Vikan


Vikan - 28.07.1960, Page 23

Vikan - 28.07.1960, Page 23
ftifstjóri: Gísli Sigttrðsson (Abir. ) Auglýsiiigastjóri: Ásbjörn Magnásson Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson Hitstjórn og auglýsingar: Skipholt: 33. Sím«r; 35320, 3532Í, 35322. Pósthólf MSJ. Afgreiósia og dreifíng: Blaðadrcifing, Miklnbrauf 15, sími X5017 Verð í lausasöiu kr. 15. Áskriftarverð er 200 kr, ársþriðjungslega, greiðist fyrirfratn Prenfun: Ililmir h.f. Myndamöt; Myndamót hi. ÞiÖ fáið Vikuna í hverri viku I næsta blaði verður meðal annars: ♦ öll dreymir okkur eitthvað á hverri nóttu. — Grein sem segir frá athuganir vísindamanna á draum- um. ♦ Nú verðlaunakeppni hefst í næsta blaði og verður í fimm blöðum. Glæsileg verðlaun: útvarpsskrifborð frá Edda Radio. 4 Hinn hverfuli hugur eftir dr. Matthías Jónasson. 4 Hetja. — Smásaga úr Reykjavík eftir Sigrúnu Björnsdóttur. 4 Á ferð með Vikunni til fjarlægra landa og framandi borga. Nú heimsækjum við olíuborgina Caracas. 4 Óþarflega góð fjarvistarsönnun. — Spennandi smá- saga. K I E V - A2 til sölu á mjög hagkvæmu verði hjá Vikunni, Skipholti 33. Filma 35 mm. 36 myndir. 24x36 mm. Linsa: „Jupiter-8“ 50 mm fob 2 Ljósopsstilling: 2 — 2,8 — 4 — 5,6 — 11 — 16 — 22. FjarlægSarstilling: 1 m — 1,15 — 1,3 — 1,5 — 1,7 — 2 — 2,5 — 3 — 4 — 6 — 10 — 20 — óendanlegt. Tökuhraði: % sek upp í 1/1250 sek. lnnbyggður fjarlægðarmælir, tökuteljari, sjálfvirk filmu- færsla, flashtenging, sjálftak- ari. Með vélinni fylgir gleiðhorns- linsa 35 mm. f. 2,8 og „Jupiter 11“ 135 mm. f. 4. Linsustæðin eru með bajonett-festingu, og má skipta um þær með einu handtaki, hvar sem er. Með vélinni fylgir taska utan um vélina og allar linsurnar og einnig fyrjr filtera, filmur og annað sam með þarf. ■v.v.v. 9 ^ífómAna í .♦.v.v.v.v.v.v.v ÍV.Vi m v.v.v.v Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl): Það eru allar líkur á skemmtilegri breytingu á heimilinu, og verð- ur þú þar „potturinn og pannan". Þú skalt ekki um- gangast þessa konu allt of mikið, því að hún gæti haft vafasö.n áhrif á þig. Fimmtudagurinn verður Þýðingarmesti dagur vikunnar. Það hefur borið nokkuð á eirð- arleysi I fari þínu undanfarið, en nú bendir allt til þess, að úr því rætist, ef Þú færð nógu að sinna. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Það gerist afar merkilegur atburður í vikunni, þótt ekki sé víst, að þú gerir þér grein fyrir mikilvægi hans. Þú mátt vera við öllu búinn í hartansmálum, en með hæ- versku getur þú komið því til leiðar, að næstu vikur verði mjög ánægjulegur, hvað snertir hjartansmál. Annars er vikan einkum kvenfólki til heilla, ekki sizt ungum stúlkum. Tvlburamerkiö (22. maí—21. júní): Gamall draum- ur þinn verður loks að veruleika, og verður þess valdandi, að þú lætur ekkert mótlæti á þig fá í _______ vikunni, og er það vel. Allt, sem fer íram skriflega i vikunni. skiptir þig miklu, og skaltu vanda mjög til allra bréfaskrifta. Láttu ekki ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur um helgina. Þér græðist fé óvænt í vikunni. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú munt eign- ast nýtt áhugamál í vikunni, og um leið mun opn- ast fyrir þér nýr heimur. Þú hefur vanrækt eitt skyldustarf þitt undaníarið, og ber að bæta úr því hið skjótasta. E'igingirni félaga eins þíns kemur þér i mestu vandræði um eða eftir helgi. Reyndu að sýna honum fram á villu sína, því að hann getur einn rétt hlut þinn. LjónsmerkiÖ (24. júli—23. ágúst): Það skiptast á skin og skúrir í vikunni. En þú átt von á sendingu, sem kemur þér í gott skap næstu vikur. Orð þín geta haft mikil áhrif á framtíð félaga þíns, og skaltu þess vegna forðast að segja nokkuð vanhugsað, sem bú telur skipta einhverju. 