Vikan


Vikan - 28.07.1960, Qupperneq 13

Vikan - 28.07.1960, Qupperneq 13
Hér var um líf og dauða að tefla. ! Háspennukapallinn lagðist yfir bíl- ! % þakið og minnsta snerting við málm- j inn hefði kostað lífið. Frú Miller | beið í bílnum, meðan maður hennar | sótti hjálp. i Frú Susan Ann Miller ásamt börnunum sínum. Yngsta dóttirin, Dorothy, svaf vært meðan bfllinn var rafmagnaður. Tankbíllinn rakst á há- spennumastrið og valt síð- an út af veginum. Bílstjór- inn dó, þegar hann kom við Station-bílinn. TIL BEGGJA HANDA — Þetta er mjög fáfarinn vegur, ansaði hún. — ViS höfum ekki mætt öðrum á leiðinni, en þessum tankbíl. IIÚN var með munninn opinn af ótta og eftirvæntingu, og ég veitti þvi athygli, að liún renndi augunum til tankbilsins fyrir framan okkur. Hann hafði komið eítir þjóðveginum með sextíu mílna hraða, eða þar yfir, og dregið okkur uppi. Rétt í því að hann var að hafa sig fram fyrir okkur, ók bifreiðarstjórinn svo utarlega á vegabrúninni, að híllinn rakst í staur sem hélt uppi háspennulínunni. Lét hann þegar undan, með þeim afleiðingum sem fyrr getur. Nú opnuðust dyr á þeirri hlið þjarksins, sem að okkur sneri, og alblóðugt andlit kom i ljós. Maður einn skreiddist út úr bílnum, kom loks fyrir sig fótum og slagaði siðan eins og drukkinn væri, aðeins spölkorn frá banvænni leiðslunni, er bugaðist þarna eins og slanga. Ég renndi augum til mannsins og sá að hann var með vettlinga á höndurn. Á fótunum hafði hann gúmmístigvél, af þeirri gerð sem menn nota að jaínaði við mokstur í snjó eða svaði. Hann strauk sér um ennið með handarbakinu, um leið og hann leit yfir til Fordbilsins, sem var um það bil þrjátíu fet frá lionum. Giuggar bílsins voru lokaðir, og í hræðilegu hugsunarleysi rétti ég hönd til og liugðist draga glugga niður. En allt i einu datt það i mig, að ég skyldi hætta við það, og kippti að mér liöndinni þegar ég var rétt að snerta hið banvæna handfang. Maðuiinn staulaðist nu 1 att til okkar. Ég sa greinilega að hann var með djúpa skurði i andliti, og einnig að Íiann leið kvalir, enda vætl- aði blóð út um munnvik hans. Hann steig þannig til jarðar, að ber- sýnilegt var að liann fann mikið til. Ég varð eitthvað að hafast að, og það á stundinni. Iíæmist hann að þvi að snerta hurðina, fengi ég ekki komist út, hvort eð var. Ég var 1 venjulegum leðurskom, en hafði enga hanzka á höndum. Mér yrði ókleift að komast út, án þess að snerta einhverssttaðar við járni. Og til þess að ná börnunum út, máttum við hvorki opna afturdyrnar, né ýta til sætinu er konan min sat i, frammi i hilnum. BÍLSTJÓRI þjarksins gætti þess vandlega að stíga ekki á háspennu- leiðslurnar, sem lágu út um allt, og ég dró andann djúpt, lyfti hönd- inni með varfærni og þrýsti með oln'boganum á bílhornshringinn, sem var úr stáli. Ég hafði ekki hugmynd um hvort tvistjakkinn, sem ég var i, myndi leiða straum, eða ekki. En mér fannst ég ekki geta látið það viðgangast.að maðurinn snerti neinar dyrnar, án þess að vara hann við. Börnin kynnu að færa sig til og reyna að komast út, en þá hlaut hlaut rafstraumurinn að verða þeim öllum að bana. Ég þeytti bílhornið. Bifreiðarstjórinn nam staðar, svo að segja beint fram undan hílnum. Ég hóf upp höndina móti honum og gaf honum bendingu um að vikja þegar burtu. — Snertið ekki við dyrunum, hrópaði ég. — Þær mega ekki opnast. Það er lifshættulegt. Maðurinn gekk yfir að bilnum, þeim megin sem ég sat, og ég hélt Framh. á bls. 28. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.