Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 12
Sagan endurtekur sig Nei, gettu betur. Það er rétt að segja strax eins og er. Þetta er John F. Kennedy, hin mikla von Guðfræðinemi nokkur, sem átti eitthvað erfitt andlega, komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri hundur. Fyrir þrábeiðni vina sinna fór hann loks til sálfræð- mgs. — Hve lengi hafið þér haft það á tilfinningunni að þér séuð hundur? spurði sálfræðingurinn. — Síðan ég var hvolpur, svar- aði sálusorgarinn tilvonandi. Loksins eru.þau gift, eftir mik- ið þref, — ekki frá hennar hálfu, heldur föður brúðgumans. Hann heitir Charley Chaplin og var mót- fallinn þessu kvonfangi sonar síns. Chaplin gamli virðist hafa gleymt, hvernig tengdafaðir hans lét, þeg- ar hann var að ná í núverandi konu sína. En hún er dóttir leik- ritaskáldsins O'Neil, sem hótaði henni öllu illu, jafnvel að gera hana arflausa, ef hún giftist Chapiln. Ungu brúðhjónin heita Noelle Adam og Sydney Chaþlin, og gengu i það heilaga i New York. Svaramenn voru leikkonan Lauren Bacall og Adolph Green rithöfundur. Noelle er frönsk ballettdansmær og varð þekkt, eft- ir að hún dansaði í ballettinum hennar Francois Sagan. demokrata í næstu forseta- kosningum í Bandaríkjunum. Konan við hlið hans er auðvitað hans fagra frú. Þetta myndarlega par kæmi til með að sóma sér vel i Hvíta húsinu. Dragið andann rétt Flestir eru nú aldeilis. á því að þeir kunni að draga andann og meira að segja komi það allt af sjálfu sér. En læknarnir eru ekki alveg á sama máli, og þess vegna skulum við athuga þetta nánar. Fyrst er smá lexía í líffæraf; æði. Lungnapipurnar skiptast hver fyrir sig niður í um 25 milljónir smá- greina, % mm á þykkt. Þessar fín- gerðu greinar skiptast niður í 12— 20 greinar, sem enda í iungna- blöðrunni. 1 lungunum eru sam- tals 400 milljónir af lungnablöðr- um, er hafa sameiginlegt yfirborð 50-100 fermetrum. Við venjulega öndun, andar maður að sér %lítra Hvernig er þetta eiginlega með matinn, hann ætti að vera tilbúinn fyrir löngu. Ég er orðinn glorsoltinn. Það er bezt að fara upp á eldavélina og athuga hverju þetta gegnir. Mikil öndvegisverkfæri er þessi rjómaþeytari. Ég veit ekki, hvernig ég hefði komizt af án hans. af lofti. Daglega andar maðúr áð sér og frá 10—20 þúsund lítrtim af lofti. Með sérstakri æfingu, eins og t. d. íþróttamenn fá, er hægt að komast upp í 5% lítra af lofti í einni öndun! Undir venjulegum kringumstæð- um anda menn 16 sinnum á minútu, og það gerir víst 960 sinn- um á klst. Andardrátturin er ó- sjálfráður og þess vegna gerir fólk sér yfirleitt enga rellu út af hon- um, lætur það bara ráðast hvernig hann fer fram. Þetta er rangt, því að fólk getur sjálft haft mikil áhrif á öndunina. Benda má á, hve rétt öndun er mikið atriði fyrir íþróttamenn og söngvara. Eitt allra einfaldasta atriði í sambandi við rétta öndun er það að halda herðablöðúnum svo þétt saman sem unnt er. Þetta skiptir miklu máli fyrir fólk, sem situr kyrrt við vinnu sina og hefur litla hreyf- ingu. Svo er annað mjög einfalt ráð í sambandi við það aö lyfta þungum hlutum. Það er þannig, að anda mjög djúpt að sér og halda andanum niðri í sér meðan hlutn- um er lyft. Þá skeður kraftaverkið að hluturinn virðist miklu léttari. Þetta er glöggt dæmi um, hve rétt öndun er mikilvægt atriði. í ÞJÓNUSTU VIÐSKIPTA- ÁRÓÐURSINS. „Sálarfræðin er örlagaþrungn- asta vísindagrein 20. aldar.