Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 32

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 32
Kökur í saumaklúbb Framhald af bls. 1(5. urium. Fryst í sama móti og kakan var bökuð í. Rátt áður en kakan er borin fram er hún bleytt upp með jarðarberiasafa og jarðarber látin ofan á. ísnum hvolft yfir, skreytt með rjómatoppum og jarðarberjum. Fallegt er að rífa súkkulaði yfir. FURSTAKAKA. 185 gr smjörlíki, 125 gr sykur, 250 gr hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 1 eggjarauða, 1—2 msk. mjólk eða rjómi, 1 eggjahvíta, 80 gr flórsykur, 100 gr kókosmjöl. Hveiti, sykri og lyftidufti er blandað saman. Smjörlikið skorið í með linif. Vætt í með eggjarauðunni og mjólkinni. Látið bíða á köldum stað um stund. % hl. deigsins eru flattir út og iátnir í botn og barma mótsins (testu-móts). Eggjahvitan er stífþeytt, flórsykri og kókosmjöli blandað saman við. 1—2 msk. af góðri sultu látið yfir deigið í mót- inu, þar ofan á kókosmassinn og síðan deigið, sem eftir er og áður hefur verið flatt út. Skorið í strimla og fléttað yfir. Smurt með eggi. Bakað við hægan hita neðar- lega í ofninum. BÓNDAKÖKUR. 300 gr hveiti, 75 gr kókosmjöl, 200 gr sykur, 1 tesk. sódaduft, 200 gr smjörlíki, 2 msk. síróp, 1 egg. Hveiti, kókosmjöli, sódadufti og sykri blandað saman. Smjörlikið niulið í. Vætt í með sírópinu og egginu. Hnoðað í lengjur, sem eru iátnar bíða á köldum stað um stund og síðan skornar í sneiðar. Bakaðar Ijósbrúnar við góðan hita. SAUMAKLÚBBATERTA. 3 egg, 100 gr hnetur, 100 gr syk- ur, 100 gr súkkulaði, 1—2 mat- skeiðar hveiti, 14 tesk. ger. Egg og sykur þeytt saman. Ilnet- ins, þar innan við smátt saxaður laukur og í miðjuna hálf skurn me.ð hrárri eggjarauðu. Failegt er að.,'strá karsa, dill eða steinselju á samskeytin milli síldarinnar og lauksins ,ef það er fyrir hendi, ann- að hvort nýtt eða þurrkað. Síldina má einnig saxa ef vill. Gott, sem fyrsti réttur til miðdegisverðar eðai með smurðu brauði. LITLAR SILDARRULLUR. 2 liarðsoðin egg, kryddsíldar- eða ansjósuflök, 1 dl súr rjómi eða majones, 2 msk. saxað- ar rauðrófur, 4 msk. saxaður- laukur, 1—2 tómatar. Eggin eru skorin í báta, raðað'. mitt á fatið og hulin með súrum,. þeyttum rjóma eða majones;. Síldin er rúlluð upp í iitlar rúilur (sé notuð kryddsíld eru flökin skorin á ská), sem er raðað ásamt ur muldar smátt — bezt er að nota kökukefli til þess — súkkulaðið saxað fínt. Hveiti og geri blandað saman við. Bakað í tveim tertumót- um. Þeyttur rjómi hafður á miili og í kring. Mjög gott er að setja karamellubráð ofan á. Bökunarhnet- ur fást í 100 gramma pökkum frá Bamba s/f. ÞRÍR SÍLDARRÉTTIR. Síid er holl, góð og heimafengin. Hún er oftast notuð sem fyrsti réttur til miðdegisverðar, sem smá- réttur á kvöldborðið eða ásamt öðr- um réttum á kalt borð. í eftirfar- andi rétti má nota hvort sem er saltsíld, kryddsíld eða ansjósur. SÍLD Á BRAUÐI m/ hrárri eggjarauðu. Hveitibrauð er mótað kringlótt, ristað og smurt með smjöri. Mjó síldarræma er íögð á kanta brauðs- tómatbátum ofan á majonesinn, iítil steinseijugrein sett i enda hverrar