Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 26

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 26
Slgrún Ragnars. Framh. af bls. 10. —• Ekki í búðinni ... ég meina að ég söng ekki þar. Það byrjaði seinna. Þá var auglýst eftir söng- kröftum i Silfurtunglinu. Það komu sex krakkar og létu reyna sig og þar á meðal ég. Yið sungum í síð- degiskaffitímanum og ég varð edg- inlega ein eftir af þessum hópi. Svo var nokkurt hlé á söng um tíma, unz ég byrjaði í Breiðfirðingabúð í nóvember í haust. — Á gömlu dönsunum. — Já, það er líka sungið á gömlu dönsunum. — Og svo fórstu í Reviuna í Sjálfstæðishúsinu. — Já, ég hljóp eiginlega í skarð fyrir aðra, sem forfallaðist, og byrj- aði þar af leiðandi seinna en hinir. — Er svona revíuleikur betri en dægurlagasöngur? — Mér finnst það miklu skemmti- legra. Það er meiri leikur og svo er félagsskapurinn svo ágætur. — Þú hefur þá áliuga á ieiklist? — Mig langar mjög mikið til þess að læra að leika seinna meir. — Þú dansar þarna í reviunni, — hefurðu lært dans? Ég hef verið í ballett og spænskum dönsum hjá Jóni Valgeir. — Það hlaut að vera. Ætlarðu ekki á grautarskóla líka? — Nei, ég lield ég geti lært að búa til hafragraut heima. — Það á sem sé ekki að verða mikil tiibreyting í matseldinni hjá þér. Þú ert kannski trúlofuð. — Nei. — Alls ekki? — Ekkert alls ekki, — ég segi bara nei. — Þýðir það eitthvað pínulítið trúlofuð? — Engar nærgöngular spurning- ar hér. — Ókei, þá skulum við tala um annað. Þú hefur kannski einhver merkileg framtiðarplön. — Það gæti verið. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á því að fara utan og læra snyrtingu. Kannski fer ég svo seinna í leiklist, ef það kennir i Ijós, að ég hafi hæfileika. — Hefurðu von um að komast bráðlega til útlanda? — Kannski á næsta ári. — Þú hlýtur nú að auðgast á því að vinna á tveim stöðum. — Ég lána foreldrum inínum allt, sem ég vinn inn. Við erum að byggja suður í Kópavogi. — Þetta er bæði óvenjulegt og til fyrirmyndar. Er þetta langt kom- ið hjá ykkur? — Við vonumst til að geta flutt í sumar. — Og þú hefur kannski verið að vinna þar sjálf? — Ég hef reynt að hjálpa eftir megni. — í hvað fara annars frístund- irnar? — Hvaða fristundir? ... ég verð mjög sjaldan vör við þær. Ég er oftast upptekin fimm kvöld í viku ... alltaf á spani. — Þú lest þá líklega ekki mikið. — Ég hef mjög gaman af því að lesa bækur, en það þarf tima til þess líka. » Svo var timinn útrunninn, sem; hún hafði til umráða í hádeginu, og við sáum á eftir henni inn fyrir glervegginn. Og innan skamms var hún komin í hvita sloppinn og far- in að afgreiða varalit og hár- greiður. ★ Hús og húsbúnaðar Framhald af bls. 11. ruggustóll með fótaskemli, skrif- borð með vínskáp og bókahillu á baki og svefnsófi í barnaher- bergi. Teppið frá Axminster var þægilegur og hlutiaus bakgrunnur og gluggatjaldafestingin var nýstárleg, en ekki þannig úr garði gerð, að hægt væri að draga fyrir gluggana. Það skiptir að sjálfsögðu engu máli, en þá verður að minnsta kosti að hafa rimlatjöld fyrir þeim. Ljósabúnaður- inn var með því betra, sem hér hefur sézt. Margir höfðu orð á slæmu skipu- lagi á svefnherbergjum, þar sem geng- ið var gegnum barnaherbergið inn í hjónaherbergið. Það getur gengið, meðan börnin eru ung, en þegar þau fara að stækka og fara að taka fé- laga sína heim með sér og vilja vera út af fyrir sig, þá er þetta skipulag ófært. 1 því tilfelli væri varla hægt að bjarga málinu á annan hátt en gera dyr inn i hjónaherbergið úr stofunni. Sýningar sem þessi geta haft stór- kostlegt menningarlegt gildi, ef vel tekst. Hins vegar er augljóst, að ábyrgðarhlutinn er gifurlegur, ef um smekkleysu er að ræða. Fólk sækir mjög mikið þessar sýningar á happ- drættisíbúðum DAS, og er ekki vafi á því, að margir sækja þangað hugmyndir, sem þeir reyna síðar að útfæra heima hjá sér. Einu sinni kom það fyrir, að forljótum gibslista hafði verið komið fyrir í kverkum á happdrættisíbúð, sem sýnd var við Kleppsveg. Sem betur fer, hefur það ekki komið fyrir aftur og óhætt er að segja, að frágangur á þessum íbúðum verður listrænni með hverju ári. Þeir, sem standa fyrir svona sýningum, eru á vissan hátt að ala þjóðina upp og „gefa línuna" eins og það er kallað. Það er skylda þeirra að fylgjast vel með þvi, sem gerist í byggingarlistinni hvar sem er í heiminum. Þeir hafa tækifæri til þess að kynna nýjungar og útrýma gömlum smekkleysum, sem lengi hafa loðað við, af því að einn apar eftir öðrum. Það er ekki annað sýnt en þetta mál sé á réttri leið, og þátturinn Hús og húsbúnaður óskar forráða- mönnum sýningarinnar við Hátún til hamingju með árangurinn. G. ★ Bifreiðinni var ekið á skipið Framhald af bls. 19. „Ja — fyrst þarf að athuga, hve mikið tjón hefur orðið og hvort lög- reglan hefur gert skýrslu um brun ann, hver upptök elusins voru og yfirleitt allar upplýsingar, sem nauðsynlegar mega kallast. En oft liafa menn fengið greiddar hætur strax daginn eftir — að minnsta kosti einhvern hluta tryggingarupp- liæðarinnar.“ „Grunið þið kröfuhafann stundum um græsku, — að hann hafi jafnvel kveikt i sjálfur? „Nei, yfirleitt er það nú ekki. Þó kom það fyrir einu sinni, þegar átti að fara að greiða bætur fyrir brunatjón, að einn tryggingarstarfs- maðurinn fékk grun um, að ekki væri allt með felldu og stöðvaði greiðsluna. Tók hann svo sjálfur að sér leynilögreglustarfið og eftir mikið stúss og mikla fyrirhöfn upp- lýsti hann málið fullkomlega. Og það kom í ljós, að í þessu tilfelli hafði tryggingartaki sjálfur verið valdur að brunanum.“ „Og sá hefur líklega ekki fengið mikið út úr ykkur?“ „Nei, ég held, að íkveikjur séu anzi hæpið gróðabragð. Annars kom einu sinni fyrir atvik, sem er gott dæmi um það, hve langt bótakröfur geta gengið. Maður nokkur missti af strætisvagni einhvers staðar hérna fyrir innan hæ og ætlaði að stöðva bíl, sem kom þarna að, með því að veifa honum. En maðurinn hefur víst staðið heldur innartega á brautinni, því að hann kom daginn eftir til tryggingarfélagsins, sem billinn var tryggður hjá, og heimt- aði háar skaðabætur fyrir smá- skeinu, sem liann hafði hlotið á höndina við þessa misheppnuðu tilraun.“ ★ koma mér heim. 26 V IK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.