“ Þessi orð Murphy‘s, eins fræg- asta sálfræðings Bandaríkj- anna, sannast á margan veg. Sálarfræði nútímans leyfir okk- ur aö skyggnast djúpt inn í manneðlið; hún lýkur upp fyrir okkur leyndum og dimmum af- kimum sálarlifsins og gerir okkur fært að sjá fyrir ýmsar ákvarðanir einstaklingsins, sem hann sjálfan rennir ekki grun 1. Allt frá því að sálfræðingar uppgötvuðu dulvitundina og þýðingu hennar, hafa þeir beitt þessari þekkingu sinni við lækningar. Sú þekking á sál- rænu misræmi og taugaveikl- un, sem rannsókn sálfræðings leiddi í ljós, var þá trúnaðar- mál hans og sjúklingsins. Það er algild regla sálfræðinga að ganga aldrei lengra í rannsókn sinni en sjúklingurinn krefst og nota fengna þekkingu ein- göngu í þágu sjúklingsins. Vegna hinna stórfelldu lækn- ingarmöguleika hafa sálfræð- ingar lagt gífurlega áherzlu á rannsókn hinna dulvituðu þátta manneðlisins. En með þessari sömu aðferð er hægt að geta sér til um viðbrögð einstaklingsins við ákveðnar ytri aðstæður og veita við- skiptaáróðrinum þannig mikil- væga vísbendingu. 1 þennan farveg rann aug- lýsingastraumurinn óðfluga, og auvitað fyrst i landi hins skefjalausa viðskiptaáróðurs, Bandaríkjunum. Dulvitundar- sérfræðingar gengu í þjónustu viðskiptaáróðursins og ollu þar gagngerri byltingu. 1 fyrsta lagi uppgötvuðu þeir viðkvæma eðlisþætti, sem auglýsingin má ekki snerta við. Hún vekur þá óþægilegar hugmyndir og gagn- rýni. 1 öðru lagi fundu þeir bældar og dulvitaðar þrár og óskir, sem áróðurinn gæti full- nægt með lokkandi munaði. Og Barna- gaman SkólabræSur Sörens nefndu hann Sören teprulega eða Sören líf- hrædda. Ilann var ætíð hræddur um að hann veiktist eða yrði fyr- ir slysi. Það var því óheppilegt að það skyldi koma fyrir þennan sí- hrædda dreng að gleypa flugu. Þetta gerðist að morgni dags. Sören þurfti að flýta sér til þess að koma nógu snemma i skólann. Hann hvolfdi því í sig kakóinu. Það hafði verið sjóðandi heitt svo hann hellti þvi á undirskálina til þess að kæla það. Sören fann skyndilega að eitt- hvað kom upp i hann með kakó- inu. Hann missti það niður í sig áður en hann gat vitað hvað það var. Sören sagði við mömmu sina: 12 VIK A N jbr. Tflattkúu Jc onaiáon. - örlagaþrungnasta visindagrein 20. aldar - á krossgötum loks ísmeygilega sefjandi áróðurs- aðferðir, sem vekja hjá neytandanum áður óþekktar þarfir og langanir. I sínum stórfenglegasta ham stefn- ir viðskiptaáróðurinn að eins konar múgsefjun. Þannig skapar hann mark- aði og tryggir sölu. Mannshugsjón hans er neytandinn, sem þráir að eignast „nýjasta model“ af öllu því, sem framleitt er, frá svalardrykk og vindlingi til ísskáps og bifreiðar. Að öðru leyti skipta örlög mannsins við- skiptaáróðurinn engu. Sálarfræðin er því gengin tvíbentum öflum á hönd. DULVITAÐAR ÞRÁR. Hin svokallaða djúpsálarfræði upp- götvar duldar þrár, sem af ýmsum ástæðum mega ekki birtast í sinni