Vikan


Vikan - 14.01.1960, Page 28

Vikan - 14.01.1960, Page 28
Til þess að vernda húð yðar pér að verja nokkrum minúfum ó hveriu kvöldi fil að snyrfa andlit yötv/c.' hendur með Nivea-kremi. n 3Ó hressir, sfyrkir og sléffir andlifshúðino og hendurnor 3rða mjúkar og follegar. Nivea-krem heflr inni oð halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. Þes vegna gengur það djúpt inn í húðina, og hefir óhrif longt inn fyrir yfirborð hörundsins. Þess vegno er Nivea- krem svo gotf fyrir húðina KC YTk TAPAÐ - FUNDIÐ Framhald af bls. 9. — Já, því segi ég þaö, heldur hún áfram, — maður er aldrei nógu varkár i vali sínu á leigj- endum. — Nei, það er satt. — Ég leigði yður af því að ég vorkenndi yður, ég vissi að yður leið ekki vel í bragganum. En þér megið trúa þvi, að margir hafa undrast það og jafnvel ávitað mig fyrir að hleypa yður inn S húsið. — Já, ég trúi því vel, er allt og sumt, sem móðirin segir. — Stúlkur eins og yður er trúandi til alls. — Já. Drengurinn sér, að nú er frú Ágústa ekki rauð hér og þar, heldur rauð um ailt andlitið og niður á háls og gulu lokkarnir eru á sifelldu iði, en mamma er aftur á móti mjög róleg. Hann er hreykinn af móður sinni, finnst hún standa sig vel. — Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, varð mér að orði, þegar mér var sagt frá árásinni á I.árus litla. Ég held það sé velgjörningur að losa umhverfið við fugla eins og Gunnar. Þessvegna segi ég yður upp húsnæðinu, og mér þætti vænt um, ef þér vilduð fara fyrr en seinna. — Jæja, þakka yður fyrir. — Þér segið bara jæja og þakkið fyrir, hafið þér ekkert annað að segja? — Nei, frú Ágústa, þér hafið kannske búist við því að ég krypi fyrir yður og bæði um miskunn. — Hafið þér þá ekkert fram að færa, yður og krakkanum til málsbóta? — Við þurfum engar málsbætur, því að við höfum ekkert til saka unnið. — Ekki það nei, þarna er ykkur lauslætisdrós- unum rétt lýst. Þykjast hvergi koma nálægt, vera saklausar, auðvitað, ha, ha, ha. — Frú Ágústa, segir nú móðirin, og Gunnar heyrir að hún er orðin reið, — ef þér hafið lokið erindi yðar, þætti mér vænt um að þér færuð. Gunnari litla bregður, þetta þorir mamma að segja, þó er frú Ágústu orðin i framan eins og rauð blaðra, sem hefur verið blásin of mikið út og hlýtur að springa þá og þegar. — Þér vogið yður að reka mig út? — Ég bið yður aðeins að fara og lofa mér að vera í friði. Mamma er víst ekki lengur reið, bara þreytt og leið. Kannske ætlar hún að fara að gráta. Það finnst honum ekki nema von. — Þetta eru þakkirnar, hreytir frú Ágústa út úr sér. — Frú Ágústa, segir mamma, — ég er ekki í neinni þakkarskuld við yður, ég hef alltaf borg- að mína húsaleigu, þér eigið ekkert hjá mér. — Þér standið bara upp í hárinu á mér, ekki nema það þó, þér — þér — sem hafið ekki einu sinni getað feðrað þennan krakka yðar, þeir hafa líklega verið nokkuð margir, sem komu þar til greina. Þér kunnið sannarlega ekki að skamm- ast yðar. — Nei, frú Áslaug, en það kunnið þér vafa- laust. Nú gengur frúin alveg að mömmu, hvessir augun á hana og lyftir upp hendinni. Drengur- inn þýtur upp og hrópar. — Mamma, varaðu Þig, hún ætlar að berja þig. Síðan hrindir hann frú Ágústu fram að dyrunum um leið og hann segir: — Láttu hana mömmu vera, hún hefur ekkert gert þér, farðu bara heim til þin. Og nú springur rauða blaðran. Frúin opnar munninn og lokar honum aftur, án þess að nokk- urt hljóð heyrist. Andartak horfir hún á móður og son gegnum háiflokuð augun, svo hvæsir hún út úr sér einu orði: — Hyski. Hún snýst á hæli, fer og skellir hurðinni svo harkalega á eftir sér að myndin af ömmu dettur á gólfið og glerið fer í þúsund mola. Svo er allt hljótt um stund, en síðan byrjar mamma að gráta. Hann reynir ekki að hugga hana, lofar henni bara að kreista sig eins fast og hún vill, þó hann sé allur aumur eftir slags- málin við Lalla. Hann veit ekki hversu lengi þau sitja svona fast upp við hvort annað, hún grát- andi, hann bítandi á jaxlinn, hugsandi upp alls konar leiðir til að hefna sín á frú Ágústu, móður Lalla, Lalla sjálfum, já öllum, sem eru vondir við mömmu. 1 rauninni hefur honum aldrei fund- ist hann vera tengdur mömmu jafn sterkum böndum og nú. Hún langar til að vernda hana, vera henni góður, svo góður, að það geri henni ekkert til þó allir aðrir komi illa fram við hana. Mamma á heldur engan að nema hann, og þvi má hann ekki bregðast henni. Nei, það má hann ekki. Smátt og smátt hættir mamma að gráta. Hún losar takið á drengnum, þurrkar sér um augun og segir: — Gunni minn, hversvegna fóruð þið Lalli að slást? Drengnum vefst tunga um tönn. — Ég varð vondur, ég reiddist við hann. — Ot af hverju? — Hann er andstyggilegur, hann sagði dálitiö, sem ég þoldi ekki. — Hvað sagði hann, Gunni minn? Segðu mér það. — Hann — hann sagði, að ég væri lausaleiks- krakki. — Jæja, sagði hann það? — Já, ég veit svo sem vel að ég er það, en ég kæri mig bara ekkert um að það sé verið að tala um það. — Sagði Lalli ekkert fleira? — Nei, nei. — Jú, hann sagði að þú værir voða kelling. Þögn. — Pabbi minn, er hann þá kannske ekki dá- inn, eins og þú sagðir mér einu sinni? — Ég veit það ekKÍ íyrir vist, ég held það, af því að hann hætti allt i einu að skrifa mér. — Nú já, segir drengurinn lágt, og horfir með athygli á tærnar á skónum sínum. — Gunni minn, pabbi þinn var mjög góður maður, og þú mátt aldrei hugsa neitt illt um liann. Ég ætlaði að segja þér allt um hann seinna, þegar þú stækkuðir og þroskaðist, en ég hefði átt að þekkja mennina betur. Enn er þögn, en svo dettur Gunnari nokkuð í hug: — Mamma, verð ég ekki að láta Björn kaup- mann vita, að ég get ekki tekið nestið. Hann lof- aði að geyma það fyrir mig, þvi að ég var svo viss um að finna aftur peningana. — Jú, góði, þú skalt hlaupa þangað, en vertu fljótur, mér loiðist þegar þú ert ekki heima. — Já, mamma, ég skal flýta mér, segir hann hress 1 bragði. Björn kaupmaður er einn í búðinni, þegar Gunnar kemur. — Ég, ég ætlaði bara að láta þig vita að ég get ekki tekið pakkann, sem ég bað þig að geyma, 28 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.