Vikan


Vikan - 28.07.1960, Page 12

Vikan - 28.07.1960, Page 12
Börnin sýndn mikla stillingn, enda hafa þau ef til vill ekki skilið þá hættu, sem þau voru stödd í. Smávægileg hreyfing hefði getað kostað þau lffið. Hubert Miller er hér í miðið. Hann komst út úr bilnum með mikilli varfærni og náði í hjálp. Hann er hér með tveim lögreglumönnum. BAN I VÍS Sunnudaginn 29. nóvember 1959, fór Hubert Miller í ökuferð ásamt konu sinni og fimm börnum. Ferðinni var heitið frá Chicago til Gary, tæplega einnar stundar akstur. Fjórar mílur frá Gary fór tankbíll fram úr þeim og um leið missti bílstjórinn stjórn á tankbílnum. Hann rakst á háspennu- mastur og háspennuleiðsla með 33.000 volta straum féll ofan á station- bifreið Millers. Anna sat viS hlið mér í Fordinum. Það fór hrollur um hana, er hún heyrði börnin gráta i aftursæti bílsins. Ég fann að hún snart mig, ískaldri hönd sinni, og leit við. Mig grunaði sem var, að ég myndi sjá framan í náfölt andlit hennar. — Sitjið kyrr, Tommi og María, og hreyfið ykkur ekki. Hrærið ykkur ekki hið minnsta. Rödd konu minnar var einkennilega hás, er hún hvíslaði þessu að börnunum. — 1 guðs bænum, sitjið grafkyrr. Ég sneri liöfðinu enn meira og leit um öxl. Börnin okkar, sem voru þrír iitlir drengir og fimm ára gömul telpa. sátu hvert við annars hlið, í sætinu að baki okkar. En i haksætinu, fyrir aftan þau, lá Doro- thy litla í vöggu og sparkaði án afláts. Háspennulinan sem lá meðfram veginum, hafði slitnað og leiðslurnar failið niður yfir bílinn, eins og armar á risakolkrabba. Það voru ekki meinra en svo sem tvær mínútur siðan þetta hafði gerst, en okkur fundust þær mínútur eins langar og heil eilifð. Þarna hímdum við í sætum okkar, stjörf af skelfingu, og biðum dauðans. Tankbillinn stóri, sem orðið hafði til þess að koma okkur í svo yfirvofandi lifshættu, stóð á veginum framanvert við okkur, og hall- aðist upp að múrvegg, er hrundið hafði við áreksturinn. Veggurinn hafði gersamlega eyðilagst og hékk ekki saman á öðru en járnbind- ingunni. — Pabbi, hvers vegna megum við ekki fara út? spurði Jimmi. Ég sneri mér þegar við í sætinu, og sá að hann hafði rétt höndina út að hurðarhúninum. — Jimmi, komdu ekki við húninn, það er lifshættulegt. Það hefir komist rafstraumur i bilinn, og ef við snertum á nokkur í honum, sem málumur er i, þá er úti um okkur . . .öll. Þú verður að sitjagraf- kyrr þar til straumurinn hefir verið rofinn. — — Hvernig er hægt að rjúfa strauminn, pabbi? spurði Róbert. Ég gerði ekki minnstu tilraun til að útskýra það fyrir honum. Sat bara kyrr og gaf börnunum gætur. Þessi rólega og skemmtilega ökurferð, sem við höfouin farið, seinni hluta sunnudags i nóvember, hafði endað með ósegj r.nlegri angist og skelfingu okkar allra. Við höfðum skroppið með börnin til afa þeirra og ömmu, sem áttu heima tæplega klukkustundar ferð frá heimili okkar í Chicagó. Og á svo skammri leið hafði allt þetta dunið yfir okkur. Nú var dauðinn á næstu grösum, og ef citt barnanna snerti við einhverju járnkyns i bílnum, væri þeim óhjákvæmilega öllum bani búinn, því þau sátu svo þétt saman. Ef eitt einasta þeirra snerti krómið á hurðárhúninum, hlaut það vissulega að leiða dauðann yfir okkur öll. Anna sat við htið mína og hvíslaði: —- Má ég ekki fara aftur i, til barnanna, Húbert? — Nei, svaraði ég þverlega. — Það máttu alls ekki.. Annars lilýtur okkur að berast hjálp innan skamms. 12 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.