Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 17
Myndin fyrir neðan. Pyrst dettur manni í hug abstrakt málvérk, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta er ósköp sakleysislegur baf^sloppur, meira að segja úr frottiefni. Mynztrið er sem sagt afar sérkennilegt og í ótal skærum lit- um, svo sem, rauðu, grænu, bláu, svörtu, brúnu og ef hægt er að tala um grunn, þá er hann hvítur. Sniðið er klukkulaga og erm- arnar einnig með hinu nýja víða klukku- formi. Kraginn er mjög stór. Það má kannski kalla þetta lúxusflík hér. En ef að koma sól- skinsdagar, þá er óneitanlega gaman að sporta sig í svona taui, ekki sízt í Nauthóls- Sumarhattar Fallegir og rómantískir hattar fyrir ungu stúlkurnar, teiknaðir af Önnu-Stínu Wranges, en hún er sænsk hattadama. Hattarnir eru meS háum kolli, sem gerður er með tilliti til hinnar fyrirferðarmiklu hár-upsetningar sem er svo mikið í tízku núna. Slíkir hattar eru svo ein- faldir að gerð, að auðvelt er að sauma þá heima. Yngstu dömurnar hafa löngum átt i erfið- leikum með að fá hatta, sem hæfa aldri þeirra og eru i samræmi við annan klæðnað. Þeir eru ýmist kennslukonulegir eða of dömulegir, sem sagt gersneyddir þessum ungdómsblæ, sem þeir þurfa að hafa fyrir þennan aldursflokk. Afleið- ingin er svo sú, að ungar stúlkur hér nota alls ekki hatta, heldur þennan eilifa skýluklút, sem er að verða álíka einkennandi fyrir ís- lenzkt kvenfólk og skotthúfan var hér áður. En þegar hægt er að sauma svona fallega hatta heima, þá er nú ekkert áhorfsmál að leggja niður skýluklútana. 1. Þessi sérkennilegi hattur er meö breiðu bandl, sem er hnýtt að aftan, og löngum endum, sem hanga niður á bak. Hatturinn er einlitur, en bandiö ým- ist köflótt eöa röndótt. Passar vel viö Bardot-fötin. 2. Jersey-hattur úr hvít- og svartköflóttu efni, meö viðum, rykktum kolli. 3. Hattur úr nokkurskonar strigaefni. Bandið er úr filti og í tveim litum. Tilvalinn viö poplinkápuna. 4. Þessi hattur er úr prjónaefni og meö mjög sér- kennilegum, laufuðum böröum. 5. Strúthattur úr strigaefni. Barðið aö framan er fóörað meö baömullarefni í öðrum lit en hatt- urinn, og perlurnar, sem festar eru á „strútinn“, eru í sama lit og barðið. I :■ : ■mm Tveir fallegir sundbolir úr ullarjersey. Þeir eru ekki ósvipaðir þeim sem við munum eftir frá því í gamla dag, þegar fyrst var tekið upp á þeim óguðlega sið að mynda kvenfólk létt- klætt. Þá voru sundbolirnar auðvitað látnir hylja sem mest af líkamanum, og hér virðist það vera aðalatriðið aftur. í bakið er rennilás til þess að auðveldara sé að komast úr þeim og í, því þeir eru mjög þröngir. víkinni. Modelið er frá Egeria, Þýzkalandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.