Vikan


Vikan - 10.11.1960, Qupperneq 28

Vikan - 10.11.1960, Qupperneq 28
jÞetta virðist skynsamlega mælt, hugsaði Hayes með sér, og fór sjálf- ur að dreifa um sig peningum. I Chicago var hann útnefndur heiðursfélagi Þjóðráðs handarískra Indíána. Þá hélt Ira sína fyrstu og einu ræðu og talaði nokkur orð. Eftir það hneig hann niður og grét. Ira var nú stöðugt undir áhrifum víns. En hann gerði aldrei óspektir, var ekki með hróp og köll, bara eins og eintrjáningur af ofdrykkju. Her- stjórnin sá fram á, að svo búið mátti ekki fram halda. Ira gerði lika frem- ur ógagn en gagn, því að hann skor- aðist undan að skýra frá hetjudáð- um sínum. Einn góðan veðurdag stóð Það svo í biöðunum, að hann væri farinn aft- ur til Hawaí. Hanr. hafði saknað fé- 'laga sinna svo mikið, og herstjórnin hafði gefið samþykki sitt til þess, þó að henni væri það „nauðugt". Vera má, að flestir hafi lagt trún- að á þetta, en ekki Pima-Indíánar, ættbálkur hans. Þeir höfðu fyrirhug- að honum stórfenglegar viðtökur heima í Phoenix. .Nú varð þeim ljóst, að hann hafði svikið sjálfan sig og ættflokk sinn. Það var synd, sem ekki varð fyirrgefin. Ira Hayes lifði um það bil níu ár, eftir að hann var hættur herþjón- ustu. Mestu af þeim tíma eyddi hann i að drekka vín og formæla þeim degi, er hann hafði hjálpað til að reisa fánann á Iwo Jima. Það var Hollywood, sem „hjálpaði" honum. Þar var tekin kvikmynd af orrust- unni um Iwo Jima, og auðvitað vildu þeir hafa „rétta“ Indiánann með á myndinni. Þeir flugu með hann á frumsýning- una í Washington, og Þar voru teknar myndir af honum, svo að þúsundum skipti, með rifna fánann í hendinni! Síðan flugu þeir heim með hann aftur og gleymdu honum. Sannarlega reyndi Ira að koma fótum undir sig að nýju, en það heppnaðist ekki. Hvert sinn, er hann fékk nýtt starf, reyndi hann af fremsta megni að standa vel í því. En alltaf vildi svo til, að einhver komst að því, að hann var „hetjan írá Iwo Jima“, og ævinlega endaði það með drykkju og kumpániegu klappi á öxiina. Þá fór allt í hund- ana fyrir honum að nýju. Ira fékk aidrei tækifæri til að losna undan lyginni miklu frá Iwo Jima. Enn þurfti sjóliðið á Ira að halda árið 1954. Það var, þegar afhjúpa skyidi minnisvarðann mikla í Was- hington hinn 10. nóvember. Flotinn kostaði ferð hans fram og til baka og sá um, að hann fengi ekki dropa af áfengi á leiðinni. Hann var ljós- myndaður með forsetanum, varafor- setanum og — Rosenthal myndasmið. Þegar hann fór aftur heim til frið- lands síns, var hann bugaður maður. Honum var nú ljóst, að lífið átti ekki meira að bjóða honum. Hinn 23. jan. 1955 voru bræður Ira staddir í veizlu með nokkrum kunningjum sínum. Klukkan tíu um kvöldið kom Ira, settist úti í horni og fór að drekka. Hann varð eftir, þegar hinir fóru. Morguninn eftir fannst hann lát- inn,- Hann lá fyrir utan húsið, innan um gamlar vínflöskur og ryðgaðar ölkrúsír ... Hann fékk útför, sem hetju sómdi. Hófst hún í öldungaráðskirkjunni í Indíánska friðlundinu. Þar lá Ira á heiöursbörum, klæddur einkennis- 'húningi sínum. Og í meir en tvær stundir gengu menn íram hjá bör- unum, — alJt frá hershöfðingjum til fátækra Pima-Indíána. Útförin end- aði við minnisvarðann í Washington, þar sem Bandaríkin kvöddu son sinn, — son þann, er við hrintum sjálfir írá okkur. Við Bandaríkjamenn höfum ærið efni til umhugsunar, er við vjrðum fyrir okkur aftasta manninn í hóp .þeim, er reisir fánann á hinu risa- vaxna minnismerki. Það er nefnilega eins og hann rétti hendurnar biðj- andi til himins ... ’ Fólk hugsar í settum Framh. af bls. 8. — En ef við liöldum okkur við næstu framtíð? — Ég gæti trúað því, segir Guð- mundur, að áherzla yrði lögð á hreinleika línunnar. Húsgögn hafa orðið fyrir áhrifum af hyggingar- listinni. Þar er hin hreina og fúnktionalistíska lina allsráðandi, og mörgum hefur fundizt, að ekki sé nægilegt samræmi milli hús- gagnagerðarinnar og hyggingar- stílsins og að reynt yrði að sam- hæfa gerð húsgagnanna við þær línur —- Finnst ykkur ekki, að hús- gagnagerð hjá okkur hafi tekið framförum á síðari árum? — Hún hefur óneitanlega gert það <jg húsgögn gerbreytzt. íbúðir eru ekki heldur eins þröngar, og fólk raðar yfirleitt betur upp húsgögnum en áður gerðist, þó að mikið vanti enn á. Gallinn er sá, að flestir hugsa allt of miki'ð í „settum“. Það þykir allt ónýtt nema hafa fullkomið sófasett, borðstofusett, svefnherbergissett og svo fram- vegis. Nútímahúsgögn krefjast ekki þessarar „setta“-stefnu. Það ætti fremur að hafa í huga, að húsgögn- in séu hagkvæm og hreyfanleg. Svo er annað, sem vert er að minnast á. Fólk ætti