Vikan - 28.07.1960, Side 29
(Síoan ýtti ég olnboganum varfærnislega niður
á við, þar til hann nam við húninn. Jafnfram
beið ég þess i ofvæni, hvort rafmagnið kynni að
slá mig. Ég gat ekki skilið það þá, hvers vegna
bílstjórinn varð fyrir höggi af háspennu-
straumnum, þar sem hann var með hanzka á
höndum. Siðar komst ég að því, að einn þum-
all á hægri hanzkanum var gatslitinn, þannig
að fingur mannsins var þar ber á bletti. Hafði
þetta valdið dauða hans, þegar hann reyndi
að bjarga okkur.
Húnninn reyndist ekki auðhreyfður. Það
var erfitt að mjaka honum upp á við, en um
siðir tók hann þó smám sanian að hreyfast.
Að lokum skrapp læsingarjárnið úr gróp og ég
hrinnti henni upp á gátt með olnboganum.
Hráslagalegt nóvemberloftið næddi inn í bíl-
inn.
— Nú fer ég, sagði ég. — Ég ætla að loka
dyrunum, svo ykkur verði siður kalt. En þið
verðið að halda kyrru fyrir i sætum ykkar.
Þið sáuð hvernig maðurinn dó. Hið sama mun
koma fyrir ykkur, ef þið snertið nokkurn
hlut. En nú skal pabbi reyna að leita eftir
hjálp.
—- í guðana bænum, farðu varlega, elskan
min, hvislaði Anna fyrir aftan mig. — Farðu
gætilega. Ég steig vinstra fæti niður til göt-
unnar utan dyra og teygði úr honum, þar til
nærri lá að hann snerti malbikaðan veginn.
Siðan beygði ég mig Htið eitt áfram, unz ég
stakk nefinu út i goluna. Eftir það tókst mér
einnig að þoka hægri fætinum út úr bílnum.
Það lá við hann strykist við gráan málmkant-
inn á hurðinni. Ég hélt niðri í mér andanum
meðan ég rétti úr mér og þokaðist úr úr hif-
reiðinni.
ÞAÐ var mjög kalt úti. það fann ég þegar ég
stóð á götunni og teygði mig, en þó sló köldum
svita út á enni mér. Ég stóð nú til hliðar við
bílinn, albúinn þess að halda af stað. Til hliðar
við mig liðaðist háspennustrengurinn yfir bil-
inn, líkastur dauðri eiturslöngu á að sjá. En ég
vissi að liann var þrunginn dauða og tortim-
ingu.
— Nú fer ég, Anna, mælti ég. — En ég kem
aftur eins fljótt og mér er auðið. Ég mjakaði
hurðinni að stöfum, og steig varfærnislega
yfir strenginn á götunni. Um leið var sem
undarleg líkamleg tilfinning gerði vart við
sig, enda hefi ég ekki staðið fjær strengnum,
en sem þunmlungi næmi.
Loks komst ég þó heill úr þessum „trölla-
höndum“, og tók nú til fótanna, léttur á mér
sem fjallarind og sprækur sem ég væri laus
allra lifsins vandamála. Ég hélt eftir þjóðbraut-
inni, sem leið liggur til Gary, — i leit að hjálp.
Á yngri árum var ég afbragðs hlaupari, og
liafði unnið verðlaun í ýmsum kannhlaunum,
hvað eftir annað. Ég var ekki gamall að árum,
þegar ég hafði unnið svo marga verðlauna-
peninga, að ég kom þeim varla fyrir framan
á brjóstinu á skyrtu minni. En ef satt skal
segja, var ég nú, hálfþritugur að aldri, ekki
líklegur til að vinna stóra sigra á yettvangi
íþróttanna, og sízt i löngum hlaupum.
í svo sem fimm minútur lireyfði ég fæturna
hratt og kröftuglega, eins og stimplar gengju
i vel. En ekki leið á löngu þar til ég gekk upp
og niður af mæði, og mig sárlangaði til að
fleygja mér niður, um stund, til að blása. En
að baki mér biðu jiau, kona mín og börn,
föst i gildru dauðans, þar sem hver lítilfjör-
legasta hreyfing gat haft bana í för með sér
á sama andartaki. Ef eitt barnanna fálmaði
einhversstaðar til máls, var úti um þau öll.
Jafnvel nú, svo skömmu eftir atburð þenna,
fæ ég ekki munað hve lengi ég hefi hlaupið,
ég sá vagn koma á móti mér á fullri ferð. Ég
nam staðar á miðjum veginum og veifaði báð-
um höndum af offorsi, þar til ég heyrði ískra
i hemlum.
