Vikan


Vikan - 07.01.1960, Side 28

Vikan - 07.01.1960, Side 28
7 símtöl og I sendibréf Framhald af bls. 23. hlæja? — Varst að hósta? Það sjá svo sem allir, þetta er ein af þeim manneskjum, sem lifa af þvi að leggja snörur fyrir karlmenn. — Ha? Bragi enginn engill heldur? Heyrðu, Beta, hvað hefur drengurinn eiginlega gert þér? Hvernig stendur á því, að þú getur aldrei litið hann réttu auga? Ég þekki nú líklega drenginn minn betur en þú. En maður veit það svo sem, það eru margar freistingarnar í stórborginni, og götustelpurnar hafa úti öll spjót. — Veit ég, að Þetta er götustelpa? O, maður getur nú lagt saman tvo og tvo. Hvers vegna held- ur þú þá, að hún sverji upp á hann? Finnst þér kannski ekki agalegt að sverja svona nokkuð? — Ekki, ef ekki hefur verið um annan að ræða? Nú, hvað er þetta, manneskja, hvernig veizt þú, að ekki hafi verið um ann- an að ræða? — Nei, það stóð ekkert um það í bréfinu, en það má nú svo sem geta sér nærri. — Þvi þá það? Nú, eins og hún hafi ekki alveg eins getað verið með öðrum eins og hon- um Braga? Fyrst hún gat afvegaleitt hann, þá hefur hún sjálfsagt ekki verið í vandræðum með þá, sem ekki voru eins fastir fyrir og hann Bragi. — Hvað er þetta, þú ert bara alltaf hlæjandi? Finnst þér þetta svo hlægi- legt? — Grátlegt! O-jæja, það er nú kannski fullmikið sagt. Annað eins hefur nú skeð og að stúlka verði ólétt. Hann Gunnar, hann tekur þetta nú óþarflega nærri sér. Við TRAUST MERKI Heildsölubirgðif EGGERT KRIST3ANSSON & CO. H.F. Slmi 1 14 00 H01LAND vorum að ræða þetta mál i gærkvöld. Gunnar stakk nú upp á því að bjóða stúlkunni aö eiga barnið hjá okkur og taka það svo í fóstur. Gunnar segir, að við verðum hvort sem er að gefa með því. Það er nú náttúr- elga bara vitleysa, því að þegar hann Bragi er orðinn þekktur málari, þá .... Nú, þú ert bara alltaf hlæj- andi. Það er svo sem gott þú skemmt- ir þér. — Hvað, hósta? Það er naum- ast, þú ert kvefuð! ...... En svo erum við náttúrlega amma og afi barnsins, eða svo er manni sagt. Og ekki getur blessað barnið gert að því, þó að móðirin sé svona .... svona lauslætisdrós. — Hvað segirðu? Þarf tvö til. Veit ég það, en þú þekkir þær nú ekki mikið, þessar Kaupmanna- hafnardrósir. — Þekki ég þær ekki heldur. Þú ert bara farin að mæla þessum bredduskap bót! — Sé ég aldrei neina galla á Braga! O, jú, góða mín, enginn er alfullkominn, — en ég þori að ábyrgjast, að hann hef- ur ekki átt upptökin að þessu sam- bandi. Nei, svo vel þekki ég hann Braga minn. — Ha? Já. við erum að hugsa um að bjóða henni þetta, ef hún þá þiggur það. — Hvað segir Bragi sjálfur um þetta? Æi, hann er nú alltaf svo ónýtur að skrifa. bless- aður. — Ekkert bréf. Nei, það er nú orðið nokkuð síðan við fengum bréf frá honum. -- Æi, ég man þaö ekki. Ætli það séu ekki svona fimm, sex mánuðir. — Ekkert frétt frá honum siðan? Jú, við fáum alltaf skeyti frá honum, þegar hann vantar peninga. Já, það er skolli erfitt með þessar yfirfærslur. Jæja, nú er Gunnar kom- inn af skrifstofunni og nú má ég ekki vera að þessu snakki lengur. Vertu bless, elskan, og láttu nú sjá þig bráðlega. —O— Já, halló. Já, það er Anna Ert það þú, Beta? Hvað segirðu þá til? — Svona sitt af hverju. — Hvernig ég hef það? — Jú, þakka þér fyrir. — Já, það er rétt, — þau fóru á fimmtu- daginn. — Nei, þau koma ekki aftur. — Litli kútur? Nei, hún vili ekki skilja hann við sig. Líkaði mér ekki vel við hana? Jú, þetta var indæiis- stúlka, prúð og geðþekk. Ég held ég hefði getað fyrirgefið henni, hvernig hún fór með hann Braga minn. — Nei, hún vill aldrei minnast á hann. En miklum stakkaskiptum hlýtur manneskjan að hafa tekið. frá því að hún tældi hann Braga út i þetta. — Litli kútur líkur mér? Já. finnst þér ekki? Það segja ailir, að hann sé lifandi eftirmyndin mín. — Já, það veit guð, að ég sakna