að miða miklu meir við heildarsvipinn, þegar húsgögn eru keypt. Margir fá sér einstaka skrautgripi, sem stela of mikilli athygli og raska heildar- myndinni. — Nú eru gamlir og nýir munir hafðir hlið við lilið. Finnst ykkur það geta gengið? Það er auðvitað ekki hægt að gefa neina forskrift um samstöðu gamalla muna og nýrra. Það er allt undir atvikum komið, og vissu- lega getur það gengið, ef hlutirnir eru valdir saman af smekkvisi. — Þið talið um, að fúnkislinan verði allsráðandi í húsgögnunum til samræmingar byggingarstílnum. Ég hef orði'ð var við, að mörgum finnst hinar ávölu línur viðfelldnari og hlýlegri. — Það er rétt. Fúnkislínan er fremur köld, en hún er mjög hrein, og það næst öruggara samspil flata með henni, ef menn annars gefa eitthvað fyrir það. En fyrir utan allan stíl geta húsgögn verið falleg, ef menn hafa auga fyrir stærðum og eiginleikum efnisins. Okkur finnst það aðalatriðið, að hluturinn sé unninn í samræmi við efnið. Það er augljóst, að efni eins og silfur og palisanderviður hafa aðra eiginleika cn til dæmis fura eða leir, og útfærsla þess, sem unnið er, verður að vera i sam- ræmi við það Áílog á Alþingi Framhald af bls. 12. veizlum hver hjá öðrum til skiptis fram á nætur og komust ekki úr rúminu fyrr en einhvern tíma seinni hluta dagsins. Stundum voru dóm- ararnir orðnir svo drukknir, þegar þeir komu í lögréttu, að þeir voru með öllu óhæfir til að gegna dóm- arastörfum. Amtmaður varð hvað eftir annað að taka í taumana, til þess að málin yrðu afgreidd á þingi. 1. júlí 1695 voru þannig settar regl- ur fyrir þinghaldinu, og er eitt af ákvæðunum á þessa leið: „Hvað viðvikur þeim tima, sem menn skulu ganga til lögréttu og frá, skal svo haldast: Til lögréttu skal hringjast fyrsta sinn á miðjum morgni, i annað sinn á dagmálum, og eftir þá hringing skal enginn gera þingmönnum nokkra þá hindr- un eður ómak, svo tíminn þess vegna eigi uppihaldist. í þriðja sinn skal liringjast einni stundu eftir dagmál, þegar klukkan er 10, og þá skulu allir inn nefndir lögréttumenn til lögréttu komnir vera, einnig skulu lögmennirnir samstundis þangað koma án sérlegra forfalla; siðan tracterist (þ. e. takist fyrir) þau mál, sem þar fyrir koma, inn til miðmunda; á miðmunda gangi menn að tjöldum til máltíðar, á nóni sé hringt eitt sinn til lögréttu, og gangi menn þá þangað tafarlaust, sem áður er sagt, og sitji þar málum að gegna til náttmála; þar eftir sé gengið frá lögréttu til næsta morg- uns þriðju hringingar, sem áður greinir.“ Er hér líkara, að verið sé að setja reglur böldnum unglingum í heima- vistarskóla en löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Þá má bæta þvf við, að það var alsiða, þegar málum var stefnt frá lögréttu til yfirréttar, að lögmenn- irnir og þeir, sem að málunum stóðu, tryggðu sér fyrir fram at- kvæði sýslumanna þeirra og lög- réttumanna, sem likur þóttu til, að skipaðir yrðu til að sitja réttinn, svo að úrslit málanna voru oft fyrir- sjáanleg, áður en rétturinn var sett- ur. Margvísleg konungsbréf og til- skipanir komu að litlu haldi til þess að koma i veg fyrir þetta. Á alþingi bar það oft við, að mönnum lenti saman i illdeilum og jafnvel í barsmíð og áflogum, likt og enn hendir stöku sinnum á Frakklandi og Ítalíu. Þetta leiddi blátt áfram af drykkjuskapnum, sem alls staðar keyrði úr hófi um þær mundir, hvar sem menn komu sam- an. Það var siður að stefna málum, sem risu út af þessu, þá þegar fyrir lögréttuna, án þess að nokkur vitnatekt eða undirbúningur væru á undan gengin. Á endanum urðu svo mikil brögð að þessu, að það tafði stórum fyrir afgreiðslu mála á þingi, og varð að reisa skorður við þvi með því að visa slíkum mál- um fyrir sérstakan rétt í Árnes- sýslu. r I viðjum auðsins Framhald af bls. 13. lágkúrultga eigingirni verður dótt- ur auðhyggjuættarinnar óbærileg. Hún er alin upp við það, að við- skiptin krefjist áhættu og fórna og að Htilmannlegt sé að láta sér vaxa það í augum. Manngerð auðhyggjunnar stýrir ekki alltaf miklum auði, liún á sín mistök og vonbrigði. Margur ein- staklingur, sem sýnir fulla við- leitni, er þó ekki nægilega heil- steyptur til þess að fórna öllu fyrir hugsjónina. Ilann freistast kannski til þess að að draga stórfé út úr illa stæðu fyrirtæki sínu, aðeins til þess að standa straum af per- sónulegum óhófsmunaði. Honum hljómar seiður auðsins aðeins sem fyrirheit um munað og nautnir. Ávallt f fremstu röð með allt, sem lýtur að olíukynditækjum. Báta- skipasalan Austurstræti 12 II. hæð. Reykjavík. Siml 35639. a Póstbox I I 55. 2B VUCAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.