Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 28
Herravesti
Framhald af bls. 16.
Framstykki: Fitjið upp 101 (105)
109 (113) 1. á prjóna nr. 3% og prjón-
ið brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. 7 sm.
Takið nú prjóna nr. 5% og prjónið
frá réttu 15 (16) 17 (18) 1. slétt
prjón, siðan eina mynzturrönd, 16
(17) 18 (19) 1. sléttprjón, eina
.nynzturrönd, 16 (17) 18 (19) 1. slétt-
prjón, eina mynzturrönd 15 (16) 17
(18) 1. sléttprjón. Aukið út á hliðun-
um eins og á bakstykki.
Þegar stykkið mælist 43 (44) 45
(46) sm. eru fitjaðar upp 4 1. báðum
megin. Takið nú úr báðum megin
í hverri umferð 9 sinnum. Takið þá
úr 1 1. í annarri hverri umferð, þar
til 16 1. eru eftir og síðan 1 1. í hverri
umferð. Þegar stykkið mælist ca. 44
(46) 47 (49) sm., er stykkinu skipt
í tvennt um miðju og önnur hliðin
prjónuð fyrst. Takið nú úr fyrir v-
hálsmáli 1 1. i 4. hv. umferð. Úrtök-
unum í hliðunum er haldið áfram,
þar til 5 1. eru eftir, þá er fellt af.
Hin hliðin er prjónuð eins.
Ermar: Fitjið upp 44 (46) 48 (50)
1. á prjóna nr. 3% og prjónið brugðn-
ing 1 1. sl. og 1 1. br. 7 sm. Takið
nú prjóna nr. 5% og prjónið slétt-
prjón, aukið út 6 1. með jöfnu milli-
bili yfir 1. umf. Aukið síðan út 1 1.
í hvorri hlið 8 hverja umferð, þar
til 70 (74) 78 (80) 1. eru á prjón-
inum.
Þegar ermin mælist 45 (46) 47 (48)
sm. eru felldar af 3 1. í hvorri hlið.
Takið nú úr 1 1. i hvorri hlið 3. hverja
umferð alla leið upp. Þegar ermin
mælist 58 (59) 60 (61) sm., er einn-
ig tekið úr á miðri ermi þannig,
prjónið þar til komið er að 4 mið-
lykkjunum, prjónið þá 2 1. sl. sam-
an, takið 11. óprjónaða fram af prjón-
inum, prjónið næstu 1. og steypið
óprjónuðu 1. yfir þá prjónuðu, prjónið
umferðina á enda. Endurtakið nú
þessar úrtökur í 6. hverri umferð, i
allt 5 sinnum. Þegar 12 1. eru eftir
eru felldar 6 1. tvisvar að framan.
Það er gert til þess, að ermin sé
heldur hærri að aftan.
Gangið nú frá vestinu þannig að
pressa stykkin mjög iaust frá röngu.
Saumið hliðarsauma með úrröktu
garninu og aftursting (gjarnan má
sauma brugðningana með varpspori).
Saumið nú ermarnar við vestið með
aftursting, skiljið eftir ósaumað,
vinstra megin, að aftan.
f gjaldkerastarfinu Jónmundur?
Takið nú prjóna nr. 3% og garn-
afgang frá vestinu og takið upp 133
(137) 141 (145) 1. frá ósaumaða
saumnum að aftan og allt í kring
um hálsmálið, ath. að jafn margar
1. séu á báðum helmingum. Takið nú
hvitt garn og prjónið (frá röngu)
1 umf. brugðna, 1 umf. sl., 1 umf. br.,
og takið úr, jafnhliða þessu, frá réttu
2 1. saman báðum megin við mið-
lykkjuna. Á röngunni eru tvær 1.
prjónaðar saman brugðnar á sama
hátt. Eftir þessar 3 hvítu rendur er
aftur tekið blátt garn og prjónuð
slétt 1 umf. og siðan brugðning, 1 1.
sl. og 1 1. br. Takið úr eins og áður,
báðum megin við miðju. Prjónið 7
umf. brugðning og fellið af. Saumið
nú saman ósaumaða sauminn að aft-
an og ermarsauma.
KAFFIDÚKUR
Ef við þurfum að færa einhverjum
morgunkaffið í rúmið, væri gaman
að eiga svona dúk á bakkann.
Efni: 30x50 sm. af 90 sm. breiðu
efni í ljósum lit, 2 m. af leggingar-
bandi, dálítið af útsaumsgarni í
grænum og gulum lit, dálítið af köfl-
óttu efni i blómin.
Sníðið dúkinn 30x50 sm. og
„serviettuna" 30x30 sm. Brjótið 1 sm.
breiðan fald í kringum dúkinn, en
% sm. kring um „serviettuna", legg-
ið niður við faldana með ósýnilegu
faldspori frá röngu. Saumið siðan
leggingarbandið yfir sauminn 1
saumavél, og hafið samlitan tvinna.
