Vikan


Vikan - 10.11.1960, Page 38

Vikan - 10.11.1960, Page 38
ar og þurrkað sér um nefið. Nú kom fölleitur unglingur meö samanbitnar varir og fílapensa í andliti. Dagný reyndi að setja sér að horfa ekki of mikið á hann. Nei, það gat ekki verið hann. E’n ungi maðurinn nálgaðist, ákveðinn og öruggur. Hann nam staðar rétt hjá Dagnýju og gaetti ó- þolinmóður á úrið sitt. Drottinn minn dýri, það er vist hann, kvað við í huga hennar. En ungi maðurinn leit ekki við henni. Hann leit rannsakandi kring- um sig, og allt í einu birti yfir svip hans. Hann tók að veifa til berhöfð- aðrar stúlku, er kom í átt til hans og hljóp við fót. Dagný varp öndinni léttar. Það var anzi leiðinlegt að standa svona eins og uppstillt fyrir áhorf- endur. Nú var klukkan fimm mín- útur yfir sjö. En öllum getur seink- að í umferðinni, það er skiljaniegt. Allt í einu flögraði að henni hræði- leg hugsun. Ef hann skyldi nú vera á gangi rétt fyrir framan hana og kærði sig einfaldlega ekki um að gefa sig fram við hana? Auðvitað átti hann hægt með það í öruggri vissu þess, að ekki hafði hún hugmynd um, hvernig hann leit út. Kannski, aö honum litist illa á hana. Hann haföi verið svo indæll í bréfum sínum, en flestir karlmenn gangast mest fyrir ytra útliti. Dagnýju langaði mest til aö fara að gráta, og henni hitnaði í vöng- um. Hún kreisti litla vasaklútinn skjálfandi höndum, er hún tók eftir því, að íturvaxinn maður í gráum fötum kom í átt til hennar. Hún sá ekki vel frá sér svona gleraugnalaust. Það var ekki fyrr en hann var mjög nærri, að hún kenndi þar húsbónda sinn. Hún hrökk hatrammlega viö. Hugsa sér, — ef það skyldi nú vera hann! Eiríkur Bergström nam staðar og lyfti hattinum. Hann var nærri feimnislegur ásýndum, þegar hann mælti: — ÞaÖ lítur heizt út fyrir, að 8r- lögin hafi viljaö leiða okkur saman. Örlögin! Já, þarna kom það, hugs- aði Dagný. Það er hann. Hún leit óttaslegin kringum sig, eins og hana langaði helzt til að hlaupa leiðar sinnar. Það hlaut að vera ægilegt fyrir Eirík að verða þess vísari, að sú, sem hann hafði eytt sínum hlýju tilfinningum á, var engin önnur en hin leiðinlega Dagný Andersson, er daglega ritaði bréf hans á skrifstof- unni. Ef henni hefði verið unnt að gera sig að engu á þessari stundu, mundi hún ekki hafa hikað við það. E'n hún var neydd til að berjast gegnum þetta á einhvern hátt. Eitthvað urðu þau að segja, eitthvert strik varð að draga yfir alla drauma og loftkast- ala. Eiríkur sá, hve vandræðaleg hún varð, og honum fannst það veita sér aukinn styrk. — Maður gæti nærri því haldið, að þú værir hrædd við mig, Dagný. Er ég í raun og veru svo hræðileg- ur, að ég skjóti ungum stúlkum skelk i bringu? — Nei, en ég veit ekki, hvað ég á að segja. Þetta er bara svo undar- legt, stamaði Dagný. Eiríkur starði á hana. Þarna stóð hún prúð og snyrtileg, eins og hún var allajafna. Honum kom allt í einu til hugar, að mikið væri hún blessunarlega laus við uppgerð og yfirlæti. Hann hafði alltaf fyrirlitið hina áberandi stríðsmálningu hjá öðrum stúlkum á skrifstofunni, fram- hleypni þeirra og ástleitni. Dagný var alltaf sveipuð andrúmslofti kyrrðar og friðar. Það var eitthvað undur- samlega róandi við alla persónu hennar. Og allt í einu fannst Eiríki hann svo ósegjanlega glaður og áhyggju- laus. Hann brosti til Dagnýjar: — Það borgar sig ekki að berjast við örlögin. Komdu Dagný, viltu ekki vera stúlkan mín í kvöld? VDK - FÚAVERJANDI LÖGUR GRÆNN - DÖKKBRÚNN I - 2 - og 4 LÍTRA BRÚSUM Heildsölubirgðir: Kristján Ó. Skagfjörð hf. heimilistækin |haf dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin »"»■ H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI i. !»»> imm ilili ii ■» ilil /nlt iiíii!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.