Vikan - 14.01.1960, Page 30
sildarfarmurinn í lestinni braut stíuskilboSin;;-- — Ef ekki versnar enn, ættum við að hafa
<>g seig út í annað borðið, og í stað þess aðíT*jþað af, sagði hann vongóður.
létta sig aftur á kjöl, hallaðist Brimi enn^j' — Svo bezt, að nokkrum komi til hugar
meir á hliðina, og þeir Sörin og Kristján ’ að leita okkar á þessum slóðum, svaraði
lunnu fyrir borð — í hafið.
Með herkjubrögðuin tókst Sörin að halda sér
á floti. Hann náði taki á planka, en vissi, að
þar var ekki nema um stundarhald að ræða.
Hann hafði rekið spöl frá flakinu, og þegar
hann svipaðist um, sá hann eitthvert dökkt
< g lágt rekald skammt undan, ------ það hlaut
í>ð vera björgunarflekinn. Hann náði að hon-
cm eftir nokkur sundtök og tókst að klöngrast
um borð i hann. Sem snöggvast varð honum
að minnast þess, hve Franz gamli hafði alltaf
fátið sér annt um þennan fleka og gætt þess
vandlega, að frá honum væri gengið eins og
vera bar. Nokkra stund lá Sörin endilangur
á flekagólfinu og liafði smeygt höndunum i
öryggislykkjurnar. Þetta var rammlega gerð-
ur farkostur, botninn tvöfalt lag diggurra
bjálka, hylkjum úr sterkum málmi komið fyr-
ir á milli þeirra og borðstokkarnir úr korki,
saumuðu innan í segldúk. Hann flaut vel, það
var víst um það.
Þegar Sörin liafði hvilzt i svip, varð hon-
mn hugsað til félaga sinna. Hann settist upp
(•g svipaðist um; Brimi var hvergi sjáanlegur.
Cn allt í einu kom hann hins vegar auga á
inann á sundi rétt við flekann. Það var
Kristján. Eftir nokkur sundtök var hann kom-
i'in svo nálægt, að Sörin gat náð lionum um
I orð. Hann kastaði upp sjó nokkrum sinn-
■ n, en náði sér brátt. Annarra af skipinu
> »rð ekki vart.
— Við höfum heppnina með okkur, varð
bórin að orði.
— Það ber ekki á öðru, svaraði Kristján,
án þess þó að nokkurs fagnaðar gætti i
rödd hans.
Sörin svipaðist lengi um, en kom ekki
í .iga á neitt nema hvitfexta sjóina.
Kristján.
Það var orða sannast. Enginn hafði hug-
mynd um, að þeir voru þarna staddir. Og það
var hvorki vatn né vistir um borð i flekan-
um.
Það varð myrkt af nótt.
— Ég held, að storminn sé að lægja, sagði
Sörin, fyrst og fremst til að segja eitthvað.
Kristján svaraði engu.
Um nóttina lygndi nokkuð og dró úr sjó-
ganginum.
— Hvernig líður þér? spurði Sörin Kristján,
jiegar dagaði. En Kristján svaraði ekki frem-
ur en fyrr, starði kynlega á Sörin og þagði.
Sörin tók af sér sjóliattinn, hálffyllti liann
sjó og svalg nokkra sopa. Ekki var það
bragðgóður drykkur, en svalaði þó sárasta
þorstanum í bili. Hann var máttvana og
hungraður, en lifsvonin jafnsterk og áður.
Hann rétti Kristjáni hattinn. — Fáðu þér
sopa, sagði hann. — Það er skárra en ekki.
Kristján reis skyndilega upp til hálfs, greip
i öxl Sörin og hratt honum harkalega frá sér.
Sörin náði þó jafnvæginu, stillti sig, fyllti sjó-
hattinn enn til hálfs og rétti að Kristjáni.
— Það eru margar síldarskútur hérna á mið-
urium, svo að það liður varla á löngu, áður
en einhver þeirra kemur i námunda við okk-
ur. Og þá ætla ég mér að vera á lífi, lags-
maður. Nú tek ég við stjórninni, og þú verð-
u r að sætta þig við að gera eins og ég segi
þér.
Að svo mæltu tók hann í hnakkadrambið á
Kristjáni og lét hann lúta að haltinum. Og svo
fór, að Kristján lilýddi honum og drakk.
— Þú verður að herða upp hugann,
Kristján, mælti Sörin enn. — Maður getur
lifað án matar, svo að dögum skiptir. Við
erum ungir, hraustir og ómeiddir. Við höfum
verið furðulega beppnir. Það er blátt áfram
skylda okkar að gera allt, sem í okkar valdi
stendur, til að hafa þelta af.
Kristján þagði, gerði aðeins að stara á hann
hatursaugum. Það var bersýnilega gagnslaust
að .eiga orðastað við hann.
Þegar á daginn leið, sótti svefn svo fast á
Sörin, að hann gat ekki með neinu móti
haldið augunum opnum. Hann blundaði, cn
rétt í svip, að honum fannst, •— hrökk upp
og glaðvaknaði við það, að Kristján stóð yfir
honum, laut að honum, og svipurinn á and-
iiti hans var þrunginn ólýsanlegu hatri.
— Fái ég ekki að njóta Þórdísar, skal ég
sjá svo um, að þú njótir hennar ekki heldur,
bvæsti hann. Það blikaði á bnif i reiddri
hendi hans.
Sörin hugsaði sig ekki um. Hann sló, snöggt
og fast. Hann fann til sársauka, þegar hnúar
lians snertu hnifseggina. Um leið skall hnefi
Kristjáns á kjálka hans. Þeir liöfðu oft tekizt
á, oft slegizt, en venjulega græskulitið, eins og
títt er um sterka og fjörmikla stráka. En að
þessu sinni var gamanið grárra. Sörin fór
ekki í neinar grafgötur um það, að nú var
um líf og dauða að‘ tefla. Og loks hafði liann
það af að brjóta Kristján á bak aftur. Hnif-
urinn féll úr hendi hans.
^örin blés mæðinni. Hann var að niðurlot-
um kominn eftir átökin. En ekki mátti
hann láta það á sig fá. Hann þreif hnifinn
og kastaði honum fyrir borð.
Nóttin var myrk og löng. Það var erfitt að
halda sér vakandi. En Sörin vissi, að undir
]jví var líf hans komið. Það leyndi sér ekki,
að Kristján var ekki lengur með réttu ráði.
Og enda þótt hann virtist enn sljór og mátt-
vana eftir átökin, þá var því ekki að treysta.
Það var annars einkennilegt, þetta ásig-
koinulag hans. Hann virtist ómeiddur með
10
V IK A N