Vikan


Vikan - 28.07.1960, Síða 28

Vikan - 28.07.1960, Síða 28
Jayne Mansfield Framhald af bls. 25. Ég sá hann á sýningu með Mae West. Hann stóð í fremstu röð keppenda um titilinn Herra alheimur, og það voru kraftalegir kariar. Hann var með hlébarðafeld yfir axlirnar--ó, það var dásamleg sjón að sjá liann. Á eftir kom hann yfir að borðinu til okkar — og þá gerðist það. Hann talaði með ómót- stæðilegum, ungverskum málhreim. 20th. Century Fox vildi fá mig í kvikmyndina „Strætisvagn í ógöngum.“ Þeir leystu mig frá Broadway-samningnum fyrir hundrað þúsund dollara. Ég var ekki lengur ein af fjöldanum. það var stjarna, sein nú snéri heim til Holly- wood. Ég steig út úr flugvélinni með grand danois hund, skoskan völskuhund, franskan loðhund og sex ketti,að viðbættri Jayne Maríu dóttur minni — og Mickey Hargitay. Hjá Fox lék ég meðal annars í myndunum „Kysstu þá fyrir mig“ og „Tnnbrotsþjófurinn,“ báðum árið 19'57. Ég fékk 1500 dollara um vikuna, en þó skal enginn geta sagt að ég sé eyðslusöm. Að visu kostaði safírminnkurinn minn tuttugu þúsund doilara, (760.000 isl. krónur), en ég hafði iíka fengið ferfalda þá upphæð í arf. Hvíti kádilj- ákurinn og og ljósrauði Jagúarbíllinn eru lika einu bifreiðarnar sem ég á. Ég hefi reyndar komið mér upp hjartalagaðri sundlaug, en þó hef ég ekki enn fengið þá sundlaug, sem ég hefi alltaf óskað mér að eignast. Hún á að vera með lítilli ey í miðju, með trjám á og apaköttum klifrandi i greinunum. En ég hefi eignast inndælann mann og litinn dreng, sem er dásamlegri en orð fá lýst.... Nú s!cal ég gefa ykkur góð ráð. Ég er þeirrar skoðunar, að kona eigi að líta eins vel út og framast eru tök á. Á ég þá ekki við að hún eigi að vera skrautbúin, hvernig sem á stendur. En jafnvel einfalda hluti eins og bað- föt og sportklæðnað, verður að velja af mikilli vandvirkni, og hárið verður alltajf að vera í lagi. Ég man hvað mér var illa við sumt af þeim fötum, sem móðir mín lét mig ganga i. Nú fer ég með dóttir mína í búðirnar með mér og læt hana velja sjálfa það sem lienni líst best á. Ég hefi alltaf verið fallaga vaxin. Eigi að siður álít ég nauðsynlegt að þjálfa vöðvakerfið. Mjaðmabelti nota ég yfirleitt alls ekki. Að minni hyggju gerir það ekki annað en eiði- leggja vöxtinn, og ég befi vanið mig á að halda maganum inn, þrátt fyrir það. Á hverjum degi æfi ég mig eftir léttum kennslubókum, til þess að halda mér iturvaxinni. Ég hafna ekki góðum inat. Leindardómurinn við að halda fallegum likamsvexti liggur í því, að borða mátulega mikið af réttum mat. Ég er mikið gefin fyrir spagheti og aðra fitandi italska rétti, en verð þó að viðurkenna að mér líður ekki alltaf vel á eftir. Annað veifið borða ég yfir mig, en aukist líkamsþyngdin um of, fer ég undir eins að draga við mig. Annars er mín venja oftast þessi: steikt kjöt, tómatar og appelsínusafi jirisvar á dag. Kjörorð mitt er það, að ef við viljum öðlast eittfvað í þessum heimi, verðum við að gera allt sem mögulegt er, til að ná því. Árangurinn er undir okkur sjálfum kominn, dugnaði okkar, persónuleika og framkomu. Reynið ekki að keppa við karlmennina. Flest- ir karlar eru andvígir þvi, að konur noti heil- ann til að vinna með. Hinn almenni karlmaður kýs að konan sé hlédræg..... Hún á því að reyna að vera mjúklát og mal- andi eins og kettlingur. Og fela klærnar vel. ★ Bani vís til beggja handa Framhald af bls. 13. áfram að æpa og öskra, þar sem ég vissi að læstar dyr og lokaðir gluggar eru svo að segja