Vikan


Vikan - 14.01.1960, Page 8

Vikan - 14.01.1960, Page 8
MAMMA, seglr drengurinn, og horfir ofan t gólfið, — ég týndi peningunum. — Hvað segirðu barn? Týndirðu hundrað króna seðlinum, spyr móðirin, og hættir snöggv- ast að stiga saumavélina. — Já, þegar ég ætlaði að fara að borga vðr- urnar, fann ég ekki peningana. Þeir hafa ein- hvernveginn slæðst upp úr vasa mínum. — Óttalegur klaufabárður geturðu verið drengur. Móðirin snýr sér aftur að vinnunni og um stund heyrist ekkert nema tilbreytingarlaust suðið i saumavélinni. Drengurinn stendur kyrr í sömu sporum, álútur og umkomulaus, í slitnum nankinsbuxum og köflóttri skyrtu, sem hann er að vaxa upp úr. Móðírin hættir andartak að sauma og drengurinn grípur tækifærið: — Mamma. get ég þá ekki farið með strák- unum? — Ha? — Get ég þá ekki farið í ferðalagið? — Nei, ég á enga peninga. Drengurinn segir ekkert, verður bara ennþá niðurlútari, fer allur inn í sjálfan sig, minnkar. Það liður góð stund, siðan lítur hann upp og horfir á móður sína, athugull og alvarlegur. Svona, nákvæmlega svona, er hún vön að sitja við vinnu sína, eilítið bogin í heröum, stundum með þreytusvip um munninn, en oftar þó með örlítið bros í augnakrókunum og jafnvel raulandi lagstúf. Núna raular hún ekki lagstúf og hún brosir heldur ekki. Það er ofur skiljanlegt, hundrað krónur eru miklir peningar fyrir mömmu, hún á alltaf svo litla peninga. Skyndiiega breytist svipurinn á andliti drengs- ins og roði hleypur fram í kinnarnar, því að nú man hann, að áðan, þegar hún fékk honum seð- ilinn, sá hann að hún átti einn ef ekki tvo hundr- að kalla eftir, og nú sagði hún, að hún ætti enga penlnga. Mamma hefir þá skrökvað að honum til þess að losna við að gefa honum meiri peninga! Þetta gat hún gert, og þó hafði hún svo marg- oft sagt, að það væri ljótt að skrökva. — Þá kem- ur svartur blettur á tunguna á þér, sagði hún, — og ljóti kallinn hlær af ánægju. 1 Drengurínn veit vel, að þetta með svarta blett- inn á tungunni og ljóta kallinn er bara plat, og sagt til að hræða litla heimska krakka. En hann er ekki lítill og heimskur heldur stór og sterk- ur. —------- Fólk átti annars ekki að vera að hirða það, sem aðrir týndu, láta það bara liggja, þangað til réttur eigandi kæmi sjálfur. Þá hefði bara seð- illinn legið samanbrotinn, þar sem hann datt, og hann getað farið aftur i búðina hans Björns og borgað eplin, kexið og súkkulaðið, sem hann æt.1- aði að hafa í nesti. Hann hefði svo komlð við hjá Binna, fengið honum peningana fyrir far- gjaldinu og sagt eins kæruleysislega og hann heyrði Lalla segja í gær: — Heyrðu Binni, hérna eru peningarnir fyrir farinu, Þú lætur mig vita, ef pabbi þinn heldur að það verði dýrara. Siðan hefði hann, ef til vill tekið upp súkkulaðipakk- ann og sagt: — Má bjóða Þér að smakka á, ég var að kaupa nestið. Binni mundi þá kannske bjóða honum af sínu nesti á morgun, þegar þeir væru lagðir af stað, og allir hinir strákarnir myndu sjá það. Drengurinn gleymir sér við þessar hugljúfu hugsanir, en hrekkur upp við það að móðirin segir: — Ég þarf ekki að spyrja, þú hefur auð- vitað strax snúið við og leitað. — Já, já, en Það varð ekki til neins, einhver var búin að finna hann. — Auðvitað, í þessu veðri hefur samanbrotinn seðillinn ekki fokið langt. — Nei. Þögn. — Þetta var Ijóta óhapplð, Gunni minn, og hún er ögn mildari í rómnum. Þessi saga hlaut 3. verölaun í smásagnasamkeppnl Vikunnar. Höfundur hennar Guðný Sigurðard. er Reykvíkingur, fædd 1915. Hún hefur fengizt við smá- sagnagerð síðan 1937, og hafa birzt eftir hana sögur í tímaritum og blöðum. Guðný er gift Þórði Bene- diktssyni