þeirra. — Heimþrá? O, ekki bar nú mikið á þvi. — Hvers vegna? Ja, ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá gat hann Bragi minn ekki hugsað sér, að þau væru á heimilinu, þegar hann kæmi heim. Finnst þér það nokkur furða? Hugsaðu þér bara, eftir það sem drengurinn var búinn að þola hennar vegna. — Hvað segirðu? Hún meira? Hún mátti nú teljast heppin að eiga þetta barn með honum Braga minum frekar en einhverjum ótindum rónanum. Það er nú svo sem nóg af þeim í henni Kaupmannahöfn. — Rak ég Þau? Ónei, ekki gerði ég það nú Ég bara sagði henni frá þvi, að hann Bragi vildi ekki koma heim, meðan þau væru á heimilinu. Þá sagði hún, að þá væri bezt, að þau færu. Og svo fóru þau á fimmtudag- inn áleiðis til Danmerkur. Eg verð að segja það alveg eins og það er, að ég sakna þeirra bara mikið. Og hann Gunnar, hann er bara eyðilagð- ur. Hann hafði svo mikið uppáhald á litla kút. Ég mátti beinlínis fara f hart við hann Gunnar. Hvað held- urðu, að hann hafi sagt? Það er al- veg agalegt. — Mér er fjandann sama, þó að strákskrattinn komi aldrei heim, sagði hann. Hugsaðu þér nú þetta! Ég varð að taka hann alvar- lega i gegn, áður en hann gaf sig. Svo kom blessaður drengurinn heim í fyrradag. — Ha, hvað segirðu? Heimsótti þig í gær? Jæja, í fyrsta sinn, síðan hann varð fullorðinn. En gaman! Fannst þér hann ekki mynd- arlegur? — Tókstu ekki sérstaklega eftir þvi? Hvar hefurðu augun, manneskja? — Pantaði kaffi hjá þér. Já, hann er vanur að ganga beint framan að hlutunum, drengurinn sá. — Gafst honum svo kaffi. — Nú, vildi endilega rjúka af stað, strax og hann var búinn að renna úr boll- anum. Já, það er kvikasilfur í rass- inum á honum, blessuðum. — Hvað segirðu? Voru horfnar fimm hundr- uð krónur úr veskinu þínu? Góða, hvar heldurðu, að þú hafir týnt Þeim? Voru í veskinu, áður en Bragl kom inn í stofuna? En hvernig ....? Heyrðu, Beta, þú ert þó líklega ekki að gefa í skyn, að Bragi .... ? Segir bara frá staðreyndum. Je minn góð- ur, Beta, þú ert þó ekki .... Þú heldur þó ekki, að Bragi hafi tekið peningana? Nei, nú er mér nóg boðið! Ég hef lengi vitað, að þú hefur horn í síðu aumingja drengsins, en aldrei hefði mig grunað, að þú værir svona innrætt! Að þetta skuli vera mágkona manns, þetta .... þetta .... — Finnst ekki rétt að þegja yfir því? Þú, þú, andstyggðar-nornin þín. — Hvað ég sagði? Andstyggðar-nornin þín! —O— Djúpafirði, 1. september 1959. Fröken Elisabet Helgadóttir. Hjálagt sendast þér kr. 500.00 — ekki þannig, að ég viðurkenni hina andstyggilegu aðdróttun þína i sím- anum í gær. Annaðhvort hefur þú týnt 500 krónunum eða þú, sem mér er nær að halda, segir þetta til Þess að koma drengnum i bölvun. Þú hef- ur alltaf hatað hann, guð má vita hvers vegna En fyrst þú ert i þessu aurahraki, þá gef ég þér þessar krón- ur, en gættu þess, að ef þú ferð að bera út einhverjar lygasögur um Braga, þá skaltu fá að standa við þær fyrir dómstólum. Verður þá ekki tekið neitt tillit til skyldleika eða tengda. Vona ég, að með þessu bréfi séum við skildar að skiptum fyrir fullt og allt. Anna Halldórsdóttir. Taugatrekkjandi úraviðgerðir Framih. af bls. 19. bræður hanga klukkur af fjölda- mörgum gerðum. Þar eru jrjauks- klukkur og klukkur með rósóltri postulínsumgerð. Þar eru vekj- araklukkur, stofuklukkur ýmiss konar og sandur af úrtim. Ef maður hlustar eftir þvf, þá heyrir maður margar og ólilcar tegundir af tifi; það rennur saman i lágt suð. — Þetta er vanþakklátt starf, segir Garðar. — Maður er þreytt- ur eftir daginn. Stundum sækir fólk ekki úrin, sem við höfum verið að gera við. Við seljum þau þá upp í viðgerðarkoslnaðinn eftir 0 mánnði, og það er venju- lega mjög auðvclt. En þvi er ekki að neita, að úrsmíðar gcta vcrið sæmilcgur bisnis, ef maður cr hcppinn með slað. if 28 yiKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.