Vikan


Vikan - 16.06.1960, Síða 28

Vikan - 16.06.1960, Síða 28
NYTT... flP.. SKÝRIR HARALIT HÁRSKÝRIR . . . SHAMPOO . . . LAGNINGARVÖKVI. FOCUS gerir háralit ydar skýran og fagran og endist vikum saB»an, og hár ydar mun vekja addáun allra, sem á líta. FOCUS er einnig shampoo. HAFIÐ ÞÉR ALDREI NOTAÐ LIT? Þér getid óhræddar notad FOCUS. i lann er audveldur í notkun og med fullkomlega edlíleg htaráhrif, sem , ... skýra og fegra ydar eigin háralit. 6 UNDUR-FAGRIR OG í / EÐEILEGIR HÁRALITIR— Veljid pann, sem hæfir háralit ydar. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hvernsgotu 103—Simi 11275. ; Jónas frá Hriflu 1 ALDARSPEG Framhald af bls. 9. Benedikt á Auðnum, en hráðurinn snartvinnaður úr gleipnisraki kaup- félagsskuida, en bændur fundu eigi að fjötur var i, svo ljúf var þeim lóin. Jónas Jónsson flokksforingi reit for- ystugreinar í Tímann, sem gerðust brátt svo langar að þar komst ekki annað efni fyrir og varð þó framhald í næsta blaði svo rúmfrekt, að gott mátti kallast ef þar komst líka fyrir eftirmælagrein um látinn flokks- Ll mann úti í dreyfbýlinu og var hans þó því aðeins getið, að hann ætti margra atkvæðisbæra afkomendur og aðstandendur; fjölluðu forystu- greinar þessar allar yfirleitt um eitt og hið sama, grimsbýlýð, thórsara og vonda menn eins og Björn með stóra hjartað, en svo einstaka sinnum minnzt á góða menn eins og Bjarna á Laugarvatni og komandi stórmenni eins og Vilhjálm Þór fyrir norðan, Jónas Jónsson ráðherra skipaði I embætti, og tók einna fyrstur slíkra valdamanna upp þann sið, sem siðan liefur verið i heiðri haldinn og þó misjafnlega, að spyrja öllum nánara um pólitískar skoðanir en hæfni og verðleika, — einnig mun hann hafa verið höfundur þess háttar hérlend- is, að búa lieldur til nýtt embætti en láta ekki lientugar skoðanir njóta sín eða fylgisspekt ólaunaða. Jónas Jónsson þingmaður barðist fyrir að minnsta kosti jafn mörgum fram- fara- og þjóðþrifamálum og hinum, sem gengu til óþurftar, átti frum- kvæðið að byggingu margra héraðs- skóla og gerði allt til að efla mennt- un og menningu landsmanna — en vildi svo, ásamt Jónasi Jónssyni, for- manni menntamálaráðs, sjálfur ráða menntuninni og menningunni. Setti hann skáldum og listamönnum for- skrift, og straffaði þá harðlega með styrkjaskerðingu og langhunda- nuddi, sem ekki fylgdu henni trú- lega; setti jafnvel verk þeirra í gapa- stokk á almannafæri og meinti að þeim væri háðung að. Eins og af þessu má sjá — og er þó fátt eitt upptalið — var þarna ekki neinn meðalmaður á ferð, jafnvel ekki neinn meðalþing- eyingúr; má benda á það, að aðeins langlmndsgreinar þær, sem hann reit í flokksblað sitt, mundu allt að því ævistarf hvers jafnoka Guðrúnar frá Lundi, og voru þó hjáverk hans. Þá er og alkunna, að hann tefldi pólitíska refskák af slíkri snilld, að fágætt má teljast. Slíkt var minni hans og athygli, að enginn gaf honum svo hornauga að hann tæki eigi eftir og myndi það eigi til hefnda, og þá ekki honum einum, heldur og aðstand- endum hans og afkomendum; gerð- ist hann svo fróður um skoðanir manna, skapferli og háttu alla, en þó einkum bresti, annmarka og víxlspor — jafnvel þau, sem stigin voru fjarst almannafæri — að vart mun annað visindaafrek hafa verið unnið meira hér á landi, og hefði eflaust dugað honum til margfaldrar nafnbótarinnar „dr. i.h.c.