Vikan


Vikan - 28.07.1960, Side 26

Vikan - 28.07.1960, Side 26
1 Var hann sekur Framhald aí bls. 9. — Jœja, segjum það. Ég kom í þennan bölv- aðan ranghala á fimmtudagskvöldið, því að ég taldi víst að Sally myndi fara á leið úr vinnunni. Þar beið ég þangað til klukkan var langt gengin ellefu, og við það tækifæri hefi ég hlotið að rífa jalckann minn. En Sally sá ég ekki, — alls ekki. — Moody, þér sögðuð ósatt áðan, — nú held ég að þér ljúgið aftur. — Já, ég skrökvaði áðan til jæss, að vera ekki grunaður um neitt, sem ég hefi ekki gert af mér. Ég held að þér hcfðuð einnig gert það i mínum sporum. En nú lýg ég ekki. Það get ég svarið við sáluhjálp inína. Ég stóð þar bara og beið, svo sannarlega hjálpi mér guð. Mér leizt illa á þénnan stað. Þarna var skuggsýnt og skitalykt, og allt í einu datt mér í hug að Sally gæti orðið hverft við að sjá mig þar, og vegna óttans gæti hún orðið mér t'ráhverfari. Ég heyrði fótatak, inan ég var, en það gat ekki verið hún. Það heyrist eklci eins í háhæluðum kvenskóm og þegar karl- inaður er á ferð. Ég liélt að það væri lög- regluþjónn, sem vildi vita, livað ég væri að gera þarna, •— svo að ég tók til fótanna — i stað þess að vera kyrr og vernda Sally. Auðvitað tók lögregian þessa skýringu ekki góða og gilda. Til þess var hún of ósennileg. Tim Moody var grunaður um morð á konu sinni, það gat blátt áfram ekki verið öðrum til að dreifa, sem drýgt hefði glæpinn. Sally Moody hafði engu launlifi lifað, hún átti enga hættulega kunningja, öllum féll vel við hana, hún var hjálpfús og friðsöm. Hún hal'ði hvorki verið rænd né svívirt, og það var opinbert léyndarmál, að Tom sat um að ná fundi hennar. Mann laug til ferða sinna um morðkvöldið, þangað til hann varð að hætta því, vegna óhrekjandi sannana. Það voru nýjar rispur á höndum hans, sem hann kenndi mállausum ketti um. Bowen varp öndinni og kveikti sér í vindl- ingi. Hvers vegna hefði hann ekið hingað? — Allir — að honum einum undanskildum —• töldu mál Moodys með öllu upplýsl. Hvers vegna gat hann ekki gert sig ánægðan með að svo væri? Hvers vegna var hann alltaf í efa? Sumarleyfi hans byrjaði í fyrramálið og hann þurfti jiess með. Hann hafði hlakkað til jiess að hverfa í nokkrar vikur frá malbiki er sauð i sólarhitanum og ritvelum sem festu fréttirnar á blöð, — burt frá hinni endalausu, þrúgandi þröng smærri og stærri lögbrjóta. Upp með fljótinu var hreint og tært fjalla- loft, ilmur af furunálum, en ekki sýsóli, tóbaks- reyk og óþvegnum mönnum. Þar gall ekki í neinurn .úmatólum, aðeins blævakinn þytur í trjátoppunum. Bowen fleygði vindlingnum í öskubakkann þótt hann væri ekki nema hálfreyktur. Hvers vegna gat hann ekki snúið baki við þessu öllu saman, og verið þeirri stundu fegnastur? Ef nokkur átti skilið leyfi frá störfum, var það hann. Fyrst allir voru sannfærðir um að á þessum málalokum voru engir blájjræðir, livers vegna gal hann ekki vcrið á sama máli og þeir? Ekki var jiau ósköp í Tim varið. En jafnvel þeir lítilmótlegustu eiga heimtingu á réttlæti, hugsaði .Bowen. Það er ekki nóg að hegna manni fyrir drýgðan glæp, heldur verður sú hegning að falla á jiann einn, sem sekur er. Bowen gat ekki gleymt augnaráði Tims. — Ég sver yður, herra Bowen, við allt, sem mér er heilagast, að ég er saklaus. Ég hef ekki gert það. En Bowen var gamall í hettunni, og hafði heyrt margar fullyrðingar af því tagi fyrr. Eigi að síður höfðu hin ástríðuþrungnu orð mannsins komið mjög við hann. Auk þess var ýmislegt, sem aðrir höfðu ekki veitt athygli. Bowen fannst Tim ekki vera af þeirri gerð manna sem kyrkja konur. Að gefa lienni glóð- arauga eða reka henni kinnhest, — það gat verið í samræmi við eðli svona náunga, .— en ekki að inyrða hana. Það var allt annað. Þegar þeir komu að handtaka Tim, hafði liann orðið eins og lamaður, og væri það nokkuð, sem þessi maður gat ekki var það að villa öðrum sýn. Það var liægt að Jesa í svip hans eins og opna bók. Tim fór til vinnu daginn eftir glæpinn. Ilefði hann drýgt slíkan verknað, gat Bowen bölvað sér upp á liað, að maður af hans gerð hefði orðið alveg utan við sig, og ekki um annað hugsað en óstöðv- andi flótta. Snjallari menn hefðu beitt kænsku, látið sem ekkert væri og gengið til sinnar vinnu. En kænn — það var Tim ckki. Og svo lietta fótalak, sem hann var að þvæla um að hann hefði heyrt í ranghalanum. Ekki hafði það getað verið lögregluþjónn á cftirlits- ferð, því hann gekk þarna hjá um klukkan tíu. Það hefði getað verið róni, sem rannsaka vildi hvort nokkuð væri nýtilegt