Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 14
Ég var ekki sjónarvottur aB slysinu, en ég heyrCi
þegar bíllinn hemlaði og einhver rak upp neyOar-
óp. Ég var að afgreiða, en ég kastaði bókunum frá
mér og hljóp út á götu. Vörubílstjórinn var kominn
út úr bílnum, og fólk var farið að safnast saman
við slysstaðinn. Unga stúlkan lá alveg hreyfingar-
laus með lokuð augu. Hjólið hennar lá i göturæsinu,
gjörsamlega eyðilagt. Ég kannaðist við hana. Hún
hafði stundum komið inn í búðina mína til að kaupa
bækur. Ég lyfti henni upp og bar hana inn til mín
bakdyramegin. Hún var fislétt. Síðan pantaði ég
sjúkrabíl. Mér fannst líða heil eilífð þangað til
hann kom. Unga stúlkan opnaði augun og stundi
lágt. — Á ég að hringja til fjölskyldu yöar, og
biðja þau að senda yður það, sem þér þurfið að
hafa merðferðis á spítalann? — Ég á enga fjöl-
skyldu, hvíslaði hún. Ekki hér á landi ... Þá
bauð ég henni að fara og sækja það, sem hana
vantaði, og hún fékk mér lykilinn að herberginu
sinu. Mennirnir I sjúkrabílnum létu mig vita,
hvert þeir færu með hana, og þegar ég var búinn
að loka búðinni, fór ég heim til hennar. Herbergið
var lítið og dimmt, en húsgögnin voru smekkleg.
Þegar ég kom á spítalann, var mér sagt að hún
hefði verið gegnumlýst og reynzt vera sködduð
í bakinu. Læknarnir héldu samt, að hún væri ekki
i lífshættu. Ég fór aftur í bókaverzlun mina, og
sagði viö sjálfan mig, aö ég hefði gert skyldu
mina gagnvart Esther Bruhn, og hún kæmi mér
ekki meira við. En ég fór samt á spitalann daginn
eftir, og færði henni fjóluvönd og konfektkassa.
Ég var feginn, að ég fór til hennar. Þaö hafði
komið í ljós, að hún hafði skaddazt meira I bak-
inu, en búizt hafði verið við. Hún gat ekki gengið,
og læknarnir voru ekki vissir um, að það myndi
lagast við uppskurð. Ég gat ekki gert mikið fyrir
hana, en ég gat þó séð um, að hún væri ekki
alger einstæðingur í þessum erfiðleikum. Ég sat
við rúmið hennar einn klukkutíma á dag og reyndi
að tala við hana um bækur og hljómlist. Loksins
fór hún að tala um sjálfa sig. Hún vann i aug-
lýsingadeild hjá stóru vikublaöi, og var trúlofuð
hinum þekkta blaðamanni Peter Skjold, sem ég
kannaðist auðvitað við. þar sem hann hafði skrif-
að margar bækur og blaðagreinar. Hann var nú
staddur í Mexico til þess að skrifa um nýstárlegan
uppgröft. Ég heyrði á henni, að hún var mjög
ástfangin af honum, og það skildi ég vel, því
eftir bókum hans að dæma, var hann gáfaður,
viðkunnanlegur maður og mjög fyndinn. Þegar
hún talaði um Peter og það, sem hafði komið
fyrir þau, fannst mér ég vera gamall og utan-
veltu, og ég sá, að henni hlaut að finnast tilvera
min meðal bókanna tómleg og tilbreytingarlaus.
Annars hafði mér aldrei fundizt líf mitt vera
leiðinlegt og einmanalegt. Ég elskaöi bækurnar
mínar og var mikið fyrir hljómlist, en ég átti
fáa vini og engan sem var mér mjög nákominn.
Kannski var það þess vegna, sem ég vorkenndi
Esther, þegar ólánið dundi yfir hana. Hún átti
ekki heldur neina vini né ættingja, — aðeins Peter,
og hann var svo langt í burtu. Af minni eigin
reynslu vissi ég, að það getur verið mikil þjáning
að vera einmana, og mér fannst að E'sther hefði
átt nógu bágt áður en þetta kom fyrir. Þess
vegna hélt ég áfram að heimsækja hana, þó að
ég skildi það vel, að henni hlaut að finnast ég og
hinir fáu vinir mínir hræðilega leiðinlegir. Mér
fannst ég vera svo einkennilega hjálparvana í ná-
vist hennar. Það var eins og við skildum naumast
hvort annað. Stundum datt mér í hug, að ég ætti
ekki að heimsækja hana oftar, en samt fór ég
til hennar á hverjum degi, og þegar ég sá hve
mikið lifnaði yfir henni við að sjá mig, sá ég ekki
eftir því, þótt þessar heimsóknir væru orönar mér
hálfgert kvalræði. Og ekki bætti það úr skák,
þegar mér varð ljóst, að mér var farið að þykja
vænt um 'hana, þótt ég vissi, að það væri ekki til
neins. Hún var trúlofuð Peter og hann myndi
bráðlega koma heim frá Mexico. Ég vissi að hann
var á heimleið, en ég vissi ekki nákvæmlega, hvaða
dag hann myndi koma. Ef ég hefði vitað það,
hefði ég auðvitað verið heima þann dag.