“, ef hann hefði þegið og ekki haft rótgróna fyrirlitningu hins snöggmenntaða gáfumanns á öllu langskólaþófi og því viðloðandi hégóma. Sannar það bezt vísindamennsku hans, að hann safnaði eigi aðeins slíkum upplýs- ingum varðandi andstæðinga og ut- anflokksmenn, heldur og sina dygg- ustu fylgjara — eða honum gekk þar og forsjálni til, þvl að vitað er að jafnvel lúpulegustu flokksþý geta svikið. Enn er að geta þess, að telja má Jónas hérlendan höfund þeirrar sálfræðilegu kenningar, að lygin verði að sannleika í meðvitund manna, sé hún nógu oft endurtekin; einkenndi þetta óneitanlega nokkuð pólitiska ræðumennsku hans og rit- mennsku, og mundi jafnvel nægja að lesa eina eða tvær forystulang- lokur hans og hafa lieyrt eina eða tvær þingræðulanglokur hans; þá þekkti maður öll þau stef er hann notaði sem uppistöðu í allar sínar pólitísku hljómkviður — þeirra á meðal „N’íundu hljómkviðuna“ með dr. Helga á Kleppi og stóru bomb- una að meginstefi, og „Eroica- hljómkviðuna“ um afrek ungra manna og hlutverk æskunnar í land- inu, scm hann tileinkaði fyrst Eysteini unga og Hermanni harð- brögðótta, en breytti þeirri tileink- un siðar á nafn littskólagenjfinna aldamótamanna. Ekki hafði Jónas lengi valda not- ið og völdum beitt, þegar Jónas „steitsmann“ þóttist sjá að Jónas fallaxarsinni hefði á sig leikið af leninskum klókskap; varð þó að láta kyrrt, þvi að nú gerðist sllkur ofstopi hins, að engum ledðst gegn honum standa. Kváðu dumb högg fallaxarinnar við án afláts i forystu- greinum á öllum síðum Timans, og hirti Jónas sá ekki lengur um að vefja axarblaðið vefnaðinum frá Rocksdale, fremur en að leggja sér á minni þá speki „steitsmannsins“, að enginn sesar er svo brynjaður völdum, að eigi geti hnifur Brútusar sært hann til ólifis. Er hann hafði nokkrum sinnum verið ráðherra og tekizt að þjarma svo að andstæðing- um sinum, að hann taldi þá sér meinlausa, en fjötrað svo flokks- menn sina og fylgjara embættum, bitlingum og aðstöðusæld, að hann hugði sig engu skipta hvort þeim likaði betur eða verr, kunni hann ekkert hóf lengur valdhroka sin- um, vildi einskis manns ráð hafa nema að engu og rak upp hósta- kjöltur svo hann heyrði eigi, er Jónas hinn vildi minna hann á orð rómversku völvunnar og kvað 14. maí geta borið upp á hvern dag árs- ins sem væri. Því gerðist það, að sagan endurtók sig, lítilsilgdir menn i liði hans, sem hötuðust við hann fyrir það, að þeir vissu sig eiga honum alla hefð upp að unna, og ofurkappsfullir hrokagikkir, sem hann hafði of mikið kennt, tóku liöndum saman og mynduðu sam- særi gegn honum, kjöru hvorir um sig fulltrúa, er skyldu báðir munda brútusarhnífinn, og gerðist nú það ótrúlega að finna mú síðan einn at- burð hliðstæðan í sögu Framsóknar- flokksþinga og rómverska senatsins, og um leið það trúlega, að eigi var það neinn þeirra atburða er sagan metur til sóma. Svo herma menn, að Jónasi faerist öllu garpslegar en Sesari, er hann hlaut banasárið; að hann glotti við, en teldi hvorugan þann til barna sinna er um ritingsskeptið hélt og lét hann þar líf sitt með lágu hósta- kjölti, en þingmenn þyrptust að veg- endum hans og vildu allir þeirra vinir vera; sannaðist þar kenning Tómasar um hjörtu manna í Súdan og Grimsnesinu í yfirfærðri merk- ingu á rómversk senatora og is- lenzka framsóknarþingmenn. Hitt hafði bæði þeim og vegendum gleymst, að enn lifði Jónas frá Hriflu, eða vildu eigi muna; áttu þó eftir að verða á það minntir og lét- ust þó enn eigi muna eða vita að heldur. Það kom nefnilega brátt á daginn, að Jónas sá ,er löngum hafði setið við kennarapúltið í Samvinnuskól- anum, lifði enn og hafði svarið þeim hefndir, sem gengu af Jónasi hinum dauðum, og mundi hvorki spara til þess þá eiginleika, sem hann mat bezta í fari brezkra, að viðurkenna aldrei ósigur en berjast jafnvel afturgenginn ef ekki vildi betur, né niðkinngi þingeyskra héraðsskálda, er þeir kváðu á menn sendingar. Gekk hann svo langt í hefndarhug sínum, að hann mundi eigi hafa skirrst við að magna að þeim þann Þorgeirsbola, sem hann hafði áður viljað magna þedm listamönnum, sem eigi vildu hlíta bárðdælskri for- 1281 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.