Vikan


Vikan - 10.11.1960, Side 27

Vikan - 10.11.1960, Side 27
Þeir drápu hetjuna... Framhald af bls. 7. kynntu sendiboðar sjóhersins, að allt væri með kyrrum kjörum uppi á fjallinu. Þá kom fréttaþjónustan til skjal- anna. Áróðurssveitirnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna á styrjaldartím- um. Þær eiga að bera þeim, sem heima eru, boðskapinn um, hverjir það eru, sem „heyja þessa heiftar- styrjöld einir". Þær eiga að skapa „esprit de corps“, hernaðarandann, tryggja sjálfboðaliða i næstu styrj- öld, selja striðsskuldabréf, vekja áhuga sagnaritara og hafa áhrif á þingmenn, til þess að einmitt stríðs- rekstri verði séð fyrir nægu fjár- magni og birgðum. Þess vegna varð að draga upp fána á tindi Suribachi-fjalls, -eins og gert hafði verið áður á fjölmörgum stöð- um í leiðangri þessum. Var fjörutiu manna sveit falið að leysa þetta mikilvæga starf af hönd- um. Og allt var ljósmyndað — upp á líf og dauða. Rosenthal hafði ekki hugmynd um þetta brambolt. Honum var ekki gert viðvart, fyrr en það var um garð gengið, en þó lagði hann leið sína upp á tindinn. Þar var þá komin önnur sveit, einnig fjörutíu manna. Var hún að leggja leiðslur upp til varðstöðvar, er vera skyldi á tindinum. Meðal annarra voru í henni þeir Ira Hayes og Franklín Sousley, fé- lagi hans, er sagði fyrir um leiðsl- urnar. Þegar Rosenthal kom þangað, tveimur timum eftir að hinni opin- beru myndatöku lauk, var þar mik- ið um að vera. Hermenn leituðu sér að minjagripum, og kvikmyndatöku- maður hafði náð saman hópi manna til að hefja fánann að nýju. Rosen- thal tók fram myndavél sína og beið þess, að kvikmyndamaðurinn hefði komið tækjum sínum fyrir. Er Sousley varð þess visari, hvað fram átti að fara, kallaði hann til Ira: — Komdu, höfðingi, við verðum með líka. Sousley var með riffilinn í hend- inni, en náði þó taki á stönginni og ýtti á. Ira reyndi einnig að ná til hennar, en komst ekki að, þótt hann legðist á Sousley. Rosenthal þrýsti á hnapp mynda- vélarinnar, — og auk þess tóku bæði hann og aðrir ljósmyndarar, er þarna voru staddir, margar fleiri myndir. Undir fánanum stóðu Þrír menn, en umhverfis þá stóðu aðrir tuttugu, sem brugðu byssum á loft. Enginn spurði um nöfn þessara hermanna, þetta var aðeins mynd af því, er „sjóliðar reisa Bandaríkjafánann á Suribachi-tindi". Rosenthal sendi myndir sínar heim til New York um Guam-ey og gleymdi síðan allri fánareisn. Svo var og um aðra myndatökumenn þarna. E’ngum kom til hugar, að neinir mundu hafa sérlegan áhuga á atvikum sem þessu, enda gerðist nú slíkt allhversdags- legir atburðir. Og áfram hélt styrjöldin mikla. Japanar voru svældir út úr holum sínum, og þrír af þeim sex, er sáust á ljósmynd Rosenthals, létu lífið. Einn þeirra var Sousley. Hann var skotinn í hjartað úr launsátri og gaf upp öndina í örmum Ira. En það var ekki öllu minna líf í tuskunum heima í Bandarikjunum. Rosenthal hafði verið heppinn með tökuna á mynd sinni. Tími, fjarlægð, ljós og fyrirmynd, allt féll þetta svo snilldarlega hvað að öðru, að einmitt þessi augnabliksmynd hans varð hin dæmigerða stríösmynd. Lesendur þekktu ekkert til atvik- anna, sem að þvi lágu, að myndin var tekin. En hver maður mátti sjá, að þetta var þó stríösmynd. Hetjur þær, er þarna voru að verki, höíðu bersýnilega gert áhlaup á fjallið, og þó að kúlur og sprengjur hvíni um eyru þeirra, reisa þeir fánann á tind- inum. svo að heimurinn. megi sjá, hverjir eru herrar yfir þessari ey. Og til allrar guðslukku hafði hagað svo til, að ljósmyndari var á hælum þeirra! Þannig hugsaði alþýða manna i Bandaríkjunum. Því varð það svo að vera. Kannski var það ekki alveg sannleikanum samkvæmt, — en var annars nokkuð Ijótt við það að lofa hinum bandaríska skattgjaldanda að vera sælum í sinni trú? Sjóliðið er löngum frægt fyrir skefjalausan á- róður sinn. Það fer alltaf út að yztu mörkum, — en aldrei yfir þau tak- mörk í neinni illri meiningu. Það hefði heldur aldrei verið neinn skaði skeður, þótt ljósmynd Joes Rosenthals hefði verið gerð að ímynd hins sanna hetjuskapar, ef þeir háu herrar i Washington hefðu ekki far- ið fram á meira . .. Síðari heimsstyrjöldin hafði staðið lengi, þeg'ar komið 'var fram á árið 1945. Hrifningin var allnokkuð tekin að dvína, ■— og því var myndin frá Iwo Jima einmitt það, sem með þurfti, til þess að koma skriði á sjö- unda stríðslánið. Til Iwo Jima kom símskeyti frá Washington: ■— „Hverjir eru her- mennirnir á myndinni? Við þurfum þeirra. með til að selja stríðs- skuldabréf." Símskeyti þetta hefði þó naumast verið sent, ef réttir aðilar hefðu hugsað sig betur um. Hið