hljóðþétt. Ég heyrði að eitt barnanna hrópaði fyrir aftan mig: •— Húrra. Maðurinn ætlar að fara að hleypa okkur út. Ég fremur fann en sá, að barnið færði sig til. Þegar ég sneri mér við og leit aftur eftir bilnum, sá ég að Jimmi var kominn með höndina fast að hurðarhandfang- inu. —■ Ég ætla að biðja hann að opna aftur- dyrnar, sagði drengurinn. — Snertu ekki nokkurn hlut, æpti ég. Hönd drengsins nam staðar við húninn. — Kipptu að þér hendinni, Jimmi, hrópaði ég. í þessu tók bílstjórinn hanzkaklæddri hönd- inni til hurðarhúnsins við hlið mér. í sama vet- fangi léku bláir rafblossar um allan bílinn, og hann hristist fyrir ósýnilegu afli, eins og hann hefði orðið fyrir stormsveip. Litlu seinna sá ég að samankrepptur líkami bílstjórans hafði kastast yfir þveran þjóðveginn, og lá þar hreyf- ingarlaus, er út af veginum hallaði. — Guð minn góður. Guð minn góður, heyrði ég konu mína stynja við hlið mér. — Við kom- umst aldrei lifandi út úr bílnum. Ég verð að fara aftur í til barnanna. — Hreyfðu þig ekki, ansaði ég óvægilega. — Það er einasta ráð okkar. Ef við sitjum kyrr, þangað til okkur berst hjálp, verður okkur öll- um borgið. En er ekki langt liðið frá hádegi, svo það mun áreiðanlega koma bill innan skamms. — En við verðum að aðvara þá sem að kynni að bera, og senda þá eftir hjálp, mælti Anna. — Geturðu ekki komist út með ein- hverju inóti, til að biðja um hjálp? Ég leit til húnsins á innanverðum dyrunum, fáeina þumlunga frá mér. Hann var eins mein- leysislegur og jafnan áður, og ég vissi að dauð- inn, máttugur og miskunnarlaus, lék um hann. Og þá fór ég að hugsa upp ráð til bjargar. Frá okkur til Garybæjar voru um það bil fjórar mílur vegar, i mesta lagi hálf fimmta. Einmitt okkar megin bæjarins var benzínafgreiðslu- stöð, og í henni var sími. Ef til vill kynni ég að mæta einhverjum á leiðinni. Að minnsta kosti gæti ég hlaupið alla leiðina, til að kom- ast sem fyrst í símann. .Bara að ég fengi opnað dyrnar, án þess að nokkuð kæmi fyrir. — Ég ætla að reyna að komast út, sagði ég. — Taktu nú vel eftir, Anna mín. Ég ætla að styðja á húninn með olnboga og reyna að þoka honum til. Eftir það ætla ég að hrinda hurð- inni opinni á sama hátt. Færðu þig nú svo langt frá mér, sem þér er framast unnt. Ef straumurinn slær mig, kynni ég að kastast yfir um til þín, og þá myndum við bæði lhjóta bráðan bana. Ef börnin snertu annað hvort okkar, meðan straumurinn leikur um okkur, myndu þau sömuleiðis deyja. Taktu ábreiðuna af hnjám bér og hafðu hana á milli okkar, þannig að hún veiti þér einangrun. Þá mun þig ekki saka, þó eitthvað komi fyrir. — Ég er svo hrædd, Húbert, svaraði Anna. — Maðurinn var með vettlinga á höndunum. — Pabbi, ég er þyrst, sagði dóttir okkar. —■ Hvers vegna getum við ekki farið út núna? — Hreyfið ykkur alls ekki, ekkert ykkar, æpti ég yfir öxl mér. — Þið megið ekki hreyfa ykkur hænufet úr Stað. Ég beið þar til Anna hafði komið ferða- ábreiðunni fyrir á milli okkar, eins og skildi. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. Augl/sir úrvals veiðarfæri FRÁ BRÖDRENE SUNDE; SPJELKAVIK. Allskonar plastvörur til útgerðar, svo sem: Bjarghringi, nótaflár, línu- baujur, plastbelgi, þroskaneta flothringi og allskonar smærri netaflár. Uppsettar lóðir af öllum gerðum með nylon eða hamptaumum, úr hvítri eða fúa- arðri línu. Færatóg, bikað, litað, eða hvitt. Lóðastokkar, kúlupokar, netasteinar, ábót af flestum gerðum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.