Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 33
munamönnum, og er það vel, — en engin samtök hafa gerzt til þess að vernda hagsmuni unglinganna og vaka yfir því, að þeir séu ekki rændir hverjum eyri, sem þeir hafa handa á milli, af samvizkulausum gróðamönnum, sem raka saman fé á sjoppurekstri, veitingastofum og skemmtistöðum. Enn hafa efna- hagsaðgerðir stjórnarvaldanna ekki beinzt að því að koma i veg fyrir, að unglingunum sé selt áfengi ljóst og leynt eða að þeir séu féflettir af ágengum bíiapröngurum og sjálfsbjargarviðleitni þeirra þannig lömuð, en upprætt virðing þeirra fyrir meginundirstöðuatriðum allr- ar sannrar velmegunar, — reglu- seminni og heiðarleikanum. Og flokkarnir og þessir óeigingjörnu foringjar þeirra, sem alltaf eru að berjast um að fá að bjarga þjóðinni, leggja svo síðustu hönd á fordæmið með því að stimpla hverir aðra æru- iausa lygara, föðurlandssvikara, svindlara og milljónaþjófa í ræðum og viðkomandi blöðum, en sjá svo um það í sameiningu, að hæstvirtir viðkomandi misindis- og glæpa- menn haldi allri sinni virðingu og virðingarstöðum, ábyrgðarembætt- um og auðsöfnunaraðstöðu, — jafn- vel þótt þeir reynist að meira eða minna leyti sannir að sök. Sá hlut- inn, sem er í stjórnarandstöðu í það og það skiptið, hrópar og kall- ar, að allt sé að fara norður og niður ... Skrambi er hann hvass og kaldur, Bjarni skepna, ... og sá hlutinn, sem fer með stjórn í það og það skiptið, lýsir yfir því, að allt lagist, svo fremi sem fylgt verði þeirra ráðum og lekin upp þeirra stefna, — skellt hurð fyrir landnorðrið ... Sem betur fer, höfum við, eldri kynslóðin, lög að mæla, þegar við segjum, að aldrei hafi kynslóð sú, sem skal landið erfa, verið jafn- glæsileg, upplitsdjörf og kjarkmikil og unga fólkið nú, og sem betur fer, má gera sér vonir um, að hún búi yfir manndómi til að reynast föðurbetrungur. En það er svo sannarlega ekki okkur að þakka. Við höfum að vísu byggt mikið og staðið i stórfelldum framkvæmdum, en alloft og jafnvel oftast af lítilli fyrirhyggju, og margt af því væri betur ógert. Við fáum ungu kyn- slóðinni okkar i hendurnar raflýst og skrauthýst þrotabú, — en látum það vera. Lakara er, að við höfum gert allt til þess, vitandi og óafvit- andi, að hún yrði þess ekki umkom- in að greiða þær skuldir, sem við höfum sjálfir stofnað til í okkar kaupstaðarferð. Við höfum leitt yfir hana andlegt hernám, rist helörn aðfluttrar spillingar á bak henni með sárum brotum úr þeim flösk- um, sem við sjálfir tæmdum. Við höfum skapað henni slíkt fordæmi, að ef hún færi eftir því, væri hún óhjákvæmilega dæmd til að velta ósjálfbjarga um baðstofupall fram- tíðarinnar, ólæs á allar viðvaranir nútíðar og fortíðar. Kynslóð sú, sem nú er horfin eða að hverfa, lét okkur, sem förum nú með völdin i landinu, dýrari auð í arf en nokkur sú kynslóð, sem áður byggði þetta land, hefur nokkru sinni hlotið, — frelsishug- sjónina, baráttukjarkinn, trúna á landið og framlið þess. Hún lét okkur í arf hugsjón ungmennafé- laganna og kjörorð þeirra: íslandi allt. i | >éJU Meðferð okkar á því kjörorði er Blaðið sem húðin finnur / ekki fyrir Gillette hefir gert nýja uppgötvun, sem stóreykur pægindin við raksturinn. Það er nýtt rakblað með ótrúlegum raksturseiginleikum. Skeggið hverfur án pess að pér vitið af. t’egar notað er Blátt Gillette Extra rakblað má naumast trúa pví að nokkuð blað hafi verið í rakvélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50. þér verðið að reyna það ® Gillette er skrásett vörumerki VjKAhf 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.