Nú kom ég eins og hver annar kjáni með blómin
og bækurnar, og sá Peter sitja á rúmstokknum
hjá Esther. Ég ætlaði auðvitað að fara strax aft-
ur, en Esther sá mig og kallaði í mig:
— Christian, sagði hún hlæjandi, — Peter er
kominn. Peter, þetta er Christian Bögh, sem ég
hef sagt þér frá.
Ungi blaðamaðurinn stóð upp og rétti mér
höndina. Handtakið var þétt og innilegt.
— Ég veit ekki hvernig ég á að þakka yður
fyrir allt það, sem þér hafið gert fyrir Esther,
sagði hann.
Ég sagði ekkert, ég hafði ekkert að segja.
— Ég verð bráðum útskrifuð héðan, sagði
Esther, og augu hennar ljómuðu. — Kannski fæ
ég að fara heim, áður en Peter fer aftur.
— Þá tökum við leigubíl og förum út að
skemmta okkur, sagði Peter hlæjandi. — Og þeg-
ar ég er farinn, leggst þú aftur inn á spítalann,
svo læknirinn geti framkvæmt uppskurðinn eins
og hann lofaði. Og þegar ég kem aftur, verður
allt eins og áður.
Málrómur hans var glaðlegur og sannfærandi,
en Esther varð samt alvarleg á svipinn.
— En ef uppskurðurinn misheppnast, spurði
hún óróleg?
— Auðvitað heppnast hann, sagði Peter hlæj-
andi. — Heyrðir þú ekki, að yfirlæknirinn sagði,
að það liti mjög vel út?
En Esther hristi höfuðið.
— Það er alls ekki óskeikult. Uppskurður getur
alltaf misheppnazt.
— Þá verð ég að bera þig á höndum mér, það
sem eftir er ævinnar, sagði Peter áhyggjulaus,
en Esther var ennþá kvíðafull, og mér fannst ég
geta lesið hugsanir hennar eins auðveldlega og
mínar hjartfólgnu bækur.
Það var eins og okkur yrði nú báðum Ijóst að
tveir möguleikar voru fyrir hendi, annar myndi
færa henni allt það sem hún hafði átt áður, í hin-
um fólst aðeins örvænting. Tíminn leið, og mér
fannst allt svo tómlegt og ömurlegt. Ég fór i
búðina á hverjum morgni og heim til mín aftur
um kvöldið. Svona hafði það verið í mörg ár, og
ég hafði kunnað þessu vel hingað til. Ég saknaði
Estherar og gat ekki annað en verið að hugsa um
hvernig henni liði. Ég vissi að Peter Skjold var
farinn aftur, í þetta skipti til Tibet, þar sem
hann átti að taka myndir af ógeðslegum snjó-
mönnum og skrifa um líf Sérpa. Skyldi
Esther búa ennþá í litla herberginu? Allt í einu
fannst mér ég verða að sjá hana aftur, þótt ekki
væri nema til þess að fullvissa mig um að henni
liði vel. Kannski gæti ég verið henni eitthvað
til aðstoðar. Hún gat ekki gengið, það myndi
hún aldrei geta, nema uppskurðurinn heppnaðist.
Hún myndi áreiðanlega þurfa á hjálpa að halda.
Þegar ég hafði lokað búðinni, fór ég til henn-
ár. Kdm inn, sagðj hún, þegar ég barði að dyrum.
Þær voru auðvitað ekki læstar, þar sem hún gat
ekki farið til dyra. Hún sat við gluggann, og mér
fannst hún vera laslegri en þegar hún lá á spítal-
anum.
— Ég hélt að þú myndir hafa gaman af að fá
eitthvað til að lesa, sagði ég hikandi, um leið og
ég rétti henni nokkrar nýjar bækur. — Ég bjóst
við að þér þætti tíminn lengi að líða síðan Peter
fór.
