Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 9
var, svo að vindurinn bæri bað ekki aftur um borð Við fyrstu sýn virtust þeir líkir, en það var bara vegna þess, að þeir voru báðir Kínverjar. I rauninni Voru þeir alveg sinn með hvoru móti. Herra Ton var renglulegur og sina- ber og mjög kinnfiskasoginn. Augn- háralaus augu hans voru eins og smá- rifur í andlitinu. Herra Wiu var stuttur og saman rekinn, en báðir höfðu þykkt og glansandi hár, stutt- klippt við gagnaugun. Það var ekki auðvelt að geta sér til um aldur þeirra, en þeir virtust vera ungir, — i mesta lagi þrjátíu til þrjátiu og fimm ára. Þegar þeir höfðu gengið nokkrum sinnum hringinn á þilfarinu, fóru hinir farþegarnir að tínast upp til þess að fá sér ferskt loft fyrir morg- unverð. Herra Ton og herra Wiu voru þá vanir að draga sig nær káetunum, svo að hinir farþegarnir fengju skemmtilegri hluta þilforsins, úti við borðstokkinn, út af fyrir sig. Þegar þeir mættu Kínverjunum, brostu þeir og buðu góðan dag. Herra Ton og herra Wiu brostu gleitt á móti, svo að skein í hvítar og sterk- legar tennurnar. Hinir farþegarnir stönzuðu aldrei til þess að eiga við þá samræður og hertu aldrei á sér eða hægðu til að verða þeim sam- ferða. Herra Ton og herra Wiu gengu alltaf út af fyrir sig og kusu það greinileg helzt, það gátu allir farþegarnir séð, sér til mikils hugar- léttis. I matsalnum sátu herra Ton og herra Wiu einir saman við tveggja manna borð upp við vegginn. Það voru átta slík smáborð, en hin sjö stóðu auð. Var það mestmegnis vegna þess, að ferska loftið frá loftræst- ingunni náði ekki til þeirra nema að litlu leyti, en beindist aftur á móti aðallega að stóra miðborðinu, þar sem herra Magdwick sat ásamt Bandarikjamönunum sex. Hann full- yrti, að þetta væri eins og það ætti að vera, Kínverjarnir væru miklu vanari hita en hvítir menn, og þar að auki mundu þeir fremur kjósa að matast einir sér. Eftir morgunverð sátu þeir hlið við hlið i stólum á þilfarinu og lásu. öðru hverju litu þeir upp til að kasta kveðju á aðra farþega, sem höfðu kinkað kolli til þeirra að fyrra bragði. Að loknum hádegisverði hurfu þeir niður í káeturnar til þess að fá sér miðdegisblund. Klukkan þrjú komu þeir aftur upp, frískir og vel fyrir kallaðir og jafnvel enn snyrtilegar klæddir en áður. Þeir gengu rólega um þilfarið, stönzuðu við pingpong- borðið eða tennisvöllinn og horfðu stundarkorn á leikinn og héldu síð- an áfram. Þeir komu alltaf saman inn í bar- inn og settust alltaf saman í litla, mjóa tveggja manna bekkinn undir hitamælinum. Á þennan hátt gátu þeir verið þarna inni án þess að koma öðrum farþegum í erfiða aðstöðu. Enginn þurfti að finna til þess, að Kínverjarnir væru sniðgengnir, og allir losnuðu við þá áhættu að þurfa að setjast við hliðina á þeim. Það var eins og hver önnur heppni, að þessi bekkur skyldi vera þarna í salnum. Þegar dansað var á kvöldin á efra þilfarinu, komu Kínverjarnir saman eins og venjulega, mjög fínir í hvítum jökkum. Þeir hölluðu sér út að borð- stokknum og brostu ánægjulega. Þeir drógu sig ávallt i hlé, áður en dans- inum lauk, svo að enginn kæmist í þá óþægilegu aðstöðu að þurfa að bjóða þeim með, þegar hópurinn lagði. leið sina niður i barinn til að fá sér drykk, svona til að sofa betur. Síðdegis á fjórða degi sigldi skipið inn í monsúnvindinn, alveg eins og herra Magdwick hafði sagt fyrir, og það stóð líka heima, að enginn hafði nein óþægindi af því. Skipið valt dálítið meira en venjulega, satt var það, og sumir af Bandaríkjamönnun- um borðuðu kannski ekki eins og þeir áttu að sér, en það var allt og sumt. Á sjötta degi virtust allir hafa vanizt monsúnvindinum. En síðdegis þann dag valt skipið óvenjumikið. Marmaraborð í barn- um losnaði og rann þvert yfir salinn og lenti á bekknum, sem herra Ton og herra Wiu sátu á. Herra Wiu varð með fótinn á milli borðsins og bekkj- arins, og fóturinn skaddaðist. Herra Wiu varð eyðilagður yfir þeim óróa, sem