Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 16
Dálítill pjásustíll segið þið og það má vel vera aS þið hafið rétt fyrir ykkur.
En það er nú eitthvað frísklegt og glæsilegt við stúlkuna, þið eruð vonandi sam-
mála því. Hvaðan skyldi hún svo vera. Það er stundum talað um sænskt útlit,
italskt, spánskt eða typiskt franskt. iHvaðan munduð þið svo segja að þessi stúlka
væri. — Jæja, en hún er nú fædd í París — og eklci fædd í gær, gæti maður haldið
af lífsreyndum svipnum — og meira að segja hefur hún verið Parísardama alla
sína ævi.
fnnjbó eitt
tækifærí
um og Iáta vera að hneppa frá sér vestinu,
þegar hann væri búinn að borða.
. . . Ef hún Magga systir mín vildi nú einu
sinni reyna að líta snyrtilega út, og ef hún
vildi nú rétt stilla sig um að vera alltaf að
gorta af, hvað hún gangi i augun á piltum.
Ég gekk inn i stofuna, þar sem búið var að
breiða á borð. Og mér fannst jafnvel silfur-
borðbúnaðurinn gamall og fátæklegur. Ég var
að laga einn gaffalinn — þá var dyrabjöll-
unni hringt.
Andartak fannst mér eins og siðasta stund
min væri komin. Svo gekk ég rólega út i and-
dyrið og Iauk upp.
En þegar ég kom auga á Pál, er stóð úti
fyrir og brosti til min, fór hjartað í mér að
hoppa af gleði, eins og það gerði alltaf, þegar
hann var nálægur. Ég gleymdi öllu sem i kring-
um mig var, og hugsaði um það eitt, hvað
hann var finn og hver heitt ég elskaði hann.
En ég rankaði við mér þegar ég heyrði
rödd hans: — Daginn, væna min. Hefurðu
alls ekki hugsað þér að bjóða mér inn?
—- Aðvitað, Páll, fyrirgefðu. Heyrðu nú til,
lofaðu mér að taka frakkann þinn, flýtti ég
mér að segja.
—- Taktu þetta með þér, sagði hann og rétti
mér stóran kassa með súkkulaði. — Það er'
til móður þinnar.
— En hvað það var indælt, sagði mamma,
er kom i sðmu andrá út úr eldhúsinu. —
Súkkulaði er blátt áfram það bezta sem ég
þekki.
Hún var eldrauð i framan af hitanum út úr
ofninum og hafði misst sósu niður i svuntuna
sina. En það leit ekki út fyrir að Páll tæki
eftir því. Hann tók 1 hönd mömmu og heils-
aði henni af eins mikilli virðingu og væri
hún drottning. Hún bauð hann „hjartanlega
velkominn" og hvarf svo inn i eldhúsið að
nýju.
— Við verðum að borða hér inni, sagði ég
við Pál og gekk á undan honum inn i stofuna.
— Það er ekki rúm fyrir borðstofu i þessari
hðll.
Við settumst, og Páll ætlaði að fara að svara,
en hætti þvi við upuhrópun mikla innan úr
svefnherbergi: — Karen, hvern þremilinn
hefir þú gert af axlaböndunum minum? Hvern-
ig á maðnr að fara að bvi að klæða sig, þegar
buxurnr fara alltaf niður á hæla.
Og svo kom pabbi á fleygiferð inn i stof-
una, á nærtreyjunni og hélt buxunum uppi
um sig á strengnum, af öllu afli.
— En pabbi. Ég fann, að ég varð eldrauð i
framan ég skammaðist mín svo mikið. —
Góði, farðu inn og farðu i eitthvað.
— Já, Anna litla, vertu nú róleg. Ég er
viss um að vinur þinn hefir séð nærtreyju
fyrr, — er sennilega svo búinn sjálfur eða
hvað?
Pabbi hló hjartanlega og ég óskaði þess, að
ég sykki ofan i gólfið.
Páll stóð upp og heilsaði pabba.
— Ánægjulegt að heilsa upp á yður, herra
Hólm, sagði hann og brosti. — Það kemur
líka iðulega fyrir, að ég man ekki, hvar ég
hefi Iátið axlaböndin mín.
— Það er ekki ég, sem hef fleygt þeim frá
mér, anzaði pabbi i mótmælatón. —• Min ágæta
kona felur fötin mín og kallar það að taka til
i húsinu. Það er brella, sem konur bregða
fyrir sig til þess, að gera okkur upp á þær
komnar. Gætið yðar fyrir öllum konum, dreng-
ur minn.
Páll hló og ég nísti tönnum.
— Pabbi, sagði ég ákveðin. — Er ekki bezt
fyrir þig að fara inn og koma þér í einhver
föt? Maturinn er að verða tilbúinn.
— Já, hann er það, sagði mamma og kom
inn i stofuna með hraði. — Ég skal finna
axlaböndin þín, pabbi gamli. Og Anna li . . .
Anna — ef við eigum að fá okkur glas af
sjerrí á undan matnum, ættir þú að koma því
í kring sem fyrst.
— Lofaðu mér að hjálpa þér, sagði Páll. •—
Húsverkum er ég reyndar ekki vanur, en þetta
ætti ég þó að geta.
Ég tók eftir því, að hann leit í kringum
sig, þegar við komum fram í eldhúsið, og
vafalaust hefir hann komið auga á að glerung-
urinn var brotinn á vaskinum og hola brennd
á gólfið fyrir framan eldavélina. En hann
sagði ekkert. Hugsanir minar snerust um það
eitt að jjrauka þetta einhvern veginn, með-
an á dagvcrðinum stæði, og komast yfir kvöld-
ið svo fljótt sem unnt væri. Ég hafði hugboð
um að það yrði enn verra en mig hafði órað
fyrir.
Páll bar bakkann inn meðan ég var að leita
að ostkexinu. Þegar ég kom inn á eftir hon-
um, heyrði ég mannamál og gat mér þess til,
að hann væri að heilsa Margit systur minni.
— Ég er litla systir, sagði hún. •— Og ég
býst við að stóra systir hafi sagt þér frá mér.
hrukku bæði við, hún og Páll. En ég gat
— Margit, rödd mín var svo hvöss, að þau
ómögulega að þvi gert. Þvi sat ekki Magga
þarna, með höfuðið fullt af hárnálum. Hún
hafði að vísu bundið klút um það til að hylja
hið versta, en samt stóðu þær fram undan
hér og þar.
— Ég var svo fokvond, að ég liefði geetað
barið hana.
Framh. á bls. 31.
16
VIKAN