Vikan


Vikan - 10.11.1960, Side 22

Vikan - 10.11.1960, Side 22
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forviini á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning kostar ekki neitt, nema menn vilji fá skriflegt svar, beint frá draumráðningaraanninum. Þá kostar ráðningin 50 krónur og bréfið verður að láta í ábyrgð. Herra draumráðandi. Mig dreymdi, að ég hitti tvo stráka. Annar er bróðir vinkonu minnar, en hinum strákn- um var ég með, en við hættum að vera saman vegna misskilnings. Sá fyrri lætur okkur skipta á hringum, og gerðum við það. Ég lét hann hafa silfurhring með rauðum stein, en hann lét mig fá silfurhring með plötu, og á lienni var nafnið hans. Skildust leiðir okkar þá, en ég hitti aðra stráka, og sögðu þeir mér, að ég hefði fengið skakkan hring, og létu mig fá annan, en ég man ekkert eftir honum. Hitti ég þá mann, sem ég þekkti, og var hann með ótal- marga steingráa kettlinga. Ég hef aldrei átt kettling og ætlaði ég að fá mér einn, helzt sem HvaÖ segja stjörmirnar um hæfíleika yöar, möguleika og framtíö? ViljiÖ þér fá svar viö þessu þá sendiö upplýsingar um nafn, heimilis- fang og ár, fœöingarstaö og livenœr sólarhrings- ins þér fæddust ásamt greiöslu í umslagi merkt pósthólf 2000 Kópavogi og svariö mun berast yö- ur meö pósti. Lauslegt yfirlit (sólkort) ......... kr. 50.00 Lauslegt yfirlit meö hnattaafstööum .. — 100.00 Spádómar fyrir eitt ár kostar ....... -— 200.00 Nákvæmt yfirlit meö hnattaafstööum — 500.00 AÖ gefnu tilefni tökum viö fram aö fœöingar- stund má helzt ekki skakka meira en 15 mínútum. Þór Baldurs. minnstan. Fannst mér þá mamma koma, og það var allt i lagi, þótt ég fengi kettlinginn. En þegar ég ætlaði að velja mér liann, voru þeir orðnir að hvolpum, sem allt voru tíkur. Gullý. Svar til Gullýjar. Allir hringirnir eru nterki um ástarævin- týri. Kettlingarnir eru ekki gott tákn, og hef ég grun um, að sá maður muni ekki reynast þér vel í fyrstu, en þar eð þeir breytast í hvolpa, segir mér svo hugur um, að eigandi þeirra verði þinn bezti vinur síðar meir. Draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi, að ég ætti tvo stóna báta. Líktust þeir lielzt nótabátum. Hafði ég þá bundna í fjörunni. Mér fannst bandið svo ónýtt, að ég ætlaði að skipta um og fá nýtt band. Svo kom ég niður i fjöru og sá tvo mifmn niðri í bát. Dimmt var mjög, svo að ég beiö, þangað til þeir færu. En svo var ég orðinn leiður á að biða og fór heim. En ég var á l.eið niður í fjöru, þegar ég mætti jeppa. Sá ég eitt andlit, sem ég kannaðist ekki við. Við það vaknaði ég. Atli. Svar til Atla. Bersýnilegt er, að erfiðteikar og hindranir munu verða á vegi þínum í sambandi við atvinnu þína á næstunni. Hindranir þessar stafa af illa frágengnum atriðum fyrr á tím- um, og kemur það nú ilta niður á þér. Ávallt skyldum við hafa hugfast, að svo uppskerum við sem við sáum. Draumráðandi góður. Mig dreymdi nú fyrir skömmu, að ég var með skínandi fallegan gullhring, sem maðurinn minn hafði gefið mér, og var liann með annan alveg eins sjálfur. I<'annst mér joetta vera einbaugur, en ekki var ég viss, hvort við hefðum tekið þá gömlu niður. En sem sagt, við vorum bæði með eins hringa, og þótti mér ekkert athuga- vert við þetta. Svo dreymdi manninn minn nokkru áður (en hann rekur verkstæði ásamt fleirum), að einn morguninn, þegar hann kom upp á verkstæði, væri allt svo hreint og bjart, sópað í hólf og gólf og öll verkfæri í röð og reglu, eins og það væri nýbúið að taka svona gaumgæfilega til, — og undraðist hann það stórum. Herdis. Svar til Herdísar. Fyrri draumurinn er tvímælalaust merki um farsælt hjónaband og sísælt samband ykkar hjónanna, en sá síðari er að rnínu áliti merki um ónóg viðfangsefni á verkstæðinu í framtíðinni. Hreinleiki vjerkfæranna og alls merkir, að hlutirnir séu ekki í mikilli notkun og að of mikill tími sé til hrein- gerninga. B U B B I I S FERÐIN Margir klukkutímar voru Öldurnar stækkuðu, og skýin liðnir síðan drengirnir fóru hlóðust á himininn. Bubbi og að heiman frá sér. Pabbi og Siggi hnipruðu sig saman í mamma voru orðin hrædd. skutnum. Þeir mundu víst aldrei fá að sjá pabba og mömmu framar. Siggi var farinn að hágráta, Báturinn skoppaði á öldunum eins og lítil, veikbyggð skel. Hann rak lengra og lengra fyrir straumi og vindum — út í óvissuna. Þegar neyðin er stærst er hjálp- jn næst. Á þessum slóðum er vél- bátur á ferð. í stýrishúsi bátsins eru tveir menn. Þeir hafa tek- ið eftir litla bátnum, þótf hann sp langt í burtu. Vélbátnum er snúið og stefnan er tekin á litla árabátinn. Dreng- irnir hafa komið auga 4 vélbát- inn. Hásetarnir eru komnir upp á þilfarið. Þeir verða undrandi þegar þeir sjá tvo litla drengi j bátnum. 22 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.