Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 29
skrift að listsköpun allri, heföi hann eigi vitað það af raun að sá upp- vakningur átti það til að snúast gegn sendandanum sjálfum; þess i stað greip hann til brezkrar steits- mennsku sinnar, gerðist þeim nú vinveittur, er Jónas sálugi hafði of- sótt hvað mest, en lagði hatur á þá, er hann hafði hampað til valda og áhrifa, svo sem kommúnista, og hugðist þannig koma lagi á vegend- ur hans, þar sem hann vissi þá ber- skjaldaðasta. Dró hann upp merki Ófeigs á Fjalli, og lét einkamálgagn sitt bera heiti hans, þar sem hann veittist hart að vegendunum auk þess sem hann stóð að hálfgildings einkamálgögnum i félagi við forna féndur, sem gerst höfðu reikulir í trúnni; flugu nú víða spjót hans en ekki gætti hann þess eins að miða og hæfði hann því fæst, er hann skaut til í ofurkappi hendarinnar. Er það til marks um live geiguðu skot hans, að enn iifir Hermann, og hefur fremur haft gagn af geigskot- unum en hitt; munu þau hafa inn- rætt honum þá trú að hann njóti sama svardaga og Baldur enn hvíti Ás og jafnvel þeim mun fremur, að það saki sig eigi þótt hann leiki sjáifur leik Haðar blinda og fari eigi sem varlegast með mistilteininn. Og enn lifir Jónas sjálfan sig; skrifar i Mánudagsbiaðið og skýtur enn spjótum þótt skammdrægari sé en fyrr. Er nú slík íhaldssemi hans, að hann sér laumukommúnista i liði Thósara og heyrir gný fallaxar- innar í leiðurum Morgunblaðsins, en telur Jón heitinn Þorláksson i hópi hinna meiri spámanna. Þegar hann er loks allur, mun liann hafa skrif- að mest íslendinga að fornu og nýju; Hggja þegar eftir hann fleiri bækur en nokkur kann upp að telja, eða nokkur maður mun hafa enzt til að lesa, og yrðu þær þó varla nema litill hluti af öllu því, sem streymt hefur úr penna hans, væri það gefið út i heild. Sjálfur samdi hann ís- landssögu á sinum tima — læsileg- ustu bók — og eftir lians tíma verð- ur eigi skrifuð svo íslandssaga, jafn- vel ekki af niðjum Hermanns, að hans sé þar eigi getið og það á meir en einni blaðsíðu. Engu skal um það spáð hvern dóm hann hlýtur i sög- unni, en hitt má fullyrða, að ekki muni kviðdómur samtiðarinnar verða á eitt sáttur í máli hans, og e-ins og áður er fram tekið ekki hvað sizt vegna þess, að eigi verður nein bein sök á hann sönnuð, er sjálfráð geti talizt því að eigi verður honum um það kennt að hann fæddist, fremur en það að hann er enn á lifi — eigi heldur um það, að honum hefur ekki enn tekizt að kála Her- manni og verða sér þar með úti um þær málsbætur, er duga myndu hon- um til sýknu hjá flestum; hefur hann því eigi nema þær hálfu máls- bætur eins og áður er sagt, að eng- inn frýr honum vits, jafnvel ekki á gamalsaldri. En vist er um það, að hann verður ekki talinn neinn meðalmaður, hvorlci af samtið né framtið, ekki einu sinni meðalþingeyingur af Þineyingum sjálfum, svo djúp spor hefur hann markað — þótt þeim kunni að þykja slóð hans nokkuð hlykkjótt, sem ekki vita gerr en það, að þeir halda að Jónas frá Hriflu og Jónas frá Hriflu hafi verið einn og sami mað- urinn ... . ★ Fluga í magannm Framháld af bls. 13. Hinrik var montinn yfir þvi að geta sýnt þekkingu sína. Og Sören trúði honum vel af því hann var læknissonur. Sören áleit að þessi skólabróðir sinn hefði mikið vit á veikindum og lækningum. Hinrik var mjög alvörugefinn á svip. Sören veitti blikinu í augum Hinriks eftirtekt. Hann henti gam- an að hræðslu Sörens, en leyndi þvi svo vel að sjúklingurinn grun- aði hann ekki um græsku. „Ég ætla að biðja um leyfi til þess að fara heim,“ tautaði Sören. Hann fór til kennarans og sagði honum að hann væri mikið lasinn. Kennarinn gaf leyfið. Á heimleiðinni versnaði Sören. Og er hann kom heim var hann mikið veikur. „Hvað er að sjá þig, drengur,“ sagði móðir hans, er hún kom auga á soninn. „Hvað gengur að þér?“ „Flugan,“ sagði Sören. „Hún flýaur nm magann á mér. Hún er full með sóttkveikjur. Ég þarf að fara til læknisnis..“ ..Fluffan?“ endurtók móðir hans. „Æ, já, flugan. Þú hefur ekki glevpt hana. Þú tókst ekki undir- skálina, sem fhigan var á. Hún er nýflogin burt. Hún var húin að ná sér eftir svamlið í mjólkinni." „Er flugan flogin?“ spurði Sör- en. „Já,“ svaraði móðir hans. „Þú ert allt of teprulegur og lifhrædd- ur. Sören. Farðu í skólann aftur.“ Sören labbaði til skólans og var miöc niðurlútur. Þegar hann kom í skólann skellihlógu skólabræður hans að lionum og drógu liann sundur og saman i logandi háði. Þá ákvað Söron að verða ekki tenruleeur eða Hfhræddur framar. Fn brátt fvrir það losnaði hann ekkí við viðurnefnið Sören lif- hræddi. (Jóh. Sch. þýddi) Til pess að vernda húð yðar sttuð pSr oð v*r|o nokltrum mlnútum á hverju Itvetdl tfl oð inyrto ondllt yðor og hendur með Nlvea-kremi. 1*00 hresslr, (tyrkir og iléttir ondlitshúðino og h*''durnar verðo mjúkor og (allegor. Niveo-krem hefir Inni að haldo euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. fess vegno oengur það djúpt Inn I húðlno, og hefir óhril langt ujn fyrlr yfirborð hðrundsins. fess vegno er Nivea-krem evo gotl (yrir húðino. AC 177 Gunnvör ætlar til tslands Það stóð í sænsku blaði, að þessi stúlka, sem heitir raunar eklci Gunnvör heldur Gunnwer og þar að auki Bergkvist, ætli að taka sér ferð á hend- ur til íslands í sumar og veiða lax. Hún ku vera forfallin í laxveiði, en litlar upplýsingar getum við gefið hérlend- um laxveiðimönnum um hana, nema livað hún ér frá Gautaborg og við höf- um grun um að hún sé í tygjum við einhvern náunga, sem heitir Hans, en varla fer hún að dragast með hann til Islands. Eins og þið sjáið hefur Gunnvör allra þokkalegustu línur og vel er trú- legt, að það sé lireint ekki leiðinlegt að veiða með henni lax. ★ VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.