Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 33
Kœra Aldis. Gieturðu ekki gefið mér ráð við of mikilli fitu á sitjandanum? Mér þykir vo'ða leiðinlegt að vera svona, eins er ég lika alltaf að fitna á öðr- um hlutum líkamans (það er ekkert óeðlilegt). Er ekki til eitthvert ráð til að megra sig án þess að svelta? Sérstaklega hleðst fitan á sitjandann. Ætlarðu nú að svara mér skýrt og vel? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Hvernig er skriftin? Hallgerður langbrók. Svar: Mig langar fyrst af öllu að benda þér á eitt forláta tæki sem fæst í Regnboganum í Bankastræti. Það er handhæg nuddvél, sem grennir fljótt og auðveldlega, ef hún er notuð vel og rétt. Tækið heitir Buimassor Clinic, og fylgir hér með mynd af því. Það getur verið að það sé nokkuð dýrt, en væri ekki tilvalið fyrir nokltrar vinstúlkur að slá sam- an í svona tæki? — Annars eru það auðvitað sérstakar líkamsæfingar, sem geta verið ár- angursríkar, ef þær eru iðkaðar af kappi. Gott ráð við offitu á mjöðmum og lendum er að velta sér á gólfinu af annarri hliðinni yfir á hina. Svo vil ég að lokum benda þér á bók sem fæst í bókaverzlunum. Hún heitir Grannur án sultar. Beztu óskir um góðan árangur. Þín Aldís. Kæra Aldís. Þér sem gefið svo mörgum stúlkum góð ráð, getið þér bent mér á nokkurt ráð eða úrlausn? Svo er mál með vexti, að ég hef svo mikið af sprengdum háræðum, einkum á nefi og kinn- um, þetta finnst mér til stórra lýta, að öðru leyti er ég ekki álitinn líta svo illa út. Stína. Svar: Sennilega er ekki hægt að lækna þetta, hinsvegar er hægt með réttri andlits- snyrtingu að dylja lýtin að nokkru leyti. Ég ráðlegg yður eindregið að leita tií góðs feg- urðarsérfræðings og fá þar allar leiðbein- ingar og aðstoð, bæði við andlitsförðun (make up) og eins til að velja rétt fegurðar- lyf. Hér í Reykjavík eru margar prýðilegar snyrtistofur og starfsstúlkur mjög vel að sér í þessum efnum. Ég hef heyrt minnst á ljós og nudd í þessu sambandi og eflaust er ýmis- legt fleira sem til kæmi að reyna eftir því sem við á, en ég ræð yður sem sagt að leita til sérfræðings. Aldís. Aldís mín. Ég veit, að ég er laglegri og smekklegar klædd en gengur og gerist, og auðvitað er ég ánægð með það. En svo einkennilega bregður við, að allar vinkonur minar eða réttara sagt fyrrverandi vinkonur hafa steinliætt að bjóða mér til sin. Þær segja bara hrcint út, að ég taki alla piltana þeirra frá þeim. Ég skal viðurkenna að oft vill það verða svo að þeir eltist við mig, en svo sannarlega geri ég ekkert til þess að gefa jDeim undir fótinn. Ég hef sagt vinkonum mjnum, að það sé þeirra vandamál að halda sínum mönnum og að það geli l)ser auðveldlega með þvi að nenna að hlusta á það sem þeir eru að segja, líta upp til þeirra eða i það minnsta láta sem þær geri það, og lofa þeim að halda að þeir séu ómótstæðilegir. Þær vilja ekki trúa mér, segjast ekki vilja gera þá „indbildska“, en ég veit, að þetta er bezta leiðin og þess vegna þykir mér óréttlátt af þeim að ætla að útiloka mig aðeins fyrir það að ég hef meira aðdráttarafl fyrir karlmenn en þær. Hvað ráðleggur þú mér að gera, Aldís? Ein vinasnauð. Svar: Ég get alveg verið þér sammála í því að stundum er þetta ágæt aðferð og getur verið góð til eftirbreytni og ég skil ekkert í vinkonum þínum að þær skulu ekki vera þ«3r þakklátar fyrir fupplýsingar’nar. Hins vegar get ég vel skilið að þær séu ekkert allt of hrifnar af tilhugsuninni um að hafa þig of nálægt sínum