Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 10
Hver verður ÞaS var um hádegisbilið að við fórum niður í Regnboga i Bankastræti í þeim erindagjörðum að hafa tal af ungfrú Sigrúnu Ragnars, sem vinnur þar að af- greiðslustörfum. Iiún er ein af þcim, sem keppir um titilinn „Sumarstúlka Vikunn- ar 1960“ og þið sjáið hana á forsíðu blaðs- ins í allri sinni dýrð. Við höfðum þá ánægju að borða með ungfrúnni, og það kom í ljós, að hún er ekki háöldruð, veröur 18 ára i júlí næst- komandi. Hún fæddist hér i Reykjavik á stríösárunum, en foreldrar hennar fluttust síðar til Akureyrar og þar áttu þau heima i þrjú ár. Síðan lá leiðin aftur til Reykja- víkur og nú eiga þau heima á Ljósvalla- götunni — við þriðja ljósastaurinn. — Ertu kannski einbirni? — Ég á tvö systkini, eldri systur og yngri bróður. — Jæja, það var gott. Hefurðu kannski eitthvað verið í skólum? — Svolítið, -—■ ég var í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk víst prófi þaðan fyrir tveim vorum. — Saklaus og sextán ára, — og auðvitað farið að vinna fyrir þér. — Þá byrjaði ég hjá Mjólkursamsöl- unni; var í mjólkurbúðum við afgreiðslu. — Það hefur náttúrlega verið einn hryllingur. — Nei, nei, en ... — Tilbreytingarrikt og skemmtilegt, eða hvað? — Það er nú ómögúlegt að vera svo mikill hræsnari að segja það. Það var mjög tilbreytingarsnautt. — Og kerlingarnar stundum skapvond- ar á morgnana. — Já, en misjafnlega eins og aðrir. — En þú hefur bara sungið og leikið við hvern þinn fingur. Framhald á bls. 26. — Ég hef sérstakt yndi af blómum, segir Sigrún og hér er hún að vökva þau í stofunni heima hjá sér við Ljósvalla- götuna. — Ekkert alls ekki trúlofuö - segir Sigrún Ragnars sem er önnur í röðinni af fimm stúlkum, sem keppir um ofangreindan titil. Sigrún Ragnars ætlar að fara utan, þegar hún getur komið því við, og læra snyrtingu. Síðar ætlar hún ef til vill að leggja fyrir sig leiklist. / Sigrún vinnur afgreiðslu- l störf í snyrtivörudeild I Regnbogans í Bankastræti m og veit nákvæmlega hvar ■ nærandi andlitskrem og 1 augnabrúnaliturinn er í * hillunni. Revían á að byrja eftir hálftíma og ég á eftir að komast niður í Sjálfstæðis- hús. Svo hneppir hún káp- unni upp í háls, því það er víst kalt úti og það er óhollt fyrir söngvara að fá kuld- ann ofan í hálsinn. Það er sjaldan næði, segir Sigrún, en þá sjaldan það gefst, er gott að láta fara vel um sig og grípa í prjónana 10 VIK A í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.