Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 11
Myndirnar eru allar úr happdrættisíbúð DAS við Hátún. Húsgögnin eru frá verzl. Skeifunni. Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna hefur orðið stórveldi á fáum árum og býður mjög glæsilega vinninga. 1 hverjum mánuði er dregið um splunku- nýjar íbúðir og til þess að kynda undir áhuganum fyrir vinningnum, hefur DAS haft þessar íbúðir opnar fyrir almenn- ing i nokkurn tíma, áður en dregið er. Byggingafirmað Benedikt og Hörður hefur nær einvörðungu haft með hönd- um byggingu og frágang á happdrættis- íbúðum DAS. Þeir félagar hafa sjálfir ráðið innréttingum á þessum íbúðum, og er rétt að geta þess, vegna þess að þeim hefur oft tekizt vel, og mættu arkítektar vel við una að hafa unnið þau verk. Að þessu sinni er meiningin að gera að umtalsefni sýningaríbúð DAS á fyrstu b hæð í háhúsinu við Hátún. Þar var öllu “■meira til vandað en áður, — einkum Sivakti það athygli, að margar sýningar t‘"voru þar samtímis: húsgögn, heimilis- tæki, gólfteppi, ljósabúnaður, glugga- tjöld, eftirprentanir af málverkum og blóm. Þeir Benedikt og Hörður eiga heiður skilið fyrir innréttinguna, sem var smekkleg og hlýleg. Eldhúsið var að mestu hvítt, en glerhurðir fyrir skápum voru leiðinlega mikið útkrassaðar og hefði rólegt mynztur farið betur. Þar sem eldhúsið var mjög litlaust, hefði sennilega farið betur að hafa hurðirnar úr viði eða málaðar. Skilveggur milli eldhúss og stofu var mjög skemmti- legur. Hann var að mestu úr harðviði og rennihurðir, svo hægt er að hand- langa beint yfir á borðstofuborðið. Stof- an var hvítmáluð og blómakerið og vafða súlan voru til mikillar prýði, en hins vegar er gersamlega út í. hött að kalla þetta fjögra herbergja ibúð, þótt þessi súla standi metra frá veggnum. Hús- gögnin frá Skeifunni voru yfirleitt smekkleg og sérstaka athygli vöktu Framhald á bls. 26. Þeim er vandi á höndum Sýningar á íbúðum hafa mikið menningarlegt gildi ef vel tekst. 1 síðustu happdrættisíbúð DAS hef- ur árangurinn orðið hvað bezt- ur-- ÉÉM! w plfflllll ||p|g||||§|f§l fBMI . . ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.