Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 30

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 30
Borg hinna bláu vatna (Framhald' á bís. 14) — Hér er bíll á livert manriS- barn. — Bíll á hverja sex, leiðréttir far- arstjórinn. — Sú hlutfallstala verður orðin að fornsögu þegar í kvöhl, anza ég. Einhver hefur orð á því, að Stokkhólmsdaman liafi jafnvel flottara göngulag en Heykjavíkur- daman. Það er vitaskuld einn af okkur körlunum, sem lætur ])etta út úr sér. — Nei, ertu að segja satt? spyr ein stúlka. — Já, það verð ég að segja. Þær hérna dúa svo skemmtilega í mjöðmunum. Stúlkan: — Ég þekkff Iffia einu sinnf kennslukonu, senr dúaði svona skemmtilega í mjoðminmmi eius og; þú orðar það. Það kemur skúr ofan f hláturinm hjá okkur, og við forðum okkur undan steypiregninu inn á veítinga- Stíið. Svo birtir aftur, — áður eru vií höfum lokið við bjórinn og gos- ið. O'g það er mjög ánægjulegt að horfa i gegnurn glerið á mannfjöld- ann streynfa lijá. Fólkið feHir regnhlífarnar, sem ])að spennti upp' fyrir stuttu. Aflír Iivetja sporið og allir eru svo stórkostlega flot’tir í tauinu, að maður gæti haldið, að allar þessar þúsundir séu að fára í konungsveizlu. Já, Svíinn er rík- ur, lasm. Hér er sá maður á fá- tækraframfæri ,sem ekki er „milli“'_ Að vera „milli“ upp á sænsku, þaðí er að geta leyft sér að lifa á nú- tímavísu í nútímaþjóðfélagi: að’ eiga I)íl og liús og gott innbú, — að: hafa næga og örugga vinnu og tekj- HÁRSKÝRIR . . . SHAMPOO . . . LAGNINGARVÖKVI. FOCUS gerir háralit ydar skýran og fagran og endist vjkum saman, og hár ydar mun vekja addáun allra, sem á líta. FOCUS er einnig shampoo. ér getid óhræddar notad FOCUS. Hann er audveldur í notkun og med fullkomlega edlileg litaráhrif, sem skýra og fegra ydar eigin 6 UNDUR-FAGRIR OG EÐÉILEGIR HÁRALITIR— Veljid þann, sem hæfir háralit ydar. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103—Sími 11275. HAFIÐ ÞÉR ALDREI NOTAÐ LIT? ur, sem leyfa manni allt annað en beinlínis bjánalegt bruðl og óhóf ... Þetta kvöld gleðjum við okkur með því að horfa á kabarettsýningu, —- öll nema hjúkrunarkonurnar okkar. Fram á sviðið gengur feit- laginn, gráhærður töframeistari. Og nú hyggst hann framkvæma þetta alkunna úr biblíunni, að brtryta vatni í vín: — Vill einhver vera svo góður að kjósa sér ákveðna vintegund? 'kallar töfrarinn fram i salinn. — Viskí, segir rödd i salnum. — Viski, gjörið þér svo vel, segir töfrarinn, liellir blávatni i glas, og samstundis tekur vatnið á sig hinn :gulbrúna lit viskisins. Áhorfendur hrópa upp nöfn allra luigsanlegra vintegunda. Töfrarinn hefur varla við að he-lla á glösin. Hver vintegund fær sinn rétta lit og bragð, og áhrifin _eru meir en ósvikin. Það sannfærist hver og -einn um, strax og pantanirnar liafa verið bornar fram í salinn, en þann starfa annast flokkur ungra meyja, sem eru töfraranum til aðstoðar. Þú finnur vel á þér af fyrstá snaps- inum. Og enn um stund lialda krafta- verkin áfram að gerast. Það má segja, að hjúkrunarkonurnar okkar séu fjarri góðu gamni. En þær völdu sér „góða staðinn“ og eru nú að hlusta á óperu. En þegar við hin komum lieim góðglöð af kabarett- inum, koma þær ofurölva af söng- ;gleði úr hljómleikahöllinni. Söngs- iins unaðsmál lifir sælu lífi i svip- móti ]>eirra og hverri minnstu likamshræringu, svo að i vissum .skilningi er jafnt á komið með okk- mr öllum. Þegar við förum upp i ilyftunni góðu, þá verður aldursfor- setanum þetta að orði: — Hann lék laglega á okkur, galdrameistarinn. En sá var ekki sinkur á dropann, það má liann eiga, karlskröggurinn. -jár Danskennsla Framh. af bls. 15. — Teljið þið gagnlegt fyrir ykk- ur að sjá slikt fólk? — Við teljum það alveg bráð- nauðsynlegt. — Eru ekki einhver