Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 20
iAJCM&y fcUit&<zge: FR&MHALDSSAGAN Þegar hún kom inn í baðherberglð, hjálpaði Douglas henni með olnboganum að standa á fæt- ur Svo héldu þau bæði úlnliðunum undir vatns- krananum. „Ég finn ekki að neitt losni um bönd- in,“ sagði hún. „Það fer nokkuð eftir efninu, sem í þeim er,“ svaraði Douglas. „Og það tekur alltaf dálitla stund “ Þau stóðu enn um hríði hlið við hlið og vatnið rann um hendur þeirra og úlnlíði. Utan frá heyrð- ist ekkert hljóð nema niður hafsins. „Ég held að það sé eitthvað að losna um böndin á úlnliðunum á mér,“ sagði Douglas allt í einu. „Finnur þú nokkurn mun?" Hún hristi höfuðið. Douglas reyndi á böndin. „Nei. þau hafa ekki tognað nóg enn,“ mælti hann dapurlega. Honum varð litið á huröina, og skyndilega var sem hann hefði fengiö opinberun. „Heyrðu," sagði hann, „ekki hef ég tekið eftir þessu fyrr?“ „Hverju?“ „Flöskuopnaranum, þarna á hurðinni!“ „Þessi litli járnfleinn, sem er skrúfaður á hana, er það hann, sem þú átt við?“ spurði hún. „Já,“ svaraði hann. „Ef ég gæti brugðið bönd- unum að brún hans, þá væri þrautin unnin." Hann hafði svo hraðann á að komast út að hurðinni, að hann féll tvisvar á leiðinni. Og þegar þangað kom, reyndi hann nokkrum sinnum árang- urslaust að bregða örstuttu haftinu á milli úlnlið- anna á brún fleinsins, en loks tókst honum það þó. „Og nú er að taka á,“ sagði hann og brosti til hennar. Hann tók á, og fölnaði enn meir við Karen hélt niðri í sér andanum, en hann brosti til hennar, og hún kannaðist við þaö bros. Nú ætlaði hann ekki að láta sig. Það var einmitt þetta þrákelknis- lega bros, sem gerði andlit hans og svip svo að- laðandi, enda þótt hann gæti ekki friður talist. „Douglas," hrópaði hún. „Gættu að þér ... sár- ið á gagnauganu opnast meir og meir, þegar þú reynir svona á þig! Það lagar úr því blóðið . . .“ Allt í einu brast fjöturinn. Douglas féll við á gólfið, og munaði minnstu að höfuð hans lenti á rönd baðkersins. Um hríð lá hann hreyf- ingarlaus á gólfinu, og Karen þótti sem hjarta sitt mundi bresta. E'n svo settist hann upp og rétti fram báðar hendurnar — lausar. „Það tókst, ‘ mælti hann sigri hrósandi. Karen verðum við að finna hvað sem það kostar. Er mikið enn hérna af þessum sumarbústöðum?" „Ekki nema þrír eftir, sem koma til greina, senóra," svaraði Bonito. „En nú er það, að ég þarf helzt að vera viðstaddur, þegar miðnætur- flugvélin kemur og hafa njósn af þvi þegar lausn- argjaldinu verður komði til skila, hvernig svo sem ég á að fara að þvi.“ „Far þú. Ég skal athuga kofana ...“ „Ertu ekki hrædd? I myrkrinu og á ókunnug- um leiðum?" „Vitanlega er ég hrædd? Heldurðu að það sé einungis bein í hausnum á mér? Eg er drephrædd, það máttu bölva þér upp á." Bonito hló. „Það er sannarlega heilsusamlegt fyrir sálina, að hafa þig með í. förinni, senóra," sagði hann. „Annars er þetta svo sem allt i lagi. Undirmaður minn, Carib Sam Lundberg, verður viðstaddur komu flugvélarinnar og það ætti að duga. Ágætur maður, Sam, af Indíánakyni. Nei, ég get ekki skilið við þig hérna, senóra. Við Douglas skildum leiðir í dag. Hraustur og harð- skeyttur náungi, þjálfaður í flotanum. Minnti mig talsvert á hann son minn sáluga. Já, við skildum lelðir í dag, og hann hefur ekki sést síðan ...