Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 24
KVE'NNAGULLIÐ mikla hef ég o£t verið nefnd-
ur. Og mér líkar það hreint ekki svo illa.
Ég hef sjaldan eða aldrei hitt konu, unga
eða gamla, sem mér hefur ekki geðjast að. Já,
og meira segja verð ég að játa, að ég er alltaf
örlítið ástfanginn — það er liklega vegna hinnar
ítölsku skapgerðar minnar. Ég get bara ekki gert
að þessu.
Rossano Brazzi brosti sinu breiðasta brosi, þar
sem hann sat i þægilegum garðstól við sund-
laugina heima hjá sér í skrauthýsinu í Beverly
Hills. I hvítum sumarfötum, sólbrenndur og vöðva-
stæltur — og hið mikla svarta hár aðeins farið
að grána í vöngunum.
„Valentino hinn nýja“ hafa konur um allan
heim kallað hann — í þögulli tilbeiðslu. Og ame-
rískir auglýsendur hafa klínt á hann nöfnum eins
og: „Hin karlmannlega kynbomba" og fleira því
líkt. Á síðustu fimmtán árum hefur hann leikið
elskhuga í um eitt hundrað kvikmyndum og mörg
hundruð leikritum . ..
— En samt finnst mér elskhugi eitt af því
hlægilegasta sem menn geta hugsað sér. Brazzi
hristi höfuðið og baðaði út höndunum. Eins og
allir Italir talar hann með öllum likamanum.
— Kona sem elskar er yndisleg. En karlmaður
— það er bara hlægilegt. Það er „fésið“ á mér
sem hefur skipað mér í fremstu röð meðal elsk-
huganna. Nefið á mér, augun ...
— Hann andvarpaði. Á sviði hef ég bæði leik-
ið Hamlet og Othello með góðum árangri — þó
ég segi sjálfur frá — og ég vildi gjarnan fá einnig
einhver slík hlutverk til meðferðar, en það verð-
ur víst aldrei tekið til greina.
ROSSANO BRAZZI hafði í mörg ár leikið
hetjuhlutverk í sögulegum skrautkvikmynd-
um heima á Ítalíu áður en honum skaut upp
i Hollywood. En svo dvínaði áhuginn fyrir slik-
um kvikmyndum. Og þar sem enginn gat hugsað
sér Brazzi í venjulegum fötum á kvikmyndatjald-
inu, fékk hann hvergi atvinnu. Italskir kvik-
myndaframleiðendur þorðu ekki að eiga neitt við
hann — og álitið var að leikferill hans vseri þar
með á enda.
Árið 1949 fékk hann nú samt tilboð frá amer-
íska kvikmyndaframleiðandanum D. Selznick og
gerði við hann margra ára samning.
En sú för varð Brazzi sízt til frama — hann
fékk aðeins aukahlutverk í kvikmyndinni „Ungar
konur“, og lék Þar gamlan kennara — með gler-
augu og yfirskegg. Og hann gafst upp eftir stutt-
an tíma, sagði upp samningnum og hélt aftur
heim til Italíu. Þar reyndi hann að stofna sitt
eigið kvikmyndafélag, en það ævintýri endaði
með skelfingu. Hann varð gjaldþrota og varð að
selja allar eigur sinar. Og Þegar hann fékk annað
tilboð frá Hollywood, hafði hann ekki um neitt
að velja — þrátt fyrir hina fyrri reynslu sína af
kvikmyndaborginni varð hann að taka tilboðinu,
fara vestur og gera aðra tilraun.
m
Iþetta skipti fékk Brazzi hlutverk sem hæfðu
honum betur, t. d. í „Three coins in the
Fountaln“, „South Pacific“ og „Timbuktu
Ameríkanarnir litu á Brazzi allt öðrum augum
en tuyis eigin landsmenn — hiutverkin sem hánn
íékk lirðu betri og veigameiri og ameríska kven-
þjóðin tók Rossano Brazzi tveýn höndum, sem
nýjum „sjarma" á kvikmyndatjaldinu.
Það var ekki erfitt að koma auga á það. að
Brazzi kunni vel við sig í Hollywood. — Mesti
munurinn á þvi að vera orðmn þekktur er sá,
að nú þarf maður ekki að taka með þökkum við
hvaða hlutverki sem er hent í mann, heldur valið
og hafnað eftir eigin geðþótta — sagði hann og
dreypti á appelsinusafanum.
— Mér líkar ágætlega að vinna hér vestan hafs
og mér geðjast vel að lifnaðarháttum fólksins hér
í Hollywood, hélt hann áfram — og þeir eru alls
ekki eins og blöðin lýsa þeim yfirleitt: rógur, öf-
und, lauslæti og hálf geðveikir aumingjar, jafnvel
þó að dæmi séu til slíks. Eg man vel eftir því,
þegar vinirnir heima á ítalíu voru að kveðja mig
með alls konar góðum ráðleggingum og aðvör-
unum. Eg yrði nú að gæta min vel, svo ég yrði
ekki troðinn niður í svaðið og rægður í bak og
fyrir — það var eins og ég væri að leggja aí stað
inn i einhvern dimman og óþekktan frumskóg
... en ég hef sjaldan mætt eins mikilli vináttu,
virðingu og jafnaðargeði eins og hérna.
Rossano Brazzi í kvikmyndinni „Sagan
af Esther (Jostello", en þar leikur hann
á móti Joan Crawford.
„Nú þarf maður ekki að taka við hvaða
hlutverki sem er hent í mann, heldur val-
ið og hafnað eftir eigin geðþótta“.
VIKAN