mönnum, þar sem þú ert nú svona vel að þér í listinni að heilla þá. Hví ekki að nota yndisþokkann á þá, sem eru lausir og liðugir og lofa vinkonunum að hafa sína heittelskuðu í friði, jafnvel þó að þær hafi ekkert vit ó karlmönnum? Með kveðju. Aldís. Kæra Aldís. Hvað á ég að gera? Ég á frænda, sem er um þrítugt, en ég er sextán ára. iHann kemur mikið heim til mín, og ef ég er ein heima, reynir hann alltaf að vera sem næst mér og er alltaf að þukla á mér og segja hvað ég sé yndisleg og lagleg og livað ég sé orðin dömuleg. Það ber ekkert á þessu, þegar aðrir eru heima. Mér geðjaðist ágætlega að honum áður, en nú hef ég fengið óbeit á honum. Hvað á ég að gera til þess að liann liætti þessu? Gagnfræðaskólastúlka. Kæra gagnfræðaskólastúlka. Þú skalt segja þessum frænda þínum ákveðið og kurteislega, að þú kærir þig alls ekki um þessa framkomu hans. Ef hann lætur ekki segjast, skaltu segja foreldrum þínum frá þessu. Beztu óskir, Aldís. Kæra Aldis, vinur minn og ég erum búin að vera saman í rnörg ár. Hann veit, að ég elska hann, því að ég hef oft gefið það í skyn. En hann minnist aldrei á hjónaband. Finnst þér, að ég ætti að slita öllu sambandi við hann og reyna að sætta mig við að lifa lifinu an hans eða halda áfram i þeirri von, að hann muni einhvern tíma biðja mig að giftast sér? Jódis. Kæra Jódís, cf ha:in hefur áldrei minnzt á ást né hjónaband, er óv'.st, að hann hugsi sér neitt í þá átt. Mér finnst, að þú ættir að lhaga lífi þínu þannig, að allt snúist ekki eingöngu um þennan mann. Ef hann c'.ttar sig ekki þá, er þetta það bezta, sem þú getur gert. því að þú hefur ekki ýkjamörg tœkifœri til að hitta og kynnast öðrum mönnum, mcöa.i þú ert svona upptekin af þessum eina. Aldís. Slen í garðrækt og fegrun lóða Þeir sem ferðast hafa erlendis, munu hafa veitt því eftirtekt, hversu menn leggja mikla alúð við að fegra garðbletti kring- um hús sín. Hér byggjum við vönduð og góð íbúðarhús, en þegar kemur til þess að fegra lóðarblettinn kringum húsið, er eins og móðurinn sé runninn af mönnum og það má kallast gott, ef þeir megna að koma upp snoturri grasflöt. Nú hafa menn ævinlega eina afsökun og hún er vissulega þungvæg: Hin íslenzka veðrátta. Það er rétt, — hún uppörvar menn ekki til garð- ræktar. En ef vilji er fyrir hendi, er hægt að ná langt í þessu eins og öðru. Þessu til sönnunar birtum við hér mynd af gos- brunni, sem byggður hefur verið í garði við Flókagötuna. Hann er hlaðinn úr hraungrjóti og þar er einmitt efni, sem hægt er að gera stórvirki með í görðum. Með því má nota hin harðgeru melablóm, sem eru rnjög litskrúðug og hafa auk þess lOftbelgir sem eru 2 metrar í þvermál en 6,5 metrar í ummál, hið eftirsóknarverðasta leikfang og skemmtitæki fyrir unga sem gamla. Kr. 65.00. Mjög auðvelt er að blása belgina upp með því að tengja þá við blástursop á ryksugu eða við útblástursrör bíla. Klippið út og sendið strax HÁS Pósthólf 57, Reykjavík. Vinsamlega sendið mér ........ stk. í póst- kröfu hið fyrsta. Nafn: ...................................... Heimili: ................................... Birgðir mjög takmarkaðar. íslenzkan svip, sem ekki er hægt að ná með útlendum sumarblómum. Annars ættu menn fyrst og fremst að gera garða sína þannig, að þar sé hægt að hafast við á góðviðrisdögum. Til þess þarf nokkuð þéttan trjógróður utan með til þess að skýla fyrir vindum, sem eru áleitnir jafnt ó surnri sem vetri. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.