eiginlegu mynd, en geta 4 annarlegu formi ráðið miklu um hegðun og við- brögð mannsins. Dulvitund hins sið- menntaða manns er þrungin slikum duldum. Að þeim beinist hinn hnit- miðaði viðskiptaáróður. Vandi hans er sá að leysa hömlur, sem hefta og bæla þrá mannsins eftir skefjalausri lífsnautn. „Vér stöndum frammi fyrir því vandamáli að róa samvizku hins venjulega ameríkana, jafnvel þó að hann haldi fram hjá konu sinni, lifi i óhófsmunaði og um efni fram. ... Að veita neytandanum leyfi til þess að njóta óhindrað allra lifsins gæða, að færa honum heim sanninn um rétt hans til Þess að hlaða í kringum sig munaði og þægindum, sem veita hon- um yndi og gera líf hans fjölbreyti- legra, — þetta er meginviðfangsefni hvers konar auglýsinga- og söluáætl- ana.“ Og á öðrum stað: „Eitt meginvið- fangsefni auglýsenda viðvikjandi þess- ari andstæðu milli nautnafíknar og sektarvitundar er ekki það, að selja vöruna, heldur að veita siðferðilega fullgilt leyfi til að njóta alls munaðar án sektarmeðvitundar." Höfundur þessara orða, dr. Ernest Dichter, Vínarbúi, síðfluttur til Bandaríkjanna, en orðinn þar einn helzti forvígismaður áróðurssálar- fræðinnar, veitir beinar söluleiðbein- ingar í samræmi við þau. „Reynið ekki að selja konu skó — af þeim á hún meira en nóg — seljið henni fallegan fót.“ Vindlingurinn er hið sigilda dæmi um þá togstreitu milli nautnaþrár og sektarvitundar, sem dr. Dichter talar um. Reykingamenn kalla vindlinginn oft í hálfkæringi líkkistunagla. Vindl- ingaframleiðendur áttu því við marga örðugleika að etja, þegar uppljóstrun lækna um krabbameinshættu af reyk- ingum bættist við. I örvæntingu sinni leituðu þeir margra úrræða, m. a. að auglýsa munnstykki, sem átti að gera vindlinginn óskaðlegan. Á þessu voru þeir sérstöku erfiðleikar í Bandaríkj- unum, að munnstykki tíðkuðust að- eins hjá konum, en einn hinna fáu karlmanna, sem vitna mátti til um notkun þess, var Roosevelt forseti, grunlaust fólk, en út úr þvi lesa þeir lamaður maður og ekki sérlega vin- dulvituð rök fyrir viðbrögðum fjöld- sæll hjá velmegandi fólki. Tilraunin, ans og haga auglýsingaáróðrinum í að fá karlmenn til að trúa því, að samræmi við þau. vindlingurinn yröi síður skaðlegur, ef Þannig rekst áróðurinn fyrir sí- þeir reyktu hann á kvennavísu, mis- auknum heimilisþægindum á þá elju- tókst algerlega. Vindlingasalan hrað- semi og sjálfsvirðingu, sem góðri hús- minnkaði. Það horfði til vandræða. móður er í blóð runnin. Henni getur Þá gripu áróðurssálfræðingarnir fundizt sem öll þessi þægindi geri inn í. Munnstykki af nýrri gerð voru hana sjálfa óþaría. Snotrir pakkar framleidd og urðu í augum karl- með fullblönduðu efni í ljúffengar mannsins tákn um karlmannlega orku kökur seldust illa, meðan húsmæður hans og sjálfstraust. Þar með var at- voru varaðar við að bæta þar nokkru hyglin leidd frá krabbameinshætt- við nema vatni. Slík kaka væri alls unni. Ef þú vilt sýna ró, öryggi, karl- ekki þeirra verk, fannst þeim. Þess- mennsku og sjálfstraust, þá reyktu ari óánægjutilfinningu varð að eyða vindling i grófu, dökku munnstykki. með þvi að veita konunni sýndarhlut- Nákvæmlega samkvæmt