— Það var fallega gert af þér að hugsa til mín,
sagði hún brosandi. Þetta bros kom við hjartað
í mér, það lýsti bæði hugrekki og örvæntingu.
— Þú saknar hans? sagði ég stillilega. Þetta
var ekki spurning, aðeins viðurkenning á stað-
reynd, sem var eins og hnífsstunga í hjartað.
— Okkur leið svo dásamlega, sagði hún. — Peter
var svo góður við mig. Hann sat hjá mér allt
kvöldið, þegar við fórum út, og þó hann sé mjög
mikið gefinn fyrir dans, dansaði hann ekki einn
einasta ...
Hún rak í vörðurnar og hló vandræðalega.
•— En þú hefur auðvitað engan áhuga á þessu. Ég
vildi gjarna bjóða Þér te, en ég er hrædd um að
þú verðir að búa Það til sjálfur.
Meðan ég var að búa til teið, sá ég greinilega,
hversu erfitt þetta var fyrir hana. Veitingakonan,
sem hún bjó hjá, sá um matinn handa henni, en
einn tebolli á kvöldin var nú orðinn munaður, og
það var margt annað, sem maður saknar, þegar
maður verður að vera án þess. Þegar ég sá hversu
mjög'hún naut þess að fá heitt teið og brauð-
sneiðarnar, sem ég hafði glóðað handa henni,
fékk ég góða hugmynd. Eh það var erfitt að fá
Esther til að samþykkja hana.
— Þú ert nú þegar búinn að gera svo mikið
fyrir mig, sagði hún. — Ég get ekki þegið meira.
þetta fer allt einhvern veginn. Ég á að fara á
spítalann aftur, þegar ég kemst að. — Það verður
kannski ekki fyrr en eftir marga mánuði, sagði
ég, og mamma vill áreiðanlega gjarnan fá þig
til sín. Hún er líka allt of mikið ein, það er svo
langt heim til hennar, að ég get ekki farið þangað
nema í fríinu.
Þannig varð það, að dag nokkurn um haustið
bar ég Esther yfir þröskuldinn á bernskuheimili
mínu. Mamma hafði fært húsgögnin til, svo að
Esther gat auðveldlega komizt leiðar sinnar i létta
ökustólnum, sem hún hafði fengið að láni á spítal-
anum. Mér þótti Það ákaflega leitt að geta ekki
verið hjá þeim í nokkra daga, en ég varð að fara
og sjá um bókaverzlunina, en ég lofaði að koma
eins oft og mér væri unnt. Ég bjóst við, að geta
fengið einn vina minna til að vera í búðinni á
laugardaginn, svo að ég gæti lagt af stað úr bænum
á föstudagskvöld. Einu sinni heyrði ég móður
mína segja við Esther:
— Þú hefur gert mér mikinn greiða. Það er
þér að þakka að Christian kemur heim um hverja
helgi. Ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu. Ég
hefi sannarlega oft reynt það, en aldrei orðið neitt
ágengt. Hún hló við, þegar hún sagði þessi orð,
en ég vildi að hún hefði ekki sagt þau, því að þau
gátu orðið til Þess að Esther yrði ljóst að ég elsk-
aði hana. En það mátti hún ekki vita; það gat
aðeins orðið henni til ama. Hún elskaði Peter, en
þar sem hún vildi ógjarnan styggja mig, myndl
henni Þykja leiðinlegt, ef hún kæmist að þessu.
Sem betur fór, virtist hún ekki leggja mikla
áherzlu á það, sem mamma hafði sagt. Hún sagði
hlæjandi:
— Það er ágætt, að hann kemur, því að þá fáum
við nýjar bækur og plötur.
Ég keyptl margar plötur með sigildri hljómlist,
og lét setja upp Hi-Fi útvarpstæki í húsinu. Ég
sagði að það væri til Þess að gleðja mömmu, en
við vissum bæði að þetta var gert vegna Sstherar.
Hún þarfnaðist þess líka meira en við, því að
við mamma vorum hamingjusöm, þótt við lifðum
kyrrlátu lífi. Hún fékk mörg bréf frá Peter, og
stundum las hún kafla úr þeim fyrir mig. Hann
skrifaði fjörlega um það, sem gerðist á ferðalaginu,
en það, sem hann skrifaði viðkomandi einkamálum
þeirra, fengum við auðvitað aldrei að heyra.
Loksins kom hið langþráða bréf frá spítalanum.
Nú gat hún fengið pláss, og það var hægt að fram-
Af minni eigin reynslu -vis si ég, að það
I €AMA
14
VIKAN