Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 12
ÞEKKTU
SJALFAN
ÞIG
Manngerð listarinnar
Eftir dr. Matthías Jónasson
Hugsjón fegurðarinnar heillar manngerð listarinnar sterkar en
nokkuð annað. En hin sérstæða afstaða listamannsins til
raunveruleikans veldur því að persónuþróun hans stefnir ekki
alfaraleið og mönnum hættir til að hneykslast á honum.
Manngerö listarinnar er haldin [>
þeirri ástríöu aö sveipa gráan
hversdagsleikann töfrum list-
arinnar. Hlutur, sem raun-
hyggjumanninum er ónýtur,
veröur dýrmætt yrkisefni fyrir
listamanninn, sem sér Qilutinn
í ööru Ijósi.
Listin seiöir til sín fleiri en þá,
sem valda henni. Þeir eru oft
ósnortnir af sjálfri hugsjón-
inni, en leggja stund á eftiröp-
un ytri sérkenna í hátterni
listamanna og veröa afkára-
legir og kátbroslegir. Þessar
dömur eru af því tagi. Þœr eru
frá London, en hér í Reykjavík
má líka finna þessa manngerö.
LEIKANDI HUGUR.
„Ef hugarflug barnsins þróaðist
óhindrað fram á fuliorðinsaldur,
yrðum við öll skapandi listamenn."
Með þessum orðum lýsir skáldjöf-
urinn Goethe samkenni barns og
listamanns. En aðeins hinum út-
völdu er unnt þess, að barnslegt
hugarflug þeirra eflist að sköpunar-
mætti í samræmi við annan þroska.
Hjá flestum okkar yfirgnæfir raun-
hyggjan, sem heftir hugmyndaflug-
ið. Hjá listamanni aftur á móti
birtist leikandi ímyndunarafl barns-
ins sem þjálfuð sköpunargáfa. En
þá er Iiin sviflétta leikhneigð orðin
að ástríðu, sem finnur svölun í því
að fella fjölbreytileik sundurleitra
fyrirbæra undir heildgerð lista-
verksins.
Hugsjón fegurðarinnar heillar
manngerð listarinnar sterkar en
nokkurt annað mæti. Listamaður-
inn lifir að vísu að nokkru ieyti
í heimi raunveruleikans og fær
stundum að kenna óþyrmilega á
því, hversu mjög lífveran er honum
háð. En fyrir sjónum hans er raun-
veruleikinn ekki sjálfstætt æðra
mæti, heldur efniviður, sem aðeins
öðlast varanlegt gildi, ef hann er
hafinn upp í listrænt form. Aðrar
manngerðir leitast við að samræma
hugarflug sitt meginlögmálum raun-
veruleikans, jafnvel að sannprófa
hugarsmíð sína á honum. Manngerð
listarinnar aftur á móti smáir hinn
þunglamalega hversdagsleika, nema
hann sé upphafinn í listrænni túlk-
un. IÞvi er hún ávallt hneigð til að
afneita hversdagslegu raunsæi, en
knýja raunveruleikann í leik hugar-
flugsins undir lögmál listarinnar.
LISTTÖFRAR.
Barninu nægir ekki að leika sjálft
með imyndunarafl sitt. Það vill fá
aðra til að viðurkenna hugarheim
sinn sem eins konar raunveruleika.
Einnig þessi tilhneiging er sameig-
inleg með því og listamanninum.
Hversu mjög sem listamaðurinn
kann að ummynda raunveruleikann
í túlkun sinni, bregður hann þó með
listtöfrum sínum sterkum raunveru-
leikablæ yfir verkið. Þegar við
sökkvum okkur niður í slíkt verk,
hvort sem er saga, mynd, Ijóð eða
lag, gleymum við frammi fyrir
sönnu listaverki, að hér er um
kunnáttusaman tilbúning að ræða.
Hið ósanna eða misheppnaða lista-
verk megnar aftur á móti ekki að
láta okkur gleyma þessu.
Manngerð listarinnar er haldin
þeirri ástríðu að sveipa gráan
hversdagsleikann töfrum listarinn-
ar. Eins og ytra umhverfi okkar ber
merki mannlegs hagleiks, þannig
birtast okkur mikilvægir þættir
raunveruleikans fyrst og gleggst í
töfrabjarma listrænnar túlkunar.
Snillingum ljóðs og tóna hefur jafn-
vel tekizt að gæða vélaskrölt og
orustugný unaði hins listræna
forms, Skömm ævi baslmennisins,
sem 1 okkar augum virðist viðburða-
snauð og hversdagsleg, verður
stórbrotinn þáttur veraldarsögunn-
ar, jafnskjótt og skáldið gæðir hana
frásagnarsnilld sinni. Gamlir bátar,*
sem breyskjast og fúna á fjöru-
kambinum, — hversu þýðingarlaus-
ir hlutir! En með fáeinum pensil-
dráttum megnar listamaðurinn að
hefja þessa mynd upp í æðra veldi
og gefa henni stórfenglega, tákn-
ræna merkingu. Jafnvel steinninn,,
kaldur og sljór, verður líf og tján-
ing undir meitli listamannsins.
Hver manngerð skoðar raunveru-
leikann frá sínu sérstæða sjónar-
miði og veitir fyrst og fremst at-
hygli þeim þáttum lians, sem heilla
hana sterkast. Manngerð listarinnar
er ofurskyggn á ákveðna þættí
raunveruleikans, og þá dregur hún
fram og auðkennir með sterkum lit-
um. Hvorki eigandi hins mikla iðju-
vers, sem naut gróðans, né erfiðis-
maðurinn, sem uppskar stritið, gat
skynjað það í sama ljósi og skáldið,
sem lýsir því í Tínarsmiðjum.
Eitt áleitnasta viðfangsefni lista-
mannsins er maðurinn sjálfur, til-
finningar hans, hugsjónir, barátta
^og örlög. Að ætterni og líkamseðli
* Framhald á bls. 39.
12 VIKAN