1 sambandi við merkisatburð í fjöl- skyldunni gerist dálítið óvænt, sem snertir þig talsvert. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Vikan verður fremur tíðindalítil og um leið áhyggjulaus. Þú ættir að reyna að umgangast félaga þína öllu meira og læra af þeim það, sem vert er að læra, því að þú virðist vera að staðna i hugsunarhætti þínum. Gam- alt vandamál leysist nú smátt og smátt, en um leið mun þess krafizt af þér, að Þú leysir úr öðru vandamáli, sem þó mun afar skemmtilegt úrlau.snar. Heillalitur grænt. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Sú gleði, sem þér gefst í vikunni, verður fyrst og fremst fjölskyldunni að þakka, og ekki er víst, að þér sé hollt að leita gleðinnar of mikið utan heimilisveggjanna. Ef þér berst tilboð í pósti, sem þú telur nokkuð varasamt, skaltu hugsa málið vandlega, áður en þú tekur tilboðinu, því að i því felast fleiri gildrur en þú gerir þér grein fyrir. Drekamerkiö 24. okt.—(22. nóv.): Þér hættir til að gefa loforð, sem þér er ógerningur að efna, og ein- mitt í vikunni kann þetta að koma þér í koll. Ef þú æskir breytinga á lifnaðarháttum þínum, er þessi vika afar hagstæð til þess arna. Varastu að gera einmitt það, sem þú hefur fordæmt svo mjög í fari eins kunn- ingja þíns. Kvöldin verða óvenju skemmtileg, en dagarnir frem- ur daufir og tilbreytingarlitlir. Heillatala 8. Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Ef þú átt erfitt með að leysa þetta verkefni, skaltu ekki hika við að leita aðstoðar kunningja þins. Þú lendir i furðu- legu ævintýri um helgina, og þá muntu kynnast manni eða konu, sem þú munt umgangast talsvert næstu vikur. 1 sambandi við þetta ferðalag skaltu ekki gera þér allt of háar hugmyndir, þvi að þótt það verði skemmtilegt í alla staði, verður það engin paradísarferð. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þér finnst líklega allt standa í stað Þessa dagana. En þú getur sjálfum þér að miklu leyti um kennt, því að þú ert ekki nærri nógu athafnasamur. Gömul ósk rætist um eða eftir helgina, og verður það til þess, að þú tekur fjörkipp, sem gæti breytt högum þínum mjög til hins betra. Líkur á stuttu ferðalagi. Heillatala 6. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.): Þú hefur far- ið allt of óvarlega með peningana í vikunni, og er jafnvel farið að bera á sífelldum óróa, ef ekki tauga- veiklun í fari þínu. Þú verður að breyta um hið skjótasta, ef ekki á að fara verr. Láttu ekki stjórn- ast af orðum manns, sem þú þekkir svo til ekkert, jafnvel þótt þú litir upp til hans. Atburður frá fyrri viku endurtekur sig, FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz): Til þess að ná einhverjum árangri á hvaða sviði, sem er, verður þú að leggja afara hart að þér i vikunni. Láttu samt ekki bugast, þótt móti blási, því að þá verður erfitt að koma undir sig fótunum aftur. Þú kynnist skemmtilegum manni í vikunni, en innan skamms muntu kom- ast að þvi, að hann er ákaflega þreytandi, og skaltu því ekkl bindast honum of sterkum böndum. Heillalitur blátt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.