í ruslatunnunum. Og jafnvel þótt þvilíkur maður yrði var við eitthvað grunsamlegt, vissi Bowen að engin hætta var á, að liann hlypi með það í lög- regluna. Sú tegund manna var ekki vinveitt vörðum laganna. Ef til vill hafði hanii ekkert íótatak heyrt. Og þó var Bowen helzt á þvi, að Tim hefði sagt satt. Bowen varp öndinni. Hví skyldi hann ekki leggja af stað í leyfið og láta þetta mál vera gleymt. Hann átti ekki annars að vænta en aðfinnslu, ef hann færi að róta í þessu. Hann rumdi reiðilega og hratt hurðinni upp. Hvað bjóst hann við að finna í Green Lunch? Búið að yfirheyra alla i stofnuninni. Hann keypti sér kaffibolla og eplaköku, og settist þannig, að liann sá yfir skenkinn ineð grænklæddum stúlkum við afgreiðslu. Þær voru auðsæilega í uppnámi, og skrækróma af því að verða að tala svo hátt að heyrðist yfir allar vindsnældur og rafmagnsfóninn, sem lék „Good for noíhing“, af öllu afli. Á borðinu var græn marmaraplata, hún var þægilega svöl. Ein af stúlkunum hafði áreiðanlega þekkt hann, þvi hún hvíslaði einhverju að stallsystur sinni, og sú gaut ti) hans hornauga, en leit jiegar í aðra átt. .Bowen dreypti á kaffinu.. Þetta var hópur sá, er gengdi störfum, þegar rannsóknirnar fóru fram, nema hvað eina vantaði. Það var litil og viðfelldin hnáta, ineð eldrautl hár. Hann hafði veitt henni sérstaka athygli, vegna þess, hve græni liturinn á kjólnum hennar fór henni vel, og líka fyrir einkennilegl andlitsfall hennar. Ennið var breitt og allhátt, nefið lítið, en hakan var frammjó. Yfirleitt minnti andlit hennar á hjarta, sem var flatt ofurlítið meira út, en vant er á myndum. Hún hafði verið áberandi óstyrk á taugum, en að vísu mátti segja það sama um þær fleiri þá. Slysfarir og yfirheyrslur á vinnustað eru vanar að liafa sin áhrif á taugakerfið. Eplakakan var svo góð á bragöið, að liann bætti við sig öðru stykki. Það var ljóshærða stúlkan, er hvíslað hafði að stallsystur sinni, sem har honum. — Þér eruð einn af herrunum úr lögregl- unni, er ekki svo? — Ekki get ég neitað því, en i dag er ég aðeins viðskiptavinur. Það er afbragðs epla- kaka, sem þér hafið að bjóða. Við seljum heilmikið af þeim. sagði stúlk- an. — Mikið var þetta ægilegt með aumingja Sally. Við skutum saman i stóran kranz á kislu hennar. Það kvað við skellur innan ur eldhúsinu. — Þetta er ég viss um að hefir verið Konní, mælti þjónustustúlkan. Það.fer alll í handaskol- um hjá henni, greyinu. Konni, er það sú litla, rauðhærða, íneö andlitið eins og lijarta í langinu? — Nei, sú rauðhærða lieitir Súa. llún er ekki lengur hérna. — Hefir lnin verið rekin? Bowen vék sér til hliðar vegna fyrirferðar- mikillar frúar, scm var að panta jarðarberjaís með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði. — Nei, Súa var ekki rekin. Það var annars daginn sem jietta kom fyrir Sall.v. Hún bað um að fá að fara heim i hádeginu, enda var ofboðslegt að sjá hana, — alveg eins og liðið lik í framan. Daginn eftir hringdi hún og sagð- ist ekki koma al'tur, og herra Desmond jiarna fokvondur, enda ekki þægilegt að fá aðra f.vrir- varalaust núna um háannatímann. Ég held hún hafi bara orðið veik af hræðslu, út af öllu sem á gekk, og er það þó bjánalegt. Þótt hálfvitlaus karl fari til og kyrki konuna sína hér úti í ranghala, ætti ekki þar fyrir að vera hættulegt fyrir okkur hinar að vinna hér áfram eða hvað? — Auðvitað ekki, svaraði Bowen. —Vitið þér hvar Súa á heima? Við ættum kannski að biðja hana afsökunar á því, ef við höfum orðið til þess að valda henni taugaáfalli við yfirheyrslurnar. — - Það má nú segja . . . Stúlkan kom með in- dæla appelsínuköku. — Og svo dirfast þeir að skrifa í blöðin um harðýðgi lögreglunnar. Hún á heinia í Grænugötu númer 14, að þvi er mig minnir . . . Það var ekki álitlegt umhorfs í Grænugötu. Einbýlishiis sem múrhúðin var dottin af, voru sjóðheil í sólskininu. Garðkrílin voru vanhirt og skrælnuð af þurrki. TJti í stöku glugga stóð pappaspjald með flekkjum af flugnaskít ásamt áletruninni: Hierbergi ti) leigu. Bowen stöðvaði vagn sinn i'yrir utan númer 14. Það var reyndar svo vafasöm bending og veik, sem hugsast gat, þótt Súa hefði hætt störfum hjá Green Lunch, sama daginn og lögreglan hafði verið þar. En einhvers staðar varð að byrja. . . Húsfrcyjan lá í hrörleguin hægindastóli. Það hlaut að vera hugrökk kona, að hún skyldi trúa stólnum fyrir ferlegum likama, öllum í einu. Bowen kynnti sig og spurði eftir Súu. — Hún býr hér ekki lengur, svaraði frúin 26 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.