Vikan - 14.01.1960, Side 13
— Iss, ég hlusta ekki á þetta píp. Haldiði, að ég nenni að fara
að telja fram til skatts? Mér er fjandann sama, hvað þeir leggja á
mig, þessir fírar. Ég hafði hvort sem cr engar tekjur, og það er
ekkert af mér að hafa. Segiði þessum gægjum, að mér sé sama, ef
ég fæ mitt brennivín, — hvað varðar mig um skatta og allt þetta
hafurtask---------
— Þótt ég persónulega sé inipóneraður af klassískri list gríska
tímabilsins, eru margir móderne listfræðingar, sem vilja meina, að
arkaísmi hinna frumstæðari menningarskeiða sé engu minna interes-
sant. Og víst er um það, að non-fígúratív túlkun yfirleitt er sýmpa-
tísk í mínum augum, og það er raunar impressjónismi, fútúrismi
og jafnvel dadaismi, ef menningarlegur bakgrunnur er rétt met-
inn--------
Háttvirtu kjósendur. Eins og ég tók skýrt og greinilega frant við
eldhúsdagsumræðurnar í gær, hefur Þjóðfylkingarflokkurinn aldrei
verið gegnherílandi, og það er stolt okkar Þjóðfylkingarmanna að
hafa aldrei verið það. Við teljum, að efnahagsmálunum verði ekki
borgið nema með her, já, miklum herílandi, og að rekstrargrund-
völlur útgerðarinnar verði ekki tryggður betur á annan hátt. Og
viðvíkjandi því, sem háttvirtur G5. landskjörinn sagði — — —
•— Það var nú öðruvísi í mínu ungdæmi, þegar ég var að alast upp
vestur í Djúpi. —• Þá voru unglingarnir nú teygðir á árinni. Það er
sem ég sjái, að eitthvað verði úr þessurn unglingum, sem hanga á
sjoppunum. Ja, svei. — í mfnu ungdæmi hafði fólkið varla til hnífs
og skeiðar og þótti gott. Þá dó varla nokkur maður, það ég man. Nú
hrynur fólkið niður úr eymd og volæði. Já, þvílíkir tímar. Allt á
leið til-------