Vikan


Vikan - 10.11.1960, Síða 14

Vikan - 10.11.1960, Síða 14
ÞEGAR KENNEDY VAR TALINN AF SÍÐARI HLUTI Straumarnir á milli eyjanna í Salómonseyjaklasanum eru mjög einkennilegir. Sjávarföilin soga sjó- inn á milli eyjanna og valda þann- ig hinum furðulegustu og háskaleg- ustu hringiðum. Með þessum straumum, gegnum hringiður og rastir, rak Kennedy áfram. Hann barst með straumnum alla nóttina. Hann var meðvitundarlítill, en önnur hönd hans var allan timann lcreppt um luktina. Straumurinn bar hann í stórum sveig vestur fyr- Kennedy. ir Gizo, siðan norður og austur, fram hjá Kolombangara, þá suður og inn í Fergusons-sund. Um sexleytið um morguninn fór að rofa fyrir degi, og þá rofaði einnig til i höfði Kennedys. Þegar Kennedy leit i kringum sig, sá hann, að hann var nákvæmlega á sama stað og hann hafði verið á, er hann sá eldblossana fyrir handan Gdzo. í annað sinn lagði hann af stað heim. 1 fyrstu datt hon- um í hug, að hann hefði misst vitið, og hann ímyndaði sér einungis, að liann væri að endurtaka fyrri tilraun til að komast til eyjarinnar litlu. En kuldinn í sjónum var raunverulegur, og luktin í hendi hans var fullkom- lega áþreifanleg, og siðast, en ekki sízt, — honum mið- aði vel áfram. Þegar hann kom til fyrri eyjarinnar, lagðist hann stutta stund i fjörusandinn til að blása mæðinni. Hann uppgötvaði, að luktin var biluð, svo að hann skildi hana eftir og hélt af stað til manna sinna á næstu eyju. í þetta sinn var gangan eftir rifinu sanngölluð martröð. Við hvert skref skárust kórallarnir inn í hera fætur hans. Sundið yfir álinn, þar sem straum- urinn hafði hrifið hann nóttina áður, virtist nú aldrei ætla að taka enda. En straumurinn hafði breytzt, og hann komst heilu og höldnu til eyjarinnar. Hann skreið upp úr flæðarmálinu. Menn hans komu hlaupandi til hans og vildu hjálpa honum á fætur, en hann lá og kúgaðist i sandinum. Hann stundi upp: „Ross, þú reynir í kvöld.“ Þá féll hann í öngvit. Þegar Ross sá, hve aðfram kominn Kennedy var, fór hann að kvíða fyrir því að framkvæma skipun hans. Hann hafði talsverðar áhyggjur af framtíðinni, en hann dreifði huganum m,eð því að kvarta umehungur. Nokkr- ar kókoshnetur héngu í trjánum, en mennirnir voru of máttfarnir til þess að klifra eftir þeim. Einum þeirra datt í hug að athuga, hvort ekki fyndist eitthvað æti- legt i fjörunni. Hann fann einn vænan snigil í fjöru- borðinu. „Ef við verðum mjög langt leiddir, getum við étið þá þessa.“ Ross sagði: „Langt leiddir! Gefðu mér hann þennan, og ég skal éta hann.“ Hann tók snigilinn í hönd sér og leit á hann. í sama bili stakk snigillinn höfðinu út úr kuðungnum og leit framan i liann. Ross varð undrandi, en lét það ekki á sig fá, tólc snigilinn úr kuðungnum og át hann. Um kvöldið synti Ross yfir sundið til næstu eyjar. Hann tók skammbyssu með sér til að gefa merki. Alla nóttina var hann á verði og fylgdist með Fergusons-sundi frá rifinu. Ekkert gerðist. Kennedy svaf illa þessa nótt, honum var kalt, og hann var sjúkur. N esta morgun leið þeim öllum illa. Flugvélar Lagu yfir þeim hátt uppi, og það sló í loftorrustu. Það táknaði, að þar voru bæði vinir og óvinir á ferð, svo að skipbrotsmennirnir létu litið á sér bera og lögðust innan um runnana. Einhverjir þeirra báðust fyrir. Johnston sagði: „Þið farið í taugarnar á mér. Þið hafið varla eytt 10 centum i kirkjuna alla ykkar ævi, en allt i einu, þegar þið lendið í vandræðum, rennur ijósið upp fyrir ykkur.“ Kennedy leið dálítið betur núna. Þegar Ross kom aftur, ákvað hann, að þeir skyldu flytja til annarrar stærri eyjar í suðurátt. Þar virtist 45. VERDLAUHAKROSSGATA VIKUHNAR Vikan veitir eins og kunnugt er verð- laun fyrir rétta ráðningu á kross- gátunni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið íær verðlaunin, sem eru - 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „krossgáta". Margar lausnir bárust á 31. kross- ■gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. RlKHARÐUR PÁLSSON, Meðalholti 6, Reykjavík, Ihlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Uausn á 40. krossgátu er hér að neð- :an. + + + + + + + + F R E 1 S T 1 N G t L 0 + + + + + + + + + 0 M + K R I N G L Ö T B B + S 1 iG 0 M + V í Ð + A Ð f H £ T T IOI I N IN + N J A L + 0 F + Þ £ T T 1 III + G O R + + + + S K £ R A + A K K 111 :s I f) 2 + + + T E L P U K 0 L L U a + + I + + T + + + á F 'A T T + R D E K 1 H I 0 0 J JJ F U L L U R + F A Ð I fl + + R + 0 N & + R R + K R E M 1 M U N K U + <5 T T A 'S X E G I N + M 0 Ð' I R + A T + S á 1 S s + 'T D M I + M A U R + B R A + A G A T + 'T A R I N A + R R R + B A R 14 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.