Vikan


Vikan - 16.06.1960, Page 2

Vikan - 16.06.1960, Page 2
sem gera hverja yndislega konu yndislegri. Á síðat>tliðnum árum hefur Reykjavík tekið á sig stórborgar- svip, að vísu má kalla það „smá- stórborgarsvip“, rétt eins og há- hýsin á Langholtshryggnum verða því aðeins kölluð skýskafar að óvenjulega lágskýjað sé, en smá- borgarsvipurinn er að minnsta kosti ekki allsráðandi Iengur. Lóusöngur — og sólgleraugu Þetta hefur bæði sína kosti og ókosti. Svipskiptin rugla marga, svona fyrst í stað. Margir eru til dæmis hættir að rata um sína borg, „þetta er orðið svoddan flæmi“; bílaumferðin ætlar að æra þá, sem ekki eru fæddir með stórborgareyru, þ. e. a. s. hljóðhimnur, sem eru ónæmar fyrir vél- rænum skarkala, og þannig mætti lengi telja. Hvernig eiga stórborgarbúar, jafnvel aðeins smástórborgarbúar, að vita hvenær vorið er komið? Ykkur verður það kansnki á að brosa, en þetta er alvarlegra mál en þið kunnið að halda. Áður fyrr meir, á meðan Reykjavík var ekki nema smáborg, tilkynnti lóusöngurinn í Vatnsmýrinni íbúum hennar komu vorsins. Hver heyrir nú lágróma söng lóunnar alla leið ofan úr Smálönd- um í gegnum allt vélaskröltið og umferðargnýinn? Og hvað eiga þá ritvélaþrælarnir í miðbæn- um að hafa til marks um það, að loks hafi sá draumur ræzt, er þá dreymdi vetrarlangt? Jú — þegar ungu stúlkurnar og glæsilegu konurnar, sem lcggja leið sína um Austurstrætið, hafa sett upp sólgleraugun — þá hefur sá draumur óvefengjanlega ræzt, ÞÁ ER KOMIÐ VOR. Og þetta beinir hugsun manns að öðru — hafið þið veitt því athygli að sólgleraugun eru veiga- mikið atriði í „klæðnaði" kvenna, ef svo mætti að orði komast? Engin kona, hversu tízkuklædd sem hún kann annars að vera, er fyllilega í stfl við vorið nema hún beri sólgleraugu. Engin kona, hversu glæsilega sem hún kann annars að vera búin, er óað- finnanlega klædd nema sólgleraugun, sem hún ber, séu smekkleg og fari henni vel ... Vafalaust hafið þið veitt þessu athygli, ef ekki beinlínis þá óbeinlínis. „Vorboðinn ljúfi“, kvað Jónas, og átti þá við hina vængjuðu vorboða, sem áður fyrr meir til- kynntu okkur komu vorsins. Hver veit nema eitthvert skáldið eigi eftir að yrkja ódauðlegt kvæði um vorboða okkar nú — smekkleg sólgleraugu, sem gera hverja yndislega konu enn yndislegri, þegar hún flytur okkur fagnaðarboðskap sinn í Austurstræti — að draumurinn hafi ræzt, vorið sé óvefengjanlega komið ... 1 1 I I 0 Ekki 10 dagar heldur 3 vikur 0 Ein dýr mynd — eða tvœr ódýrar 0 Eru „vinnubúðir“ ósvinna? 0 Út á land með Karde- mommubæinn GETRAUNIRNAIt OG AUSTFIRÐINGAR. Kærá Vika. Ég er ykkur mjög þakldátur fyrir allt það skemmtilega efni, sem þið flytjið og þó sérstak- lega fyrir getraunirnar — en finnst ykkur ekki að tíu dagar séu helzt til stuttur frestur fyrir fólk, sem býr úti á landi? Blaðið með síðustu getrauninni, sem kom út þann 12. maí, fæ ég til dæmis ekki fyrr en þann 18. mai — og þá eru aðeins fjórir dagar til stefnu. Yfirleitt líða fjórir til átta dagar frá því Reykjavikurblöð koma út og þangað til þau berast okkur í Aust- firðingafjórðungi í hendur. Þetta er ekki gott, getur oft komið sér illa — eins og í sambandi við gctraunir og annað þessháttar. Austfirðingur. Já, vitanlega er það ekki gott, og satt að segja ótrúlegt, eins og samgöngur eru orðnar góðar hér á landi, að enn skuli vissir lands- hlutar vera svo „afskekktir“, að blöð úr Reykjavík séu fulla viku á leiðinni til viðtaka- enda þar. En hvað síðustu getraun „Vikunn- ar“ viðkemur. þeirri sem snerist um Kaup- mannarhafnarferðina og bréfritari mun eiga við, þá var fresturinn ekki tíu dagar, heldur þrjár vikur, og það ætti að nægja hvar sem er á landinu. „ÞETTA UM SJOPPUNA . . .“ Kæra Vika. Ég er ein af föstum áskrifendum þínum, og nú langar nug til að segja þér mína meiningu, varðandi það, sem sagt var um eina af skóla- sjoppunum hér i hæ. Mér finnst maðurinn, serm skrifar þetta um sjoppuna í 18. tbl., 15. maf 1660, ekki vera fyllilega sannsögull. Til dæmis segir hann að ein stúlkan sé með kornbarn á hnján- um og sé að kvcikja sér í sígarettu. Þetta er ekki satt; ég lief talað við stúlkuna og fleiri, sem muna þetta og sáu, og segja þeir að hún hafi verið að mála á sér varirnar — og finnst mér það þá ekki satt, að segja að hún hafi verið með sigarettu. Þarna er ekki gætt nægilegrar samvizkusemi í frásögn, og ég ætla að biðja þig að láta í ljós hvaða skoðun þú hefur á þessu. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Faðir. Það, sem fyrir neðan myndina stóð, var ekki skrifað af höfundi greinarinnar og ber hann því ekki neina ábyrgð á því. Fyrir til- viljun verður ekki annað séð á myndinni, en að viðkomandi stúlka sé að kveikja sér í sígarettu, en það mun þó rangt; stúlkan hefur sjálf komið að máli við „Vikuna“ og tjáð henni, að hún muni hafa verið að mála á sér varirnar, hún hafi aldrei reykt. Þarna er því um misskilning að ræða, sem að vísu á sér sýnilegar orsakir, en greinarhöfundur á ekki ncinn þátt í. DÝRT — EN VEL ÞESS VIRÐI. Kæra Vika. Mig langar til að minnast á Laugarasbió og kvikmyndina, sem þar er verið að sýna. Þetta er í senn bráðskemmtileg mynd, og sýningin óviðjafnanleg; það er áreiðanlegt að við höfum aldrei séð annað eins hér á iandi. Þessar nýju sýningarvélar gera sýninguna svo raunverulega, að manni finnst eiginlega ekki um kvikmynd að ræða og svo er hljómurinn dásamlegur. En aðgangseyririnn er lika meiri, en við eigum að venjast, þótt sýningin sé í sjálfu sér vel þeirra peninga virði, að minnsta kosti þegar um svona

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.