undirstöðu- atriði, sem sameiginleg eru flestum eða öllum dönsum? — Það eru fjórir dansar, sem eru kallaðir standarddansar eða aðal- dansar: vals, tangó, kvikk-stepp og sló-fox, — við skulum bara staf- setja það upp á íslenzkan mátá. Frumsporin í þessum dönsum eru undirstaða allra annarra dansa. — Þið byrjið þá á því að kenna þessa dansa? —• Það er að sjálfsögðu miklu léttara að læra alla aðra dansa með þvi að kunna frumsporin úr þessum fjórum. Því er það, að við kennum ekki Cha-cha-cha eða Calýpsó ein- vörðungu án þess að kenna öll frumsporin. — En ef einhver kæmi nú og vildi bara læra Calýpsó? — Þá mundum við ekki taka það að okkur. Það hefur komið fyrir, að við höfum haft af okkur nemendur með þessu, eh þetta er hjá okkur boðorð, sem ekki má brjóta. — Hvernig er það nú fyrst í stað, — er fólk fljótt að komast á lagið með að dansa rétt? — Það eru allir fljótir að læra sporin, en leiknin kemur ekki strax. Hreyfingarnar þurfa að komast yf- ir á ósjálfráða taugakerfið, líkt og þegar maður gengur. Maður hugsar ekki um það, að nú taki maður hægri fótinn fram fyrir hinn vinstri og síðan hinn vinstri fram fyrir hinn hægri, ]>egar maður gengur, og hætt er við þvf, að göngulagið yrði stirðlegt með þvi. Svipað er ])etta í dansinum. Fólki finnst, að það standi í stað fyrstu tímana, en svo kemur leiknin allt i einu ná- lægt áramótunum. Þá fyrst fer fólk að nlá valdi á dansinum. — En börn og unglingar eru fljót- ari að komast á lagið, — er það ekki? — Yfirleitt er það svo, og það er vegna þess, að eldra fólk liefur ekki lært að dansa rétt. En komi til okkar fólk á miðjum aldri, sem aldrci hefur dansað, þá verðum við ekki vör við, að það sé lengur að læra en unglingarnir. — Hvað segið ])ið um dans- kennslu í nágrannalöndunum? — Hún er orðin mjög almenn, en það eru allt einkaskólar. Það tíðk- ast ekki, að dans sé kenndur i barnaskólum' þar. Aftur á móti -er það til hér, og getum við því sagt, að málið sé i betra horfi hjá okkur, því að við teljum tvimælalaust, að dans eigi að kenna í barnaskólum. Ég hef nú i þrjá vetur kennt dans i tólf ára deildum í Melaskölanum fyrir áeggjan Arngrims heitins Kristjánssonar skólastjóra, sagði Hermann. — Nú i vetur á að bæta við Breiðagerðisskóla og Langholts- skóla. Unnur kennir þá í öðrum og Ingibjörg Jóhannsdóttir, sem verð- ur aðstoðarkennari hjá mér 1 vetur, kennir í hinum. Sjálfur kenni ég svo áfram í Melaskólanum. — Finnst ykkur forráðamenn .skólamálanna sýna því skilning, að dans verði kenndur í barnaskól- nnum? — Ekki þurfum við að kvarta undan því, að skilning vanti. Þeir hafa einmitt verið mjög áhugasamir um málið. En þótt það yrði sam- þykkt að gera dans að skyldunáms- grein i barnaskólum, þá yrði ekki hægt að framkvæma kennsluna sök- um þess, hve kennarar eru fáir. — Ég hef heyrt mikið látið af ykkar ágætu dansskemmtunum. Hvað haldið þið margar slíkar yfir veturinn? — Þær eru þrjár, og mun óliætt að fullyrða, að þær hafa tekizt mjög vel og verið vinsælar. Foreldrar barna fá að koma einu sinni í mán- uði og fylgjast með danskennslunni og framförunum hjá börnunum. Við höfum eindregið mælt með því, að börn og unglingar tækju foreldra sína með á skemmtanir, sem við höfum haldið, og dansi við þá. Þvi er vel tekið af hinum yngri, en unglingum um fermingu og þar yfir finnst óþarfi að blanda „karlinum eða kerlingunni“ 1 málið. — Og að lokum: Þið eruð sann- færð um, að unglingar, sem kunna að dansa, leiðist síður út á villi- götur. — Já, það er almennt viðurkennt. Axel heitinn Helgason sagði okkur, að hann hefði orðið var við það, að mörg afbrot unglinga mátti rekja til þess, að þeir náðu sér ekki á strik í heilbrigðu skemmtana- lífi. ★ 3D VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.