— Fljótt. Fljótt. Snúið við, akið til Gary og
biðjið um að straumur verði tekinn af há-
spennulinunni.
— Hvers óskið þér? spurði maðurinn við
stýrið.
Ég hafðí nú jafnað mig nokkuð eftir hlaup-
in. — Það hefir orðið slys á þjóðveginum og
nokkrar háspennulínur hafa fallið til jarðar.
Það verður að rjúfa strauminn eins fljótt og
mögulegt er.
— Stökktu upp i, sagði maðurinn. .Tafnskjótt
sem ég var kominn inn i bilinn, sneri hann
honum í liálf hring og hélt til baka sömu leið.
Ég sá að hann steig benzínið í botn. Við þutum
með áttatíu mílna hraða áleiðis til Gary. í
úthverfi bæjarins mættum við til allrar ham-
ingju einum af bilum lögreglunnar. Á ör-
skammri stund skýrði ég allt það er skeð
hafði, og meðan lögreglubillinn ók af stað til
þess að fá rafstrauminn rofinn, sneri maður-
inn, sem tekið hafði mig upp i, bíl sínum,
og hélt á fullri ferð til slysstaðarins.
Sem nú bíllinn þaut á herða spretti eftir
ávölum veginum í átt til bifreiðar minnar,
fann ég þungan hramm angistarinnar læsa sig
um lijarta mitt. Hvað skyldi ég sjá, þegar við
kæmum til þeirra?
Af barði einu á veginum sá ég bilinn. Konan
mín sat hreyfingarlaus í framsætinu. Er að-
komubíllinn hafði numið staðar, gekk ég þegar
út úr honum, en þá varð ég gripin nýrri
skelfingu. Ef börnin gerðu nú tilraun til að
þjóta út, í hrifningu sinni yfir þvi að sjá
mig?
Ég nálgaðist nú vagninn með varkárni, og
maðurinn, Ted Simson að nafni, fylgdi mér.
Ég hóf upp höndina og sneri lófanum móti
konu minni, til merkis um að þau skyldu
enn sitja kyrr og róleg. Ég sá að hún hreyfði
höfuðið, og þóttist vita að hún talaði eitthvað
við börnin, þvi varir liennar hreyfðust.
Simons hafði brugðið sér út í móana við
veginn, og fundið þar lurk. Ég sá hann koma
fyrir vírspotta á enda lurksins, svo hélt hann
honum i hanzkaklæddri hendi sér og otaði
virnum að einni raflinunni, sem lágu yfir
veginn. Ég þurfti engan til að segja mér, að
straumurinn hafði ekki verið tekinn af lin-
unni enn.
Ég stóð i nokkurra skrefa fjarlægð frá biln-
um og beið, baðaður köldum svita. Ég veitti
því alls enga eftirtekt, að farið var að fenna,
en snjórinn hlaut að auka á hættuna. Simons
hreyfði aftur við linunni, en í þetta sinm
gerðist ekki neitt.
Það mun hafa liðið drykklöng stund, áður
en við þóttumst vissir um að ekkert hefðí
skeð. Hann rak lurkinn i gildasta strenginn,
þar sem hann hafði sundrast og einangrun
var ekki á honum. En það gerðist ekkert að'
heldur. Síðan rak liann lurkinn i bílinn, eir
við fengum ekki séð neinn bláan blossa.
Ég býst við það það hafði verið skelfingin
vegna þess, sem gerst hafði, er varnaði mér
að snerta bílinn með berum höndum. En
nokkrum mínútum síðar tók ég lurkinn úr
hendi Simons og rak vírspottann í hurðar-
húninn. Engin breyting. í fjarska heyrði ég
vælið i lúðrum lögreglubifreiðanna, og þá
kom ég allt í einu til sjálfs min. Ég greip
um hurðarhúninn og liratt dyrnum upp á gátt.
Eftir örfáar sekundur hafði ég komið börn-
unum mínum út á þjóðveginn, en þar tók
Simons við þeim og lét þau inn í bifreið sina,
svo þeim yrði ekki meint af að standa úti
í kuldanum.
Þegar svo lögreglubifreiðin nam staðar, og
okkur var sagt að sambandið hefði verið rofið,
féll konan mín um háls mér og fór að há-
gráta. ★
MOTIÐ
CTAMBllSS-OLÍIJ5llLKI«íCíIlM
Á ÞÖK OG OLIIOGA
SÍMi
22460
VIKAN
29