rúllu. Þvi næst kemur hringur af söxuðum rauðrófum, iauk og yzt söxuð steinselja. Borið fram sem fyrsti réttur til miðdegisverðar, smáréttur á kvöld- borðið eða á kalt borð. Með þess- um rétti er gott að hafa rúgbrauðs- samlokur. SÍLD m/heitum kartöflukúlum. Kryddsíld og saltsíld er skorin á ská og raðað á fat, þar með eru saxaðar rauðrófur ásamt söxuðum lauk og saxaðri steinselju. Látið i raðir eftir því, sem litirnir fara bezt saman. Með síld er einnig gott. að hafa rifin epli. Gott er að hræra súrum rjóma saman við rauðrófurn- ar áður en þær eru settar á fatið. Borið fram með heitum kartöfiu- kúlum og harðsoðnum eggjum eí vill, en þeiro roá sleppa, Þegar Kennedy . . . Framhald af bls. 15. :í tvær klukkustundir án þess að vita, hvort þeir næðu landi á kóral- eyjunum eða bærust til hafs. Veðrið versnaði stöðugt. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu, og þeir sáu ekki lengra en þrjá metra frá sér. Kennedy hrópaði: „Fyrirgefðu mér, að ég skyidi draga þig hingað út ineð mér, George.“ Ross svaraði: „Ég gæti kannski skammað þig núna, en ég held ég láti það samt vera.“ Allt i einu sáu þeir hvíta rönd fram undan og heyrðu þrumugný, þar sem brimið skall á kóralrifi, Þeir liöfðu komizt út úr röstinni og voru að nálgast eyju, og vindur og öldur báru þá beint í átt að brimgarðinum. En þeir gátu ekkert annað en hangið sem fastast i ein- trjáningnum og beðið þess, sem verða vildi. Þegar þeir lentu í brim- garðinum, skall á þeim feiknaalda, sem færði Kennedy á bólakaf. í þriðja sinn, síðan áreksturinn varð, hélt hann, að sín síðasta sturid væri kömin. Einhvern veginn bjargaðist hann frá því að slöngvast á kóral- rífið, en flaut upp i einhvers konar hringiðu. Skyndilega fann hann, að hann kenndi botns. Þegar hann hafði komið sér í skjól fyrir brim- inu, kallaði hann: „George, George Ross!“ Enginn svaraði. Kennedy varð skelkaður, og honum varð hugsað til þess, að hann hafði feng- dð Ross nauðugan til að koma með ;sér út á sundi.ð. Hann hrópaði aftur af öllum kröftum. í þetta skipti svaraði Ross. Hann hafði ekki verið eins heppinn og Iíennedy, rekizt harkalega utan í kórall og skorizt illa á hægri handlegg og öxl. Fætur hans, sem höfðu látið talsvert á sjá í volki undanfajinna daga, höfðu einnig skorizt talsvert. Ganga þeirra frá rifinu i land var í hæsta máta kátbrosleg. Ross var svo sárfættur, að Kennedy varð að leggja ár á botninn undir fætur hans við hvert skref. Þegar þeir komu upp í fjörusandinn, lögðust þeir báðir niður og sofnuðu. Þeir vöknuðu báðir snemma morguns við einhvern torkennileg- an hávaða. Þegar þeir litu upp, sáu þeir fjóra myndarlega innlenda menn standa yfir sér. Einn þeirra ímisua U}æ8e v. iggcs 8o mnjj ,.Ég er með bréf til yðar, herra.“ Kennedy reif bréfið upp. Þar stóð eftirfarandi: „í þjónustu Hans Há- tignar. Til yfirforingjans, Nauru- eyju. Ég undirritaður stjórna ný- sjálenzkri fótgönguliðssveit, sem starfar í sambandi við sveitir úr landher Bandaríkjanna á Nýju- Georgiu. Ég ráðlegg yður að fylgj- ast með þessum innlendu mönnum til mín. Á meðan mun ég ná tal- stöðvarsambandi við yfirmenn yð- ar á Rendova, og gerðar munu ráð- stafanir til að bjarga mönnum yðar. Lautinant Wincote. P.S. Ég mun gera flughernum viðvart um, að þér farið yfir Fergusons-sund.