Gangið vel frá samskeytum. Ef legg-
ingarband er ekki fyrir hendi, má
gjarnan sauma rönd með tveimur
roðum af lykkjuspori.
Teiknið nú mynztrið á dúkinn með
blýanti, þá er auðvelt að strjúka út
eða lagfæra.
Klippið nú blómin út úr efni, sem
fer vel við dúkinn. Klippið þau fyrst
út í pappir og ath. vel íormið. Klipp-
ið 2 stk. af stærsta blóminu og
saumið þau saman að undanskildu
dálitlu opi, sem blóminu er snúið
gegn um. Klippið einnig 2 stk. af
litia blóminu.
Leggið nú öll blómin á dúkinn og
saumið þau niður með kappmellu-
spori. Skiljið eftir ósaumaðan efsta
hlutann af stærsta blóminu, þar sem
„serviettunni" er stungið í. Saumið
síðan leggina með lykkjuspori, einnig
kring um biöðin. Saumið „heksesting"
inn í blöðin.
Pressið lauslega frá röngu.
f*
— Guði sé lof, ég var orðin svo hrædd um þig!
— Var þetta ekki hljóðmúrinn, sem við fórum f gegnum?
Athugasemd
Reykjavik, 25. okt. 1960.
Það er all rikt í fari okkar Islendinga að vilja
ata náungan auri og er ekki óalgengt að sjá slik
skrif í dagblöðum t. d. í sambandi við stjórnmál
og eiga þessi skrif það jafnan sammerkt að þau
eru nafnlaus, því enginn vill leggja nafn sitt við
óþverrann, þó gaman sé að sjá hann á prenti.
Það er næsta fátítt að sjá slík skrif i ópólitískum
vikublöðum. Það varð mér því ærið undrunar-
efni að sjá slík skrif í Vikunni 20. þ. m. og ekki
sízt þegar mér var tjáð að ritstjórinn hefði ekki
hugmynd um eftir hvern skrifin væru. 1 þess-
um nefndu skrifum var einn af yngri abstrakt-
málurunum, Hafsteinn Austmann, tekinn út úr
hóp abstraktmálara og lítilsvirtur svo sem frekast
var unnt og t. d. talið persónuleg móðgun við
annan málara (Gunnlaug Scheving) að þeir skuli
tilgreindir samtímis. Skulu þau skrif ekki rakin
frekar.
Hitt er þó öllu leiðinlegra, en skrif þessi, að
þegar blaðið leitast við að svara þessum „tilskrif-
um“ bætir það nánast gráu ofan á svart „segist
taka undir með höfundi" að verk Hafsteins „séu
heldur þunn súpa“. Einnig er smekklaust að vilja
læða því inn að Hafsteinn sé „minnstur af öllum
litlum körlum". Því verður heldur ekki neitað
að með birtingu skrifa sem þeirra, er að ofan
getur, gerir blaðið þau að verulegu leyti að sín-
um, ekki sízt þegar um nafnlaus skrif er að ræða.
Hitt er svo annað mál, að það er ekki sama hvaða
menn eru ataðir auri; stjórnmáiamenn geta t. d.
jafnan átt slíkt á hættu, en þegar listamenn eða
t. d. kennarar eru þannig leiknir er það ennþá
svívirðilegra en ella, ekki sízt þegar reynt er að
spilla áliti listamannsins eða gera kennara hlægi-
legan í augum nemenda sinna.
Um Hafstein Austmann er það að segja, að
hann er hvort tveggja í senn listmálari og kenn-
ari og það undirritaður bezt veit, vel látinn á
báðum sviðum. Blaðinu hefði og verið i lófa iag-
ið að fá álit annarra myndlistarmanna eða á-
hugamanna á Hafsteini. Sá maður þekkir Gunn-
laug Scheving illa, sem heldur að hann móðgist
þó hann sé nefndur í sömu andránni og Hafsteinn.
Meðal annara hafa Ragnar Jónsson í Smára og
listmálararnir Valtýr Pétursson og Jóhannes
Jóhannesson látið mjög góð orð falla um Hafstein
og margt fleira mætti nefna honum til lofs, en
yrði of langt mál.
Hitt mætti sérhver ritstjórn hafa í huga, að
það eru jafnan litlir karlar, sem ata aðra auri
á þann hátt og hér hefur verið gert og vafa-
samur ávinningur að ljá rúm til slíks, ekki sízt
þegar hlutaðeigandi blað gefur sjálft tileíni til
hinna ómaklegustu árása.
Með þökk fyrir birtinguna.
Gunnlaugur Þóröarson.
viB VIXAN