“ ,,Og hvaða gagn mundi það líka gera að hafa njósn af því, þegar lausnargjaldið verður afhent, ef við finnum svo ekki Karen?" spurði Lily. „Þú hefur sjálfur sagt, að þeir drepi hana um íeið og þeir hafa fengið lausnargjaidið í’ hendur." Bonito kinkaði kolli. „Þú hefur lög að mæla, senóra. Þér er gefið það, sem senor Douglas mundi kalla heilbrigða skynsemi." „Já, vissulega," svaraði hún og hló við. „Og það i ríkum mæli, skal ég segja þér." „En því miður, senóra Lily, þá þekkir byssu- kúlan ekki neinn mun á manni og konu.“ „En það gerir karlmaðurinn hinsvegar, og það eins þótt myrkur sé,“ svaraði Lily. „E'n hvernig er það, — förum við ekki að nálgast þessa bölvaða strönd hvað úr hverju?" Bonito kinkaði kolli. „Það er kannski vissara fyrir mig að fara að lækka róminn. Mér heyrist það á sjávarniðinum, að við eigum ekki langt ófarið." Bonito benti henni að fara á undan sér og þau héldu inn á þröngan stíg, sem lá í gegnum runna og var eiginlega ekki annað en slóð eftir jeppa- hjól. Þau gengu hratt en hljóðlega. Lily beit á vör- ina, þegar henni varð stigið á stein, en harkaði af sér sársaukann og lét ekkert til sín heyra. Bonito gaf sér ekki tíma til að líta um öxl og sjá hvernig henni gengi; hann var allur með hug- ann og augun við Það, sem framundan var. Hann hafði komið út að þessum bústað síðastliðið sum- ar, þegar eigandinn, læknir frá Bandarikjunum, dvaldist þar. Bonito mundi að byggingin stóð til hægri við veginn, i rjóðrinu niður við hvítan fjörusandinn. Hann nam því staðar, þegar ströndin kom í Ijós á milli trjánna, og svipaðist vandlega um. Svo skreið hann hálfboginn áleiðis og lét kjarrið skýla sér. Li\y fór eins að. Tunglið skein á silfurskyggðan hafflötinn og brimið, sem braut á kóralrifinu. Bonito hvislaði: „Húsið er myrkt. Hlerar fyrir öllum gluggum og ekki sé ég neinn á ferli. Við skulum bíða og sjá hvað setur ...“ Þau biðu. Hvorugt mælti orð frá vörum. Þannig liðu nokkrar mínútur. Loks hvíslaði Bonito þreytulega. „Mætti segja mér að Þetta væri stað- urinn Næstu sumarbústaðirnir eru svo langt frá, að þeri koma varla til greina. Það má vel vera, að við komum of seint. En við sjáum til. Nú skulum við ekki doka lengur við, heldur komast að raun um hvort nokkur maður er þarna.“ Hann reis upp til hálfs i tunglsljósinu, en Lily lagði höndina á öxl honum og hvíslaði. „Biddu andartak," sagði hún. Forvitni Bonitos var óðar vakin. „Heyrirðu eitthvað?" spurði hann. „Það er sjálfsagt heimskuleg ofheyrn," svaraöi hún. „En það var eins og hljómur af jazztónlist; trylltri jazztónlist, en leikið lágt ...“ Bonito dró djúpt andann. „Þá megum við ekki biða lengur, senóra. Ég fæ þér byssuna, og þú miðar henni á hvern, sem kann að ráðast á mig.“ „Ekki ég,“ svaraði Lily ákveðin. „Ég kann ekkert með skotvopn að fara, og ef ég snerti það, mundi ég að öllum líkindum skjóta sjálfa mig. Nei, ég kann betra ráð. Ég fer á undan, þú kemur á eftir með byssuna. Ef einhver er þarna og fer að gefa mér gaum, læt ég hann elta mig á bak við húsið og þá kemst þú alla leið yfir í skugga þess, án þess hann sjái til ferða þinna. Og það er aldrei að vita, nema ég geti tafið svo fyrir náunganum, að þér gefist tóm til að athafna þig ...“ „Nei,“ svaraði Bonito. „Þig skortir ekki hug- rekki, senóra, en sem karlmaður get ég ekki látið við gangast, að þú leggir þig í hættu mín vegna.