Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 25
Elskhugi er eitt af því hlægilegasía, sem menn geta hugsað sér... — segir Rossano Brazzi, sem leikur aðalhlutverkið í kvikmynd- inni „South Paciíicu, sem Laug' arásbíó hefur sýnt nú að undan- förnu UPPHAFLEGA var þessi Don Juan kvik- myndanna lögfræðingur. Rossano Brazzi nam lögfræði heima í Firenze og stundaði hnefaleik og knattspyrnu i frístundunum. Stuttu eftir lokaprófið vann hann sitt fyrsta — og hing- að til eina — réttarmái. Þar var um að ræða unga og fátæka stúlku sem ákærð var fyrir að hafa stolið nokkrum kjúklingum. Brazzi var verj- andi hennar — auðvitað — og varnarræða hans var svo áhrifamikil að stúlkunni voru gefnar full- komlega upp sakir. E’n allir voru samt á einu máli með það að Brazzi væri mikið betur kominn í kvikmyndum en í réttarsalnum. — Þeir sögðu að ég mundi græða miklu meiri peninga og umgangast margar fagrar konur, sagði hann brosandi. — Og hvernig haldið þið að ég hafi getað staðist slíkt. — Ég hef eignast óteljandi vini hérna í Holly- wood, hélt Brazzi áfram. — Gary Cooper, Cary Grant, James Stewart, Mitzi Gaynor, og síðast en ekki sízt Gretu Garbo, sem við hjónin þekkj- félagi, sem ég hef tekið fram yfir alla aðra er um vel síðan við áttum heima á Italíu. En sá Katharine Hepburn. Hún er kona með stórbrotna persónugerð og ein bezta leikkona sem Ameríka hefur eignast. Fyrstu kynnin voru þau, að okkur lenti saman í heiftarlegu rifrildi, en það var upp- hafið að langri og tryggri vináttu. Áreksturinn átti sér stað er verið var að taka kvikmyndina „Sumarcevintýri“. Hún sagði sinar setningar — á sinn hátt. Og ég svaraði á minn hátt, eða sam- kvæmt þeim skilningi sem ég lagði í hlutverkið. Ég hafði það á tilfinningunni, að hún væri að reyna að gera hlut minn á einhvern hátt hlægi- legan og andrúmsloftið varð æ þyngra eftir því sem á leið. Loksins missti Katharine þolinmæðina, di út úr myndatökusalnum og kallaði: „Hér verður ekki tekin nein kvikmynd með Katharine Hepburn og Rossano Brazzi.“ „Þú vilt ekki hafa leikara, heldur brúðu til að leika á móti þér. Svo Þú skalt bara fara út í búð og kaupa þér eina, ekki skal ég skemma fyrir þér,“ öskraði ég á eftir henni alveg frá mér af reiði. En hún heyrði ekki hvað ég sagði — hún var farin og skellti hurðinni harkalega á eftir sér. Og leikstjórinn reif hár sitt og klæði ... En um kvöldið hringdi siminn á gistihússherberginu mínu. Það var Katharine. „Ég vildi gjarnan fá að tala við þig,“ sagði hún og lagði á. Þegar ég kom heim til hennar, í glæsilega skrauthýsið við Canale Grande, byrjaði ég á Því að segja henni hve mikið álit ég hefði á henni sem listakonu. „Ég hef dáðst að þér, frá þvi að ég man eftir þér fyrst," sagði ég — og ég sá að henni þótti hrósið gott, „en ég vil frábiðja mig frá því að vera hafður að fífli.“ Katharine rétti mér brosandi hendina. Næsta dag stóðum við saman fyrir framan myndavél- ina sem góðir vinir og vinnufélagar. í AUÐVITAÐ urðum við að heyra állt kvenna- gullsins á amerísku kvenfólki i dag. — Brazzi leit á okkur með dreymandi augna- ráði. — Það eru svo margar fallegar konur i Ameriku, að ég er hissa að ég skuli ekki vera íarinn úr hálsliðnum. En klæðaburðinn kann ég ekki við — þessar þröngu síðbuxur og flaksandi skyrtur eru sannarlega ekki kvenlegar. Konur eiga að vera kvenlegar, t. d. eins og þær ítölsku. „Ég elska Lidiu meir og meir eftir þvf sem árin líða — hún er fyrirmyndar eiginkona“. Ég álit að ítalska konan sé sú fullkomnasta í heiminum. Þær leggja áherzlu á að vera kven- legar frá toppi til táar. Og alla þessa hjónaskiln- aði á ég bágt með að skilja. Fólk verður að hafa einhverja þolinmæði til að bera og læra að taká tillit til náungans. Ekki svo að skilja að hjón eigi ekki að rifast við og við. Þvert á móti, slíkt skerpir bara ástina og hreinsar loftið ... Sjálfur hefur Brazzi verið giftur Lidiu sinni í samfellt 20 ár, „tuttugu hamingjusöm ár“, segir hann sjálfur. Á fimmtán ára brúðkaupsafmælinu sínu „giftu" þau sig aftur og endurtóku aila helgi- athöfnina og það, sem brúðkaupinu fylgdi — og nú finnst mér ég vera nýgiftur aftur, sagði Brazzi. — Ég elska Lidiu meir og meir eftir því sem árin liða, hún er alltaf eins og ég vil hafa hana og er fyrirmyndar eiginkona. Hún veit að ég lít á annað kvenfólk — en bara lít. Það sýnir það bara, að ég er ungur ennþá! Heima í Róm hafa Brazzi-hjónin nýlega komið sér fyrir í nýrri íbúð. Það er stór og glæsileg íbúð á efstu hæð í nýbyggingu í miðri borginni, með dásamlegu útsýni yfir hina helgu borg. — Og nú finnst mér tími til kominn að ég fari að draga mig til baka sem leikari, en, snúa mér þá að kvikmyndaframleiðslu. Ekki get ég hugsað mér að yfirgela kvikmynda-„bransann“ alveg^ — jjeþ aldrei. Hvað ætti ég að starfa annað? Sþunda hnefaleika — sparka bolta? Nei, ég verð ailtaf að vera einhvers staðar í námunda við ástina. „Mér líkar ágætlega að vinna hér vestan hafs og geðjast vel að lifnaðarháttum fólks- ins hér í Hollywood — þeir eru alls ekki eins og blöðin lýsa þeim yfirleitt: róg- ur, öfund, lauslæti og hálf geðveikir aum- ingjar“. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.