Vikan


Vikan - 14.01.1960, Síða 3

Vikan - 14.01.1960, Síða 3
ERU KARLMENN FULLKOMNIR? SPYR EIN UPPRENNANDI KVENRÉTTINDAKONA. Útgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRI: Gísli Sigurðsson (ábm.) AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásbjörn Magnússon FRAMKVÆMDASTJ ÓRI: Hilmar A. Kristjánsson VerS í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Rlaðadreifing, Miklubraut 15, slmi 15017 Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. 1 OG SVO ER ÞAÐ ROKKIÐ . . . Kæra Vika. Við erum hérna nokkrir rokkóðir gæjar. En þar sem við eigum ekki lieima í Reykjavík, langar okkur til að biðja þig að komast eftir þvi fyrir okkur, hvort það er nokkur dans- skóli jjar, sem kennir rokk, eða hvort það er bara dansað svona eftir liöfðinu. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Rless. Rokkarar. Rokk mun ekki kennt i dansskólum bæj- jarins, að minnsta kosti ekki i þeim slil, sem þeir rokkóðu dansa það helzt. Hins veg- ar finnst mér persónulega, að rokkinu sé gert helzt til hátt undir höfði með þvi að álíta að það sé dansað eftir höfðinu — mundi mér þgkja sönnu nær, að enda þótt fullgrt sé, að eftir höfðinu dansi limirnir, að þá taki limirnir stjórnina af höfðinu þegar um rokk er að ræða. Bless . . . ganga verður frá blaðinu löngu fgrirfram getur alltaf farið svo að svarið dragist . . . Við höfum leitað okkur upplgsinga, varðandi fgrirspurn þina, og fengum það svar, að gfirleitt mundi gagnfræðaprófs eða lands- prófs verða krafizt, þótt góðar einkunn- ir í vissum námsgreintim við miðskóla- próf gætu gilt. Mun bregting á reglugerð skólans í vændum, og er að öllu legti ráð- legast að snúa sér beint til skólastjóra, varð- andi allar slikar upplgsingar. KLEPPSVEGUR OG STRÆTISVAGNAFERÐIR. Iíæra Vika. Ég á heima í háu prentarablokkinni við Kleppsveg, og það er út af fyrir sig vitanlega ekki i frásögur færandi. En strætisvagnasam- göngurnar i þvi hverfi eru sannarlega í frá- sögur færandi, og miklir snillingar hljóta þeir að vera, sem ráða þeim málum. Til þess að gera langt mál stutt — það er hægt að komast þaðan i bæinn á hálftíma fresti og þar með basta. Og annað enn merkilegra — þessar samgöngur hafa verið svona í áraraðir og það virðist engu máli skipta, að þarna er risið upp geipifjölmennt hverfi. Ein óánægð. Við höfum haldið uppi fgrirspurnum með- al fólks, í þessu hverfi og komizt að raun um, að þú hefur mikið til þins máls. Okkur skilst samkvæmt þeim upplgsingum, að þarna mætist þrir strætisvagnar, svo að segja á sömu mínútunni og siðan liði hálf- tími án þess nokkur strætisvagn sjáist, nema hraðferð, sem fer inn Langholtsveginn, og mun seinfarið með henni í bæinn. Þarna gæti skipulag þessara mál ef til vill verið betra, og er þessu hér með komið á fram- færi. ERU ENGAR KRÖFUR GERÐAR TIL EIGINMANNANNA? Kæra Vika. Ég kaupi alltaf Vikuna, og er yfirleitt mjög ánægð með hana. En það er eitt, sem er alveg óþolandi. Og það eru þættirnir, „Eruð þér góð eiginkona? eða með einhverri álíka fyrir- sögn. Með tuttugu spurningum til kvenfólks- ins, hvernig það eigi að betrumbæta sig. Hvers á lcvenfólkið að gjalda? Eigum við alltaf að vera að betrumbæta okkur? Eru engar kröfur gerð- ar til eiginmannanna, eða hins svokallaða „sterkara kyns“? Eru karlmenn alfullkomnir? Eða hvers vegna er aldrei þáttur með fyrir- sögninni: „Eruð þér góður eiginmaður“? Ein tilvonandi kvenréttindakona. Æ, hver skrambinnl Þarna hefur hin margumtlaaða hæverskuskglda gagnvart blessuðu kvenfólkinu leitt okkur út á heldur en ekki hálan ís. Þessi spurningaþáttur, sem ein tilvonandi kvenréttindakona Igsir eftir, kemur nefnilega áður en langt um lið- ur, verður kannski kominn á undan þessu svari, en við höguðum okkur nefnilega sam- kvæmt hinu alkunna hæverskuboðorði: „Konurnar fgrstl“ Og þess lætur sú tilvon- andi okkur nú gjalda, og verður eflaust nokkur vandi fgrir hið svokallaða „sterkara kgn“ að gera henni til hæfis, þegar hún er fgrir alvöru orðin kvenréttindakona. Sem svar við hinum spurningunum verður svo hinn langþráði þáttur að duga, þegar þar að kemur. Eggjakökm (ommelettur) verða léttari el þér notið Vi teskeið (sléttíulla) al ROYAL lyitiduiti á móti hverlu eggL Næst er þér steykið fisk blandið ROYAL lyitiduiti saman við raspið. Hið steykta verður betra og stökkara. Hæfilegt er að nota ‘'j tsk. (sléttiulla) af ROYAL lyftidufti á móti 30 gr. ai raspi. Kartöflustappan verður loftmeiri og betri ef 2 tsk. (sléttiuUar) ai ROYAL lyftiduíti eru hrærðar saman við meðalskammt Royal lyftiduít er heimsþekkt gæðavara sem reynslan hefur sýnt að ætíð má Marensbotnar og annað gert úr oggjahvitum og sykri verð- ur ííngerðara ef ROYAL lyfti- duft er notað. þannig: A móti 2 mtsk. (slétti.) ai sykri og einni eggjahvítu komi Vj tsk. (sléttL) td ROYAL lyitiduitL NOTIÐ Royal Auk þess að vera nauðsynlegt við bakstur, er ROYAL lyftiduft ágætt við aðra matar- gerð, t. d. við eftirfarandi: Cfósapcrur 1000 stunda fyrirliggjandi 13-22-40-60-82-109 wa. Nu stendur yfir tími heimboða og inniveru. Athugið því að byrgja heimilið upp af OREOL r af magnsper um. Sendum gegn póst- kröfu hvert i land sem er. MARS TRADING COMPANY H.F. Klapparstíg 20. — Sfmi 1-73-73.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.