Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 31
Fyrir hverju er
draumurinn
Framhald af hls. 22.
Svar til Rósu.
Þú hefur stigið eitthvert skref, sem mun
kosta þig mikið, án þess að þú byggist við,
að það yrði svona kostnaðarsamt og lang
dregið. Maðurinn, sem vildi taka nafnspjald-
ið, mun reyna að stöðva þig, en þú munt
halda þínu striki. til vill er það líka bezt,
þegar á allt er litið.
Herra draumráðandi.
Mig dreymdi, að systir mín ætlaði að fara aS
gifta sig og ég vildi endilega gefa henni fallegan
blómvönd í brúSargjöf. Þegar ég ætlaði aS fara
aS kaupa blómin, var ég, aS mér fannst, stödd
í litlum kaupstað, og þar voru svo fáar búðir
og lítið úrval af blómum, að mér gekk mjög
illa að fá blóm, sem mér líkaði. AS lokum fékk ég
þau, og voru það rauSir og hvítir túlípanar, svo
einliver bleik blóm og þar að auki bræna.
Skyndilega var ég búinn að láta systur mína
fá þau, en mér fannst ég aldrei sjá hana eða
brúðgumann, en hvernig bún fékk þau, vissi ég
ekki. Svo var ekki meira um þaS. En eitt sinn,
er ég var stödd i einhverju húsi, þá var þar
kona, sem spurSi mig um, bvar blómvöndurinn
væri. En þá fannst mér mamina vera búin að
taka hann. Ég hljóp út, aS mér fannst, á eftir
mömmu og spurði liana um vöndinn, en i því
vaknaði ég. HvaS merkir draumurinn?
Dúlla S.
Svar til Dúllu S.
Systir þín og tilvonandi eiginmaður henn-
ar verða fyrir gæfu og gengi á næstunni, en
mér virðist móðir þín munu skyggja þar á,
er fram líða stundir. Oft fer svo, að eldri
kynslóðin telur sig reynslunni ríkari og vill
þá gerast heldur ráðrík. Slíkar ráðleggingar
eru góðar og gagnlegar, en yngra fólkinu
fellur oftast illa að beygja sig fyrir dómi
reynslunnar. Það vill byggja upp sitt eigið
líf með kostum þess og löstum. Sennilega
er hinn gullni meðalvegur beztur í þessu
sem öðru, J). e. a. s. fylgja ráðum hinna eldri
að einhverju leyti og reyna að skapa sér eig-
in skoðanir um hlutina og þroska þannig eig-
in persónuleika.
DraumráSandi Vikunnar.
Mig dreymdi óhugnanlega sl. nótt, og langar
mig að fá að vita, bvort slíkt getur merkt nokk-
uð. Mér fannst ég vera á sundi í sjónum bérna
niðri við böfn og allar vinkonur mínar með mér.
Fannst mér sem við værum endur, sem áttum
að vera þarna á sundi. lvom þá einhver kona,
sem tók að skjóta á okkur! Fannst mér afar
eðlilegt, að hún skyti. ÞaS átti að vera lianda
okkur i matinn. Samt sem áður var ég afskap-
lega hrædd um, að liún mundi hitta mig, og
reyndi að halda mér i kafi eSa fara undir bryggj-
una. Óhuganlegt var að sjá stúlkurnar kippast
til, þegar hún hitti þær, og mikið blæddi úr
þeim. Þetta varð nú ekki lengri draumur, en
svona dreymir mig mjög oft, a. m. k. einu sinni
í viku. Ég held, aS rétt sé að taka fram, að ég
á von á barni eftir tæpa þrjá mánuði. Þökk fyrir
svarið.
Sigrún.
Svar til Sigrúnar.
Þér mun líða vel að mörgu leyti á næst-
unni, en þó eru blikur á lofti ... Einhver
manneskja, sennilega tilvonandi tengdamóð-
ir þín, mun gera aðkast að þér og þínum
vinkonum. Svo er að sjá sem þær vinkonuf
þínar, er urðu fyrir skotunum, verði gæfu-
litlar á næstunni og þú munir verða að draga
þig í hlé og hafa hægt um þig bráðlega.
í sama báti
Fraynliald af bls. 15.
— Faðir minn dó, þegar ég var tíu ára. Hann
lézt af slysförum á vinnustað. Mamrná fékk tauga-
áfall og var rúmföst i meira en hálft ár. Á meðan
bjó ég hjá frænku minni uppi í sveit. Fyrst í
stað saknaði ég leikfélaga minna. Við höfðum allt-
af skemmt okkur svo vel. En smám saman
gleymdi ég þeim. Ég lærði að mjólka og sitja á
hesti; ég hjálpaði til í íjósinu og úti á akrinum.
Loksins batnaði mömmu og ég fór heim. Leik-
systkini mín voru þar ennþá. Þau fóru í feluleik
í kjallaragöngunum og eltingaleik á þurrkreitun-
um, en nú kærði ég mig ekki um að vera með
þeim. Ég vildi heldur hjálpa mömmu. Ég var
hreint og beint vaxin upp úr því að vera með
leikfélögum mínum Ég hafði þroskazt þennan
tíma, ekki líkamlega, heldur andlega. Þú skilur
hvað ég á við, er það ekki?
— Jú, svaraði ég og hélt áfram að spila.
— Þetta er einkennilegt, sagði hún, að maður
skuli vaxa upp úr því, sem manni þykir vænt um.
Það er dálítið sárt, en maður veit með sjálfum
sér að það er allt i lagi. Um leið og við vöxum
frá einhverju, vöxum við til einhvers ...
Hún lokaði hurðinni og gekk hægt í áttina til
mín. Þá hætti ég loksins að spila og fór til henn-
ar. Esther átti ekki samleið með Peter lengur.
Hún hafði ekki framar áhuga á dansi, drykkju-
veizlum né glaum æskunnar. Hún hafði sjálf
valið sér það hlutskipti, að taka Þátt í minni
kyrrlátu tilveru. Og það gladdi mig að bjóða
hana velkomna. ★
PRENTSMIÐJAN — SlMAR: 35320, 35321, 35322, 35323
VIKAN
31