Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 15
af — Ég liélt eitthvaö til að þú myndir hafa gaman aö lesa, sagði ég hikandi. að fá getur verið mikil þjáning oð vera einmana kvæma uppskurðinn strax. Auðvitað kveið hún dálítið fyrir, en hún var líka eftirvæntingarfull og bjartsýn. Hún var, sem betur fór, orðin það taugastyrk, að hún trúði því sjálf að uppskurð- urinn myndi heppnast. Daginn áður en hún átti að fara á spítalann, lokaði ég búðinni og fór heim til mömmu til að sækja hana. Við töluðum ekki mikið saman á leiðinni, en áður en við kvöddumst, fékk ég loks- ins kjark til að segja nokkuð, sem mig hafði lengi langað til að segja henni. — Esther, sagði ég, — ef þetta fer nú ekki eins og við vonum, þá ætla ég að bíða þín fyrir utan spitalann, þegar þú kemur út. Og ef Þú þarft einhvern tíma á hjálp minni að halda, það gildir einu hvenær Það verður eða hvers vegna — þá Veiztu hvar mig er að finna. Ég var feginn að hafa sagt þetta, af því að ég vissi að það myndi styrkja samband okkar. Ég vonaði auðvitað hennar vegna, að allt gengi að óskum, en ég vonaði að hún myndi samt sem áður þarfnast mín. Ég elskaði hana svo heitt, og gat varla hugsað til þess að lifa án hennar. En það, sem mestu máli skipti, var auðvitaö, að hún yrði heilbrigð og hamingjusöm. Uppskurðurinn tókst vel og auðvitað var Esther hamingjusöm. En engum hafði dottið í hug, að það myndi taka hana langan tíma að læra að ganga og ná íullri heilsu. Kannski höfðum við ímyndað okkur að hún gæti staðið upp frá skurð- arborðinu og íarið út að dansa. Þetta var nú ekki svona auðvelt. Yfirlæknirinn, sem vissi hvar Esther hafði verið næstum allan tímann, sem hún beið eftir spítalaplássi, spurði mig blátt áfram, hvort hún gæti ekki verið hjá móður minni dá- lítinn tíma eftir uppskurðinn, sér til hressingar, og auðvitað sögðum við strax, að hún væri hjart- anlega velkomin. Ég ók henni sjálfur heim til mömmu, þegar hún útskrifaðist, en síðan leyfði ég henni að vera í friði. Hún ætlaði hvort sem var að byrja aftur, þar sem frá var horfið þegar síysið varð. Hún beið bara eftir því, að Peter kæmi aftur, og ég gat eins vanizt þvi strax að lifa án hennar. Þess vegna sökkti ég mér niður i vinnuna og var kyrr i bænum. E’n svo fékk ég bréf frá mömmu. Það var ein- göngu um Esther. „Það er eins og hún kunni ekki við sig hérna lengur,“ skrifaði mamma. „Hún er auðvitað ánægð yfir að uppskurðurinn tókst svona vel, en samt finnst mér hún ekki vera reglulega glöð. Getur þú ekki komið heim og talað við hana.“ Ég hugsaði málið. Ég átti enga ósk heitari en að fara heim og hugga Esther, ef eitthvað væri að henni, en ég bjóst ekki við að ég væri rétti maðurinn. í þessu fólst dálítil eigingirni. Ég vissi að það myndi reynast mér erfitt að hitta Esther. Ég hringdi tll blaðsins, og spurði, hvenær Peter Skjold væri væntanlegur. Ef hann kæmi bráðum, þyrfti ég ekki að hugsa um Esther framar. Þá myndi hún taka gleði sina aftur án minnar að- stoðar. En ef Það liði langur timi ennþá, ætlaði ég að fara heim og reyna að hressa hana. — Peter kom í gær, var svarið. — Hann er hérna núna. Viljið þér tala við hann? — Nei, þökk fyrir, það er ekki nauðsynlegt. Þegar ég lagði tólið á, fannst mér allt svo grátt og ömurlegt. Nú vissi ég að Esther þarfnaðist mín ekki lengur. En hálfum mánuði seinna fór ég heim yfir eina helgi. Mamma hafði skrifað mér, að það væri svo hræðilega tómlegt í húsinu síðan Esther fór. Hún hafði aldrei verið einmana fyrr en nú. Ég vissi vel hvernig henni hlaut að líða. Þess vegna fór ég heim. Mamma hafði rétt fyrir sér, það var ósköp tómlegt að koma heim. Það gladdi hana, að ég kom, og hún flýtti sér niður í þorpið til að kaupa eitthvað gott í mat- inn. Ég settist við hljóðfærið og fór að spila vals eftir Brahms, einn þeirra, sem Esther hafði verið sérstaklega hrfiin af. Ég hugsaði um hana meðan ég spilaði. Peter hafði sótt hana fyrir rúmri vlku. Skyldi hún vera hamingjusöm núna? Kannski værl hún að dansa við hann á þessu augnabliki og næstum því búin að gleyma öllu því, sem hún hafði mátt Þola. Ég hugsaöi svo sterkt til hennar, að ég varð allt í einu gripinn þeirri til- finningu, að hún væri ekki langt í burtu. Það var eins og ég fyndi angan af ilmvatninu hennar og heyröi léttan andardráttinn. Samt var ég viss um, að ég sæi afsjónir, þegar ég leit upp og sá hana standa í dyrunum. Þetta var aðeins ósk- hyggja, sjónhverfing. — Haltu áfram að spila, sagði hún; málróm- urinn var eðlilegur og skýr. Hún hallaði sér upp að dyrastafnum og leit á mig með einkennilegu brosl. Framhald á bls. 31. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.