Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 3
Hvað er telefótó?
Kæra Vika.
1 sumar hafa sum blöðin veriS meS myndir,
sem þau kalla telefótó. HvaS þíSir þaS og hvaSa
mál er þaö?
Lesandi.
Telefótó er mynd, sem send er milli staða
með sérstökum sendi og móttökutækjum.
„Tele“ er dregið af orðinu „telephone,“ sem
þýðir sími og „fótó“ af „photo,“ sem er stytt-
ing af enska orðinu „photograph“ og þýðir
mynd. Bæði þessi orð eru til í flestum ger-
mönskum málum og jafnvel víðar, þó með ör-
lítið mismunandi rithætti.
Andfýla
GóSa Vika.
Stelpan sem ég er meS er svo hræðilega and-
fúl aS ég get varla verið með henni þó ég sé
óskaplega hrifinn af henni, á ég aS segja henni
frá því?
Jói.
Já, það skaltu gera, en þá verður þú líka
að beita allri þinni snilld, svo hún taki það
ekki nærri sér. Kannske hún hafi líka lesið
þetta, og þá getur verið að hún lagi það af
sjálfsdáðum — ef þú hefur skrifað rétt nafn
undir.
Oskar frændi
Til Vikunnar, Reykjavík.
Getið þér sagt mér, hvernig „Oscar“-kvik-
myndaverðlaunin eru til orðinn.
G. Jónsson.
Oscar verðlaunin eru gefin út af „The
American Academy of Modern Picture, Art
and Sciences“, og veitt fyrir hið bezta, sem
fram kemur í kvikmyndagerð á hverju ári.
Oscar verðlaunin voru fyrst veitt árið 1927,
og sagan segir, að sama ár hafi það fengið
nafn sitt á dálítið skemmtilegan hátt: Kona
nokkur kom í heimsókn til manns, sem hafði
fengið þessi verðlaun, og sá styttuna þar hjá
honum. Ekki hafði hún fyrr litið á hana, en
hún hrópaði upp: — Herra guð, hann er alveg
eins og Óskar frændi!
— Ég hef ekki aðeins mislukkast sem maður —
heldur verður mér alls ekki treyst sem inn-
brotsþjóf hér eftir.
Er
athyglisgáfan
í lagi?
Hér eru tvær eins myndir, að því er virðist.
En neðri myndin eru frábrugðin þeirri efri í
sjö atriðum. Reynið nú að finna þessi atriði,
og verið ekki lengi. — Lausnin er á bls. 39.
Bæheimskur kristall —
draumur hverrar konu
Þessi hentuga og glæsilega
ávaxtaskálasamstæða í sex lit-
um, er sannkólluð prýði á
hverju borði. —• En minnist
þess. að Bæheimskur krystall
er framleiddur eingöngu í
Tékkóslóvakíu! — Spyrjið um
hann í öllum sérverzlunum.
GLASSEXPORT
PRAHA CZECHOSLOVAKIA
vikant 3