lögregluþjóni, og eiga þau tvo drengi. Guðný fékk önnur verðlaun í smá- sagnakeppni Samvinnunar ÍHL r=ipr;í;niij: -vCííCC ■Iiprjt3o:iu PfJJC' Um.lirMUJlJr m ffial 1 .M Skyldi hún samt sem áður leyfa honum að fara? Já, hún hlýtur að gera það, hún veit hvað þetta er mikils virði fyrir hann. Hann er búinn að segja strákunum. að hann verði með, já, hún hevrði meira að segja sjálf, þegar hann var að tala við Binna í gær. Ekkert orð gat hafa farði fram hjá henni, það vissi hann fyrir víst. — Já, já, mamma er búin að segja að ég megi fara með, hafði hann sagt. — Gott, sagði Binni — Þetta verður nú sér- staklega gaman fyrir þlg, sem hefír ekki farið þe^sa leið áður, þú varst ekki með í fyrra, var það? Nei, hann var ekki með í fyrra, og ekki heldur árið þar á undan. l?n, núna a:tlaði hann að vera með. Hann vildi ekki framar standa og horfa á hina strákana leggia af stað i leit að æfin- týrum, né heldur hlusta á þá tala um alla skemmtilegu viðburðina eftir á, nú vildi hann sjálfur geta sagt: — já, strákar, munið þið, þeg- ar við, — — — Allt þetta vissi mamma. og samt tímdi hún ekki að gefa honum nokkrar krónur í viðbót. Ef hún vildi bara gefa honum peninga fyrir farinu. Hann skyldi glaður svelta allan daginn, hann þurfti ekkert nesti. Svo mundi hann vera svo duglegur að selja blöðin næstu daga, og borga henni allt aftur, seðilinn, sem hann týndi og meira til. Mamma er svo góð. Aldrei kaupir hún neitt fal- legt handa sjálfri sér, bara handa honum. Samt þykir mömmu gaman að vera í fallegum fötum, það veit hann mæta vel, og þegar hann verður stór ætlar hann að kaupa handa henni mikið af kjólum, kápum, helzt loðkápu, og marga skringi- lega hatta. , Hann gengur nokkur skref i áttina til móður sinnar og athugar vangasvip hennar, já, það er ekki um að villast, broslð 1 augnakrókunum sést greinilega. Honum eykst hugrekki við þessa upp- götvun. Hann færir sig enn nær og segir: — Mig langar svo mikið til að fara, ef þú vilt bara gefa mér íyrir fargjaldinu, þá er allt í lagi. Eg verð ekkert svangur, ef ég borða mikið af hafragraut áður en ég legg af stað. Þú getur verið alveg róleg, ég skal ekkert sníkja hjá hin- um strákunum eða þiggja þó þeir bjóði mér, ég segi bara að ég sé svo saddur, að ég hafi ekki lyst á neinu. Elsku mamma mín gerðu það fyrir mig að lofa mér að fara. Hann talar ýmist ákafur og æstur eða auð- mjúkur og biðjandi Móðirin grúfir sig enn dýpra yfir saumana og drengnum sýnist ekki betur en að brosið i augunum hverfi. Nú strýkur hún hárið frá enninu eða var hún að þurrka sér um augun? Drengurinn þagnar, hefur nú allt í einu ekkert meira að segja. Mamma segir heldur ekkert, depl- ar bara augunum óeðlilega ótt. Skyndilega beinist athygli drengsins að flugu, sem skríður á veggnum. Hún fer hratt eins og hún sé að flýta sér að settu marki. Hann ákveð- ur að gera hrossakaup við forsjónina og segir við sjálfan sig: — Ef ég verð búinn að telja upp að tíu áður en hún er komin að myndinni af henni ömmu fæ ég að fara, einn — tveir — þrír — fjórir — fimm — æ, þar flaug hún. Fljótiega kemur hún aftur og sezt á sjálfa myndina. Nú skriður hún eftir enninu á ömmu. Amma á heima fyrir norðan. Hann hefur aldrei séð hana, og hann veit ekki hvort hann langar nokkuð til að sjá hana. Jú, kannske, það væri dálítið spennandi að geta sagt eins og hinir strákarnir: — Ég er að fara til afa og ömmu, verð hjá þeim i sumar. En hann er í miklum vafa um, að hann kæri sig um að vera hjá þessari konu þarna á myndinni. Hún er svo feit og frek á svipinn, hún minnir hann á konuna, sem býr 1 fina húsinu

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.