slysið olli. Hann brosti við farþegahópnum, sem sýndi honum samúð og meðaumkun, og fékk tár í vot og útstandandi augun af þakklæti og iðrun, meðan lækn- irinn leit á meiðslin. Loks stóð lækn- irinn upp og lýsti yfir, að ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af þessu. Þetta væri aðeins brestur, en fóturinn ekki brotinn. Hann sagðist ætla að spengja brotið og að herra Wiu yrði að liggja það, sem eftir væri ferðarinnar. Þetta væri alveg hættulaust. Eftir nokkrar vikur, þegar skipið kæmi til Colombo, yrði þetta alveg gróið. Þeg- ar læknirinn og þrír þjónar báru hjálparvana, litla Kínverjann, sem var fullur iðrunar yfir óþægindun- um, sem hann olli, niður í klefann, brosti herra Ton og hneigði sig eins og til að þakka fyrir samúðina, sem farþegarnir höfðu sýnt herra Wiu. Það, sem eftir var ferðarinnar, sá- ust hvorki herra Ton né herra Wiu á þilfarinu. Fyrsta kvöldið spurðust farþeg- arnir fyrir um það hjá lækninum, hvernig slasaða manninum liði, en hann svaraði önugur, að það þyrfti engar áhyggjur að hafa af fætinum á herra Wiu. Það væri brestur í beininu, maðurinn lægi í rúminu, og vinur hans, herra Ton, mundi sjálf- sagt sjá um, að hann hefði allt, sem hann vantaði, sem sjálfsagt væri ekki svo ýkjamikið. Eftir tvo sólarhringa höfðu allir gleymt Kínverjunum- tveimur. Á fjórða degi eftir slysið fór herra Magdwick með tvo af Bandaríkja- mönnunum, þá herra Gerard og herra Winter, niður á B-þilfar. Hann ætl- aði að sýna þeim vélarúmið, en hann var öllu þar nákunnugur, því að þetta var sjötta ferð hans með Baroda. Þegar þeir gengu um þann hluta skipsins, sem stóð auður, því að á þessum tíma árs voru fáir far- þegar, heyrðu þeir daufa kveinstafi. Þeir stönzuðu og störðu hver á anm an. Aftur heyrðust hljóðin, dauf og hás. „Þetta kémur þaðan," sagði herra Gerard, „frá einum af klefunúm til hægri." Þeir sneru við og gengu hokkur skref til baka, og aftur heyrðust hljóðin. Mennirnir stönzuðu, sneru Hifinn á arabiska hafinu var kveljandi, en jbr/ð/a daginn nefndi Jbað enginn meir. Allir föluðu um monsún- vindinn sem kæmi og þá ... aftur við og þutu í átt að klefa nr. 709, sem þeir höfðu áður gengið fram hjá. Herra Magdwick reif upp dyrn- ar, en þeir staðnæmdust í gættinni. Herra Wiu lá hálfur í kojunni og hálfur á gólfinu. Fætur hans virtust vera stirðnaðir. Náttföt hans og rúm- föt voru grútskítug, og svækjan í klefanum var hræðileg. Á náttborð- inu lá tóm vatnsflaska á hliðinni, og innan Um skorpið appelsínuhýði og gulnaða eplakjarna lá tóm ávaxta- karfa á gólfinu. Undir kojunni var brotinn tepottur og bolli af bakka, sem dottið hafði niður af náttborðinu. Varirnar á herra Wiu voru skræl- þurrar og sprungnar, og í munnvik- unum var svart slím. Tungan, bólgin og skrælnuð og alþakin þykkri skán, hékk út úr munninum, eins og hann hefði misst vald yflr Henni eftir að hafa hrópað árangurslaust á hjálp og gæti nú ekki lengur dregið hana inn. „Guð minn almáttugur," hrópaði herra Winter, „náunginn er bókstaf- lega að deyja úr þorsta." Þeir hlupu inn i klefann. Herra Magdwick reif útötuð rúmfötin úr rúminu og henti þeim út í horn. Bandaríkjamennirnir tveir lyftu herra Wiu varlega upp i kojunni. Fætur hans stóðu stífir eins og tein- ar á gafli. Herra Magdwick þreif vatnsflöskuna og fyllti hana af vatni úr krana í hinum enda klefans og kom með hana að kojunni. Hann vætti varir herra Wius og hellti nokkrum dropum á tungu hans og lyfti síðan höfðinu varlega, svo að hann gæti drukkið. Hann hresstist strtix við vatnið. Hann teygði sig eftir flösk- unni, en herra Magdwick leyfði hon- um aðeins að drekka nokkra dropa í einu. „Það lítur út fyrir, að enginn hafi komið hingað, síðan hann fótbrotn- aði,“ sagði herra Gerard hneykslað- ur. „Hvar I fjáranum er þessi herra Ton?“ Winter hljóp út í ganginn. „Herra Ton,“ kallaði hann, „herra Ton. Halló, herra Ton.“ (Framhald á bls. 26) VíKAU 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.