drama- tíska við myndina er einmitt í því fólgið, að allt er þar nafnlaust. Á henni sést aðeins eitt andlit — og það í daufri hliðarsýn. Þessir sex hermenn gátu verið hverra synir, sem vera vildi. Hinn óþekkti hermaður á að vera óþekktur um aldur og ævi. Sé hann dreginn fram úr djúpi nafn- leyndar sinnar, kann það ef til vill að koma í ljós, að hann hafi verið fylliraftur, jafnvel að hann hafi ver- ið vasaþjófur eða verið skotinn nið- ur aftan frá ... Þrátt fyrir mótmæli tók einhver til við að grafast fyrir um, hverjir þessir sex hermenn væru. Ekki var hægt að sjá andlit þeirra, en hins vegar mátti styðjast við kvikmynda- ræmuna. Það kom í ljós, að þrír mannanna voru látnir, en hinir voru þeir Rene Gagnon, John Bradley og — Ira Hayes. Enginn af þessum þremur mundi til að hafa verið með, þegar myndin var tekin En það skipti engu máli. Þeir voru fluttir heim til Washing- ton í sérstakri flugvél, og forsetinn tók sjálfur á móti þeim. Þeir voru hylltir af heilli stórþjóð, en félög og nefndir kepptust við að heiðra hetj- urnar frá Iwo Jima. Enginn þeirra vissi sitt rjúkandi ráð. Til þess að svæfa samvizkuna þágu þeir gjarna drykki þá, er þeim buðust. En sá þeirra, er allra sízt vissi, hvaðan á hann stóð veðrið, var Ira Hayes. Það er ekki fyrr en nú, svo löngu eftir að hann gerðist, sem hægt er að virða þenna hræðilega harmleik fyrir sér til fulls. Á flugvellinum biðu, auk forsetans, hinir þaulvönu blaða- fulltrúar, er fjármálaráðuneytið haíði skipað til þess að hrinda sjöunda stríðsláninu i framkvæmd. Nú liggur Bandaríkjunum á, en þó eru það einmitt Bandaríkin, sem ekki geta treyst á Ira Hayes. Samkvæmt lögum má hann ekki eiga skotvopn. Hann hefur ekki atkvæðisrétt. Eng- inn má selja honum sterka drykki. — En þú ert hetja, Ira, svo að ég tek áhættuna á mig. Það var margur vinsalinn, er lét svipuð orð falla. En Ira er ómögulegt að finna sam- hengi i 'þessu öllu saman. Félagarnir stríddu honum með „svindlinu", þegar flogið var með hann til Was- hington. Hann er ekki einu sinni viss um, hvernig flotadeildin lítur á þetta mál. Það voru 250 menn í deild hans, er þeir gengu í land á strönd Iwo Jima. Einir tuttugu og sjö liíðu inn- rásina af. En ef hann var nú hetja, hvers vegna hlaut hann þá ekki eitt af hinum 34 þúsund heiðursmerkj- um? Af hverju var hann enn þá elzt- ur allra óbreyttra hermanna í öllu herfylkinu? Hvers vegna hefur hann enn í dag minni laun en þegar hann var í fallhlífasveitinni? Hann hefur samvizkubit. Allir beztu félagar hans eru fallnir. Hvers vegna er nú allt þetta veður gert út af honum, — einmitt honum? Þessar þrjár „hetjur" dvöldust mánaðartíma í Washington við að hjálpa til að hleypa lífi í skuldabréfa- söluna vegna herlánsins. Gert var ráð fyrir, að þeim væri orðin þörf á að létta sér ofurlítið upp eftir harð- réttið á vígstöðvunum, og Ira var fenginn „fylgdarmaður". Það var veitingasali einn, Jimmy Lake að nafni, er skyldi sjá um hann að öllu leyti. Upp frá þessu var Ira ekki margar stundir ófullur. Allir héldu að hon- um víninu, og hann þá það með ánægju, þvi að Það var hið eina, seifi komið gat honum til að hvarfla frá þvi að velta si og æ fyrir sér sömu spurningunni: Hvers vegna einmitt ég, sem ekki er nein hetja? Skuldabréfaherferðin hófst með móttöku í Hvita húsinu, þar sem „hetjurnar" sýndu fána sinn, rifinn og tættan. Og óneitanlega lét hann ekki svo lítið á sjá i ferðalagi því, sem fyrir lá, því að hetjurnar þrjár geymdu nefnilega viskiflöskur sínar í sama hylkinu og fáninn var hafð- ur i! E’itt dagblaðanna fann upp á því að segja, að fáninn hlyti að vera með kúlnagötum, svo að blaðafull- trúinn varð að skjóta nokkrum skot- um gegnum hann. Blöðin fluttu fregnir af því, hvernig þessar þrjár hetjur hefðu reist fánann undir feikna-skothríð, og sögurnar af kúlnaregninu urðu því svæsnari sem lengra leið á ferð þeirra félaga. Hinir tveir hlógu bara að gríninu, en Ira varð stöðugt þögulli og örvænt- ingarfyllri. Samvizkan kvaldi hann, því að á hverjum degi var troðið upp á þá poningum og brennivíni. Það var í Texas, sem frú eins olíukóngs- ins, sem auðvitað var milljónari, lagði fimmhundruðdollaraseðil undir disk hvers þeirra i veizlu. — Það er með peningana eins og áburðinn, sagði frúin, — það verður að dreifa úr þeim, ef þeir eiga að gera gagn. Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. Petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á pað. Hvítt tyrir venjulegt hár — Blátt fyrir purrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Simi 11275. vjkan 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.