“ Kennedy og Ross fóru um borð í bát hinna innlendu manna, sem fluttu þá til Fuglaeyjar, til þess að tilkynna skipbrotsmönnunum þess- ar góðu fréttir. Þar settu innlendir menn upp prímus og matredddu heita máltíð úr bandariskum matar- pökkum, sem þerroönnum eru ?etl* _aðir. Þeir reistu skýli fyrir Mc- *• Mahon, en brunasár hans höfðust ‘mjög illa við. Hið sama gerðu þeir i fyrir Ross, en handleggur hans og jföxl höfðu bólgnað mjög vegna sár- ! anna, sem hann hafði fengið af kórallinum. Síðan létu þeir Kennedy j leggjast á botn bátsins og huldu 1 hann með pálmablöðum, svo að hann sæist ekki úr lofti. Á leiðinni fhigu yfir þá um 30 japanskar flug- 'vélar, sem stefndu í átt til Rendova. Kennedy varð mjög starsýnt á ára- lag innborinpa manna. Það var ein- kennilega rykkjótt, og við hvert áratog slógu þeir árunum i borð- stokkinn. Að lokum komu þeir á leiðarenda. Lautinant Wincote tók á móti þeim á ströndinni og heills- aði þeim mjög formlega. „Sælir. Lautinant Wincote." Kennedy svar- aði: „Sælir. Ég er Kennedy.“ Win- , cote sagði: „Gerið svo vel að koma með mér upp i tjald mitt. Við skul- um fá okkur tesopa." Um miðja nóttina, er þeir höfðu haft samband við bækistöðvar tund- urskeytabátanna, sat Kennedy i eintrjáningnum, sem hann hafði komið í, og beið eftir tundur- skeytabátnum, sem átti að sækja hann og félaga hans. Bráðlega heyrði liann fyrir fram ákveðið merki: fjögur skammbyssuskot. Kennedy svaraði með því að skjóta fjórum skotum út í loftið. Þá heyrð- ist rödd utan úr myrkrinu: „Hæ, Jack.“ Kennedy svaraði: „Hvar í fjáranum hefur þú eiginlega ver- ið?“ Röddin sagði þá: „Við erum með mat handa jiér.“ Kennedy svar- aði: „Nei, jiakka þér fyrir samt, ég var að enda við að borða indæla kókoshnetu." Augnabliki siðar lagði tundurskeytabáturinn upp að ein- trjáningnum. Kennedy stökk um borð, og varð þar hinn mesti fagn- aðarfundur. Að bandarískum sið hélt Kennedy á minjagripnum, ár- inni, sem þeir Ross höfðu smíðað úr kassafjölum og japanskri gas- grimu. Með hjálp hinna innlendu manna gekk ferðin til Fuglaeyjar bæði fljótt og vel, Mennirnir voru sóttir 1 land á kænu. í næturmyrkrinu brunaði svo tundurskeytabáturinn heim á leið með ánægða farþega. Herlæknirinn hafði sent svolítið koníak með til að hressa upp á hina þjökuðu skipbrotsmenn. Johnston fann mikla þörf á svolítilli upplifg- un. í rauninni þurfti hann að lifga sig upp nokkuð oft. Þegar hann liafði lokið því, fór hann upp á þil- far, settist þar og lagði handlegg- ina utan um leiðsögumennina inn- fæddu. Þeir höfðu báðir verið á trú- boðsskóla og gátu skilið hvorir aðra. Og í ferskum næturandvaran- um sungu þeir saman sálm, sem þeir kunnu allir þrír: Jesus loves me, this I know, For the Bible tells me so. Little ones to Him belong, They are weak, but He is strong. Yes, Jesus loves me, yes, Jesus loves me. 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.