forskrift dr. verk í bakstrinum. Henni var leyft Dichters, að selja fallegan fót, sem að hræra eggin í og látið svo sem alltaf er vel þeginn, í staðinn fyrir kakan gæti aðeins heppnazt undir óþarfan skó, sem kann að vekja hennar húsmóðurlegu hendi. Og pakk- eyðslusamri konu sektartilfinningu. arnir flugu út. Hér er sálarfræðin gengin í þjón- RÖKKURSEFJUN. ustu annarlegra afla. Hinn læknandi Viðskiptaáróðurinn getur strandað sálfræðingur rýnir djúpt inn í dulvit- á sálrænu viðnámi neytenda. Ef hann und mannsins, en eingöngu í þágu getur ekki rýmt því úr vegi, reynir sjúklings síns. Auglýsingasálfræðing- hann að smjúga fram hjá því inn í urinn aftur á móti beitir þekkingu dulvitund einstaklingsins, að honum sinni tli þess að vekja hjá milljónun- sjálfum óvörum og óvitandi. Hann er um ákveðna sameiginlega þörf og stöðugt að vekja upp nýjar þarfir, veita henni fullnægju, sem stríðir á freista til nýrra kaupa og þarf því margan hátt gegn heilbrigðu eðli jafnan að vera fundvís á hinn snögga þeirra. blett á neytandanum. Leitin að hin- um snögga bletti, sem áróðursvopnin (Dæmi og tilvitnanir eru tekin úr muni bita, gerist í hversdagslegum hinni athyglisverðu bók Vane Pack- viðtölum sérþjálfaðra sálfræðinga við ards: The Hidden Persuaders). pt| r I maganum „Það var eitthvað i kakóinu." „Jæja,“ mælti móðir hans. „Þú hefur ef til vill tekið undirskálina, sem ég l^st flu^ma á?“ ,jívaða flugu?“ spurði §ören. „Hún var i mjólkinni. Ég tók fluguna og lét hana á undirskál. En svo gleymdi ég henni.“ „Var flugan lifandi?" spurði drengurinn. „Já, hún var lifandi," svaraði móðir hans. „Sören bliknaði. En það var orð- ið svo framorðið, að hann varð að fara þegar í stað til þess að koma ekki of seint í skólann. Hann liljóp alla leiðina. Það yar ekki fyrr en í kennslu- hléinu, að lokinni fyrstu kennslu- stund, að Sören fékk tíma til þess að hugsa um það, sem gerzt hafði. Hann hafði gleypt lifandi flugul Hann náfölnaði. Einn af skólabræðrum hans, Hinrik að nafni, veitti þvi athygli og spurði i meðaumkunarrómi, hvað að honum gengi. „Ég hef gleypt lifandi flugu,“ sagði Sören aumingjalega. Faðir Hinriks var læknir, og hafði Hinrik i hyggju að feta i fótspor föður síns. Þarna fékk hann tækifæri til þess að fást við lækningar! Hpnn mælti: Gleypt- irðu flugu? íað er mjög hættu- legt. Flugur eru löðrandi i sótt- kveikjum. Geturðu ekki fengið fluguna upp úr þér? Þú þyrftir að selja upp. Það er nauðsynlegt. Seldu flugunni upp.“ „Ég get það ekki,“ svaraði Sören. Honum leið mjög illa. Hann var hræddur. „Flugan er niðri i mag- anum á mér. Hún kitlár mig.“ Hinrik þreifaði á maga Sörens. Hann ræskti sig og setti upp lækn- issvip. Hann mælti: „Flugan er komin í „centrum“ af sólar-,,plex- us“. Hún flýgur um i maganum á þér. Hún flýgur út í magaveggina, og á þann hátt kitlar hún þig.“ Sören blánaði i framan. Hann varð mjög óttasleginn. Hann sagði: „Ég ... ég ætti að fara heim. Er þetta mjög hættulegt, Hinrik?“ „Já, þetta er afar hættulegt,“ svaraði Hinrik. „Það er miklu verra að fá flugur i magann heldur en í höfuðið.“ Framhald á bls. 29. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.