Vikan


Vikan - 16.06.1960, Síða 19

Vikan - 16.06.1960, Síða 19
— Eru brögð að því, að gestir verði ofurölvi hérna inni á barn- um hjá þér? — Nei, það kemur varla fyrir. — Segðu okkur, Theódór —• er gestum óheimilt að drekka ,,sjúss“, sem þeir hafa keypt inni á bar, í öðrum salarkynnum hússins — og öfugt? — Það er að minnsta kosti ekki vel liðið af þjónum, þótt segja megi, að erfitt sé að fyrirbjóða gestum að drekka vin, sem keypt er af húsinu, hvar inni á veitinga- staðnum sem þeir helzt kjósa. — Er eitthvað til i því, sem maður heyrir svo oft, að þjónar í veitingahúsum velji fólkið á borð- in — að þeir geymi beztu borðin fyrir þá, sem þeir vita að munu mikið verzla? — Það er auðvitað alltaf hætt við því, þar sem þjónanna eina kaup er prósentur af sölunni. Annars veit ég ekkert um þetta — ég hef ekki með nein borð að gera. —- Hvaða víntegund myndir þú ráðleggja okkur að drekka, ef við ætluðum að drekka okkur fulla hérna á barnum á sem ódýrastan hátt? — Það er ekki gott að segja. Reynið bara að komast að því sjálfir! „Hvar er ég, hvað hefur komið fyrir"? Sophia Loren Hver gæti þetta avo aem verið nema hin óvitljafnanlega Sophia Loren. ÞaB kemur heím, sem einhver gdfaður maSur hefur sagt, aO vlrki- le.aa f'ögur kona missi aO engu feg- uró slna. hveriu sem hún klceöist, jafnvel fiótt 7inS væri strigavoki. Kannski er 7>aS hó vegna þess. aS maOur veit um hinar fróbœru linur Sovhiu. aO m.anm finnst þaS allt. ( <7i. hóf.t hii.n sé i karTm.annandtt.f5t- um. sem, eru hó annars heldur ókTæSi- Teaar fUkur. ÞáS mœtti hál.da, aS Sovhía hefSi gist hid skipstjóra aS hessu sinni. hvl jakkinn hans hangir fvrir ofan hana og þaS kemur ekki tiT nokkurra mála, aS Sovhia sofi í svona náttfötum. Hún hefur TikTega orSiS aS fara á fœtur tiT þess aS hita te handa skípstjóranum og þá hefur hún brugSiS sér í náttfötin hans. Annars viTjum viS ekki hálda þvi fram, aS Sophia taki fram hjá manni slnum, ítalska Teikstjóranum Carto Ponti. Nei, öOru nœr, hún ku vera svo einstákTega trygg og trú. Á neSri myndinni er heTzt aS sjá, aS hún hafi \hætt sér einsömul i blT- túr og siOan sprungiS undir bíftik- inni. Allir vita, hvaS kvenfóTk gerir undir þess háttar kringumstœSum — þaO er aS segja, ef þaB er nægilega fáltegt tiT þess aS ráÓiS dugi. En sem sagt, þær gera sig örTltiS óhreinar um hendur og setja kannski eins og eina kTessu á nefiO, en síSan setjast þær einfáldlega á varadekkiO og horfa ráöþrota út i ToftiÖ. ÁSur en varir kemur einhver riddarálegur kaválér og ef hann sér aS daman muni vera hin huggulegasta skvísa, þá er hann ekkert nema hjálpsemin og vraadekkiö veröur komiö undir bíl- inn aö litilli stund liöinni. Hvort hann vilt svo hafa eitthvaö fyrir snúö sinn, er svo önnur saga. Viö skulum vona, aö einhver aki fram hjá Sophiu Loren þarna á vegkantinum og ef hann sér þessa einstöku fótleggi, þá getum viO gengiö út frá þvl sem vlsu, aö hann veröur snöggur aö hemla. ir f skemmtiþætti einum heyrðum við nýlega einn gárungann tala um „Flosaveturinn mikla". Og