“ Lily stóð upp og lagfærði á sér hárið. „Hættu?" spurði hún. „Heldur þú að nokkur karlmaður sé svo skyni skroppinn, að hann taki mig fyrir lög- regluforingja — og það í tunglsljósi? Ætli eðlið segi ekki til sín. Og ef mér hefur ekki enn tekizt að læra að haga mér á baðströnd í tunglsljósi, þá er sannarlega tími til Þess kominn fyrir mig að læra það.“ Hún beið ekki eftir svari Bonitos, en hélt upp að húsinu. Þegar hún kom út á auðan sandinn, nam hún staðar, tók upp skel, skyggði hana við tunglsljósið svo mjúkum bjarma sló á nakta arma hennar og axlir. Hún raulaði glaðlega fyrir munni sér, gekk síðan niður í fjöruna og laugaði fætur sína í brimlöðrinu. Gekk siðan í áttina að húsinu. Ekkert gerðist. Enginn kallaði. Ekkert hljóð heyrðist nema sjávarniðurinn. Bonito varp önd- inni léttara. Það leyndi sér ekki að húsið var autt. Hann hugðist ganga til hennar. E’nn heyrði Lily óminn af jazztónlistinni. Að þessu sinni svo greinilega, að ekki gat verið um neina misheyrn að ræða. Og allt í einu kvað við karlmannsrödd: „Ekki nær . . . Hver ertu?" Lily veifaði í áttina á hljóðið. „Sérðu það ekki, maður. Ljóshærð kona í ævin- týraleit í tunglsljósinu . .. En hver ert þú . .. Ég kem ekki auga á þig.“ Lágvaxinn maður með alldigra járnpipu í hendi kom út úr skugganum frá húsinu. Bonito vissi það ekki fyrr en seinna, að maður sá nefndist Mick. „Þér kemur ekert við hver ég er. Komdu þér í burtu áður en ég mola á þér hauskúpuna .. Bonito gat ekki séð andlit Lilyar, en þóttist þess fullviss að hún væri óttaslegin, þótt hún léti ekki á bera. Hann þóttist meira að segja viss um, að hún mundi brosa glettnislega, þegar hún gekk til móts við náungann. „Hver ertu?“ spurði hún enn. „Ertu bara strák- kjáni ... eða er ég kannski svo heppin, að hitta hér fyrir karlmann?" Náunginn urraði. Bonito miðaði á hann byssunni, en hleypti ekki af. Færið var það langt, birtan svo villandi, að eins gat skeð að hann hæfði Lily. Auk þess var næsta ólíklegt, að þessi maður væri einn um mannránið. Og væri hinn inni i húsinu hjá Karen — og ef til vill hafði hann einnig tekið Douglas höndum mátti búast við hinu versta ef hann heyrði skotið. Lily rétti lokkandi fram nakta armana. „Sjáðu," sagði hún. „Heldurðu kannski að ég hafi í hyggju að meiða þig eða myrða? Þú ert þó ekki smeykur við mig, drengur minn?“ Lágvaxni maðurinn gekk nokkrum skrefum nær henni. „Ég er ekki hræddur við neitt,“ urraði hann. „Nú líkar mér,“ mælti Lily ögrandi. „Nei, vit- anlega ertu ekki hræddur við neitt ... nema þú sért kannski pínulitið hræddur við ungar konur í tunglsljósi ...“ „Ég hræðist þær ekki heldur.“ Lily gekk hægum skrefum á bak við húsið. „Ekki það?“ mælti hún og leit um öxl til hans. Mick starði á eftir henni girndaraugum og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann svipaðist um, en sá ekki neitt óvenjulegt. Svo hélt hann á eftir henni, bak við húsið, en hafði þó járnpípuna alltaf reidda til höggs. Loks kemur tækifærið, hugsaði Bonito. Hann reis á fætur og tók á rás yfir sandinn út að sum- arbústaðnum, enda þótt hann gerði sér fyllilega ljóst að hann væri hið auðveldasta skotmark hverjum þeim, sem kynni að standa á bak við gluggahlerana og hafa njósn af ferðum hans. En hann mátti ekki láta sig Það neinu skipta, nú varð 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.