,
að fara eina slns liðs.
Hún er þakklát mér fyrir það, enda þótt hún
minnist ekki á það, en hún er áhyggjufull. Það
er eins og fyrirfram hafi verið skipulagt, að ég
hef aldrei haft eins mörg mál og einmitt nú, og
þau svo mikilsverð, að mér er ómögulegt að láta
nokkurn annan fara með þau.
Suður ameriski ambassadorinn kom tll dæmis
að finna mig á mánudaginn, eins og ákveðið hafði
verið. og enda þótt ég hafi ekki haft alrangt fyrir
mér um eðii bónar hans, hafði ég ekki getið mér
alls til. Þeir eru búnir að f* vnpnin. Það er faðir
Fnunhald á bls. 31.