allir vita hver er ástæða þessarar hugmyndar. -— Flosa Gunnlaug Ólafsson kar.nast flestir bæjar- búar við. aðallega gegnum útvarpsviðtækið, en hann hefur undanfarið verði mjög á dagskrá, jafnt sem virkur þátttakandi í leikhúslífi bæjarins og sem útvarpsmaður. Við vorum á skemmtigöngu fram með t.iörninni, er við rákumst á þennan um- talaða heiðursmann. — Sæll, Flosi, ekkert að djobba I dag? — Ég geri aldrei neitt — þarf þess ekki. — Nokkrar nýjar hugmyndir í kollinum? — Já, ein alveg stórkostleg — á ég að selja ykkur hana? — Hvernig hijóðar hún? — Fara í bíó klukkan fimm, eruð þið með? — Já, ef við fáum að bjóða þér. Er ekki mikil aðsókn að Ástum i sóttkví? — Ja, það er nú með mig eins og blaðamenn Timans, ég hef aldrei komizt inn á sýningu, ösin hefur verið svo mikil. — Ertu með eitthvað nýtt í uppsiglingu? — Eg veit ekki. Ég tek nú ekki að mér hvaða stykki sem er. — Nú? —- Ég hef sett mér það takmark að setja ekki upp neitt leikrit, nema hægt sé að koma þar inn þessari sigildu setningu: „Hvar er ég, hvað hef- ur komið fyrir?" Höfundur „asna ns" Þegar talað er um Tedda „bartender" vita allir, við hvern er átt, enda hefur Theódór Ölafsson, eins og hann heitir fullu nafni, staðið innanbars á Hótel Borg í fimm ár, eða allt frá því að barinn á Borginni var opnaður. Við litum við hjá Tedda einn daginn og spjölluð- um við hann um daginn og veginn yfir einu glasi af engiferölid), og byrjum auð- vitað á þessari sígildu spurn- ingu: — Hvað hefurðu starfað lengi hérna? — Ég byrjaði hér árið 1939 og þá auðvitað sem lærlingur, tæplega 16 ára gamall. Vann síðan öll venjuleg þjónsstörf hérna í veitingasölunum til ársins 1955, en þá gerðist ég barþjónn. —■ Og hefur ekki margt skemmtilegt á daga þína drifið þessi ár hér á Borginni? — Ja, þetta er náttúrlega eins og hver önnur vinna, en kannski tilbreytingaríkari — maður er alltaf að sjá ný og ný andlit og heyra nýja brand- ara. Annars eru vintegundirnar sem menn drekka hér yfirleitt mjög fábreytilegar. — Er ekki mikið drukkið af þessum svokallaða „asna“? — Jú, hann virðist lengi ætla að tolla í tízkunni. Áður var tiltölulega lítið drukkið af vodka og þá á annan hátt — öðruvísi blandað. Annars má ég segja að Þessi mikla „asna“- drykkja hafi byrjað hér á barnum hjá mér, og má vel vera, að ég sé einmitt höfundur þessarar asnalegu nafngiftar. — Hefurðu dvalizt eitthvað erlendis? — Ég var á hótelskóla í Sviss fyrir nokkuð mörgum ár- um. Þrjár deildir voru í skól- anum — þar var deild fyrir íramreiðslumenn, matsveina og svo var kennd þar hótelstjórn. Þessi skóli er talinn einn hinn full- komnasti í heimi á þessu sviði, og var þetta sex mánaða nám, sem ég stundaði við skólann, mér að miklu gagni. Og núna s.l. haust var nokkrum barþjónum héðan frá Islandi 'boðið á mót í Kaupmanna- höfn, þar sem hittust barþjónar úr mörgum löndum heims. Þar var meðal annars háð keppni um það, hver gæti blandað bezta kokkteil- inn, og sigraði þar Þjóðverji sem ég man nú ekki hvað heitir. En uppskriftina man ég — hún var svona: % greip-djús, % Bacardi, % Cointreau, kirsuber. — Hafa barþjónar erlendis fé- lagsskap með sér utan hinna venjulega þjónafélaga? — Já, alls staðar. Enda er það talið heppilegra, þar sem störf bar- þjóna er að mörgu leyti sérstæð. — Hafið þið kannski í huga að koma á slíkum samtökum hér heima? —■ Já, það hefur verið rætt um það mál, en ekki hægt að segja um að svo stöddu hvenær það verður. ; ; | S|(] — Hvernig eru vinnuskilyrðin hérna á Borginni? —■ Þau eru ágæt. Reyndar er barinn heldur lítill, en það stend- ur víst til bóta núna á næstunni. ,,Bifreiðinni var ekið á skipið og tr/ggingafélagið varð að greiða bætur .. bíll, sem ók inn um búðar- glugga, og að sjálfsögðu kom fram krafa um bætur á hinum ýmsu vörum í búðarglugganum, sem fyrir bifreiðinni varð, en svo kom einnig krafa frá tveimur mönnum, sem sváfu i sama húsi, um bætur fyrir röskun á svefnfriði. Við fórum niður á Klapparstíg og ætluðum í heimsókn á biljarðstof- una á númer 26, en lentum óvart einni hæð ofar og sitj- um nú inni á einni skrifstofunni í Vátryggingarfélaginu h.f. og hlust- um á menn segja frá ýmsu skemmti- legu og — leiðinlegu sem kemur fyrir i tryggingarmálunum. „í gamla daga voru það óskráð lög — og reyndar skráð á tímabili — að þegar brann ofan af einhverj- um bóndanum, þá lagði hver bóndi í sveitinni fram sinn skerf til hjálp- ar, eina kú, einn hest af heyi o. s. frv. En það er einmitt þetta, sem tryggingarfélögin gera — þau sam- eina hjálpina fyrirfram á einn stað til að vera tilbúin að veita aðstoð þeim, sem verður fyrir óhappi. En það er stundum eins og fólk sjái mikið eftir þeim peningum, sem það þarf að borga í tryggingariðgjöld — þangað til það verður fyrir ein- liverju tjóni. Þá reyna allir að fá eins mikið úr tryggingunum og mögulegt er — og jafnvel meira. Annars eru iðgjöldin hlægilega lág, miðað við öryggið, sem trygging gefur — ársiðgjald af 100.000 króna innbústryggingu er svipað og verð á einni flösku af brennivíni. „G'engur stundum erfiðlega að komast að samkomulagi við kröfu- hafa?“ „Það gengur nú yfirleitt vel ■— það er helzt í sambandi við bifreið- ar, sem eitthvað ber á milli. Það er nú nokkuð óvenjulegt að bifreið og skip lendi í árekstri saman, en þó kom það fyrir fyrir nokkrum árum. Bílstjóri nokkur ók niður á hájfnar- bakka, en af einhverjum ástæðum keyrði hann fram af bakkanum og á skip eitt sem lá þar upp við. Bæði farartækin skemmdust nokkuð — að minnsta kosti varð tryggingar- félagið að greiða skipafélaginu nokkrar bætur fyrir skemmdir á skipinu. „Ef við höfum tryggt innbú hjá ykkur — svo brennur ofan af okk- ur kofinn — getum við þá komið hingað samdægurs og fengið greidda tryggingarupphæðina ? “ Fram'hald á bls. 26. Nokkrir sem vinna hjá Yátrygginga- félaginu h.f.: Eyjalín, símastúlka; Ólafur Finsen, framkv.stj.; Guðrún, vélritunarstúlka; Gísli, skrifstofu- stjóri; Gunnar, bifreiðaeftirlitsmað- ur, Magnús J. Túlíníus og Katrín Kolbeins